Færslur: Instagram

Stjörnurnar ætla að sniðganga samfélagsmiðla
Stórstjörnur á borð við Kim Kardashian ætla hvorki að setja inn færslur á Instagram né Facebook á miðvikudaginn. Ætlunin er að þrýsta á þessa öflugu samfélagsmiðla að bregðast við hatursorðræðu og dreifingu rangra eða villandi upplýsinga.
Morgunútvarpið
Veitir útrás fyrir sterkar skoðanir á Instagram
Egg og beikon er versti morgunmaturinn, það nennir enginn að heyra hvað þig dreymdi og það er ekkert nema sýndarmennska að borða ostrur, eru meðal þeirra skoðana sem er að finna á Instagramreikningnum Sterkar skoðanir sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið.
13.07.2020 - 11:33
Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Myndband
Einstök íslensk dramaþáttaröð um ungt fólk í sóttkví
Á mánudag frumsýnir RÚV núll nýja íslenska þáttaröð SPRITT sem er einstök á íslenskan mælikvarða. Þættirnir, sem spanna allan apríl mánuð, eru skrifaðir, teknir upp og frumsýndir í rauntíma á samfélagsmiðlinum Instagram.
28.03.2020 - 12:43
Instagrami Örnu stolið og henni hótað af tölvuþrjóti
Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, berst nú við tölvuþrjót sem hefur tekið yfir aðgang hennar á Instagram. Sá hótar henni öllu illu og sjálf er hún ekki bjartsýn að hún fái aðganginn aftur.
14.01.2020 - 14:30
Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og Instagram-augnablika
„Við fundum kósí íbúð á Airbnb og tókum Uber frá flugvellinum. Við fórum í túr með ferðaskrifstofu sem er með 4,5 á Tripadvisor. Þetta var æðislegur dagur, skoðaðu bara storíið mitt á Insta. Næsta dag fórum við í glamping, eða svona glæsilegu, sváfum í mongólsku tjaldi í algerri kyrrð, fórum í skógarbað og náðum alveg að kjarna okkur.“
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Þénar meira af Instagram en hjá Juventus
Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu og portúgalska landsliðsins, hlýtur meiri tekjur á samfélagsmiðlinum Instagram en hann gerir sem fótboltamaður hjá ítalska félaginu.
22.10.2019 - 17:00
Umdeild uppfærsla Instagram skekur internetið
Í nýjustu uppfærslu Instagram hefur forritið lokað fyrir möguleika notenda til að fylgjast með því sem vinir þínir læka, hvað þeir kommenta og hverjum þeir fylgja.
09.10.2019 - 17:02
Instagram felur fjölda læka
Samfélagsmiðillinn Instagram hefur gripið til þess ráðs að fela fjölda læka sem færslur fá á síðunni. Þetta er gert til að draga úr þrýstingi á notendur um hve mörg læk þeir fái fyrir innlegg sín að sögn fyrirtækisins.
18.07.2019 - 06:31
Skrollað í gegnum klósettpásuna
Rithöfundurinn Birnir Jón Sigurðsson sigraði í rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, og gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Strá. Ein af smásögum hans, Sóley Sigurðardóttir viðgerðarkona, hefur svo verið gefin út á Instagram Story hjá Forlaginu, eitthvað sem ekki hefur verið prófað áður hér á landi.
13.06.2019 - 11:14
Instagram ógn við viðkvæma náttúru
Að skoða náttúruna hefur áhrif á náttúruna. Að „gramma“ náttúruna hefur hins vegar enn meiri áhrif og þótt hjólför Rússans í Mývatnssveit séu sérlega sýnileg geta velmeinandi náttúruunnendur einnig valdið skaða með því einu að birta mynd á samfélagsmiðlum. Sævar Helgi Bragason segir að myndir á Instagram sem fara á flug geti eyðilagt viðkvæmar náttúruperlur.
„And-sjálfur“ minna á mikilvægi lífsins
Instagram notandinn STEFDIES hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir áhugaverðan Instagram reikning þar sem hún sést liggja flöt á maganum fyrir framan hina ýmsu merkilegu staði.
29.04.2019 - 14:13
Fréttaskýring
Dagar fréttaveitu Facebook gætu verið taldir
Facebook-notendur mega búa sig undir breytingar í nánustu framtíð á fréttaveitunni svokölluðu sem hefur verið miðdepillinn á Facebook nánast frá upphafi.
17.03.2019 - 09:27
WhatsApp, Instagram og Messenger sameinast
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, leggur á ráðin um sameiningu spjallvirkni þriggja smáforrita í eigu fyrirtækisins en það eru WhatsApp, Instagram og Facebook Messenger. Sérfróðir ætla að þar herði hann stjórnartaumana á hinum fjölbreyttu miðlum fyrirtækisins sem hefur beðið hnekki af ýmsu tagi síðustu misseri.
25.01.2019 - 15:54
Ættum við að seinka klukkunni?
Hlaðvarpsþátturinn Hvað er að frétta? hóf göngu sína í vikunni en í þessum fyrsta þætti var meðal annars rætt hvort ætti að seinka klukkunni á Íslandi um klukkutíma.
18.01.2019 - 09:45
Meint svikamylla Instagram-áhrifavalds
Caroline Calloway, sem hefur verið kölluð fyrsti Instagram-áhrifavaldurinn, sætir nú mikilli gagnrýni eftir að notandi á Twitter sakaði hana um svik. Calloway seldi upp á fjölda fjögurra stunda námskeiða í „sköpun“ og rukkaði hvern þáttakanda um andvirði 20.000 króna.
Eggið sem braut Instagram
Í nótt var met slegið á Instagram þegar rúmlega 26 milljónir manna settu læk við ofurvenjulegt egg og hrinti eggið þannig úr sessi fyrri methafa, raunveruleikastjörnunni Kylie Jenner. Instagram er sérhæfður sjónrænn miðill, yfirráðasvæði áhrifavalda og gjarnan uppspretta umræðu um óraunhæfar útlitskröfur. En eggið tekur engan þátt í slíku.
14.01.2019 - 13:16
Hundurinn sem söng sig inn í hjörtu netverja
Hann heitir Walter Goeffrey, hann er hundur og hann er kominn með yfir 300.000 fylgjendur á Instagram.
08.10.2018 - 10:53
Þrjú ráð til að ná árangri á Instagram
Sprotafyrirtækið Takumi International tryggði sér á dögunum 420 milljóna fjármögnun frá breskum og bandarískum fjárfestum. Fyrirtækið tengir áhrifavalda á Instagram við auglýsendur víða um heim en áhrifavaldar eru þeir sem eru með 1000 fylgjendur eða fleiri. Jökull Sólberg segir frá fyrirtækinu og deilir góðum ráðum til að ná árangri á Instagram.
01.08.2018 - 13:25
Loki var lækning við þunglyndi
Loki býr í New York og vekur athygli hvert sem hann fer. Hann er sömuleiðis mjög ástríkur, kelinn og félagslyndur. Hann hefur sérstaka ánægju af löngum lúrum, eftirlætis maturinn hans er kjúklingur og eggjahræra og honum þykir einkar gott að láta klóra sér á kollinum. Það má einnig fylgja sögunni að Loki er köttur.
18.04.2018 - 11:25
Vinsælast á samfélagsmiðlum 2017
Stærsti samfélagsmiðill heims árið 2017 var Facebook. Youtube kom þar á eftir, þá Instagram og í fjórða sæti Twitter. Við rýnum í vinsælustu notendurna og efnið á þessum miðlum á árinu sem leið.
02.01.2018 - 15:53
Áhrifavaldar og jatan sem enginn lækar
„Við hlæjum lengur og meira að því sem aðrir hlæja að, jafnvel þótt þeir séu ekki að hlæja að því í alvörunni,“ segir Halldór Armand í pistli sínum í Lestinni á Rás 1. Halldór bendir á það hvernig markaðurinn nýtir sammannlega þörf fyrir viðurkenningu, í markaðssetningu sem getur jafnvel verið neytendum skaðleg.
23.12.2017 - 13:00
Ronaldo næst-vinsælastur á Instagram
Portúgalski fótboltamaðurinn Christiano Ronaldo varð á þessu ári stoltur eigandi næst-vinsælasta Instagram aðgangs í heimi, með 116 milljónir fylgjenda. Selena Gomez vermir þó efsta sætið en 130 milljónir manna fylgjast með ævintýralegu stjörnulífi hennar á smáforritinu vinsæla.
02.12.2017 - 17:12