Færslur: Instagram

Telja lík Gabrielle Petito vera fundið
Bandaríska alríkislögreglan segir að lík sem fannst í Grand Teton-þjóðgarðinum í Wyoming-ríki sé hin 22 ára gamla Gabrielle Pe­tito sem leitað hefur verið að um nokkra hríð.
20.09.2021 - 00:22
Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna
Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.
Mikilvægt að nota tvíþætta auðkenningu
Nokkur fjöldi íslenskra áhrifavalda reynir nú að endurheimta instagramreikninga sína en óprúttinn aðili tók niður reikninga hjá áhrifavöldum á dögunum. Valdimar Óskarsson hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis var gestur í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 og ræddi þessi mál.
13.07.2021 - 19:30
Áhrifavaldar í klóm tyrknesks tölvuþrjóts
Óþekktur erlendur tölvuþrjótur, sem er sagður vera tyrkneskur, virðist nú vera í herferð gegn íslenskum Instagram-notendum. Á annan tug þekktra íslenskra notenda miðilsins hafa orðið fyrir barðinu á honum á undanförnum dögum.
13.07.2021 - 14:35
Trump verður áfram bannaður á Facebook og Instagram
Eftirlitsnefnd með samfélagsmiðlinum Facebook styður ákvörðun fyrirtækisins um að loka Facebook- og Instagramreikningi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að minnsta kosti að sinni og útlegð hans frá miðlunum gildir því áfram. Nefndin gagnrýnir þó að að bannið sé ótímabundið og segir það brjóta í bága við þau viðurlög sem fyrirtækið hefur notast við hingað til.
05.05.2021 - 23:15
Leikkona rekin fyrir Instagram-færslur um nasisma
Bandaríska leikkonan Gina Carano fær ekki frekari hlutverk hjá bandaríska sjónvarps- og kvikmyndaframleiðandanum Lucasfilm. Carano lék hlutverk í þáttaröðinni The Mandalorian sem sýnd er á Disney+.
12.02.2021 - 06:19
Facebook lokar á spjalleiginleika í Evrópu
Til að bregðast við breyttum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd hefur Facebook fjarlægt ýmsa eiginleika í samskiptaforritinu Messenger og samfélagsmiðlinum Instagram. Enn er þó hægt að senda skilaboð og hringja hljóð- og myndsímtöl.
Rannsaka læk páfa við mynd af fáklæddri konu
Rannsókn er hafin á því hvers vegna opinber Instagram-síða páfans setti hjarta við mynd af fáklæddri brasilískri fyrirsætu. Á myndinni sést ber afturendi fyrirsætunnar Nataliu Garibotto og við myndina er skrifað: „Ég get kennt ykkur eitt og annað. Get ekki beðið eftir að sýna ykkur myndirnar sem teknar voru af mér í október.“ Ekki er ljóst hvenær síða páfa lækaði myndina.
20.11.2020 - 10:32
QAnon verður úthýst af Facebook og Instagram
Facebook og Instagram tilkynntu í gærkvöld að lokað verði á alla notendur sem tengjast samsæriskenningahópnum QAnon. Þannig vilja miðlarnir reyna að koma í veg fyrir að þeir verði nýttir til þess að blekkja eða rugla kjósendur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði.
07.10.2020 - 04:29
Sir David Attenborough sló met Jennifer Aniston
Sir David Attenborough hefur lifað tímana tvenna við að koma boðskap sínum og fræðslu um náttúru og dýralíf til skila. Þrátt fyrir að vera orðinn 94 ára gerir hann hvað hann getur til að fræða komandi kynslóðir um líf og breytingar í náttúrunni. Kappinn knái sló met á samfélagsmiðlinum Instagram í vikunni og velti þar bandarísku leikkonunni Jennier Aniston úr sessi.
25.09.2020 - 18:35
Stjörnurnar ætla að sniðganga samfélagsmiðla
Stórstjörnur á borð við Kim Kardashian ætla hvorki að setja inn færslur á Instagram né Facebook á miðvikudaginn. Ætlunin er að þrýsta á þessa öflugu samfélagsmiðla að bregðast við hatursorðræðu og dreifingu rangra eða villandi upplýsinga.
Morgunútvarpið
Veitir útrás fyrir sterkar skoðanir á Instagram
Egg og beikon er versti morgunmaturinn, það nennir enginn að heyra hvað þig dreymdi og það er ekkert nema sýndarmennska að borða ostrur, eru meðal þeirra skoðana sem er að finna á Instagramreikningnum Sterkar skoðanir sem hefur notið mikilla vinsælda upp á síðkastið.
13.07.2020 - 11:33
Mynd af palestínsku vegabréfi fjarlægð af Instagram
Fyrirsætan Bella Hadid hefur látið samfélagsmiðilinn Instagram heyra það eftir að miðillinn ritskoðaði og fjarlægði mynd af palestínsku vegabréfi föður hennar sem hún birti fyrr í vikunni.
08.07.2020 - 15:02
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Myndband
Einstök íslensk dramaþáttaröð um ungt fólk í sóttkví
Á mánudag frumsýnir RÚV núll nýja íslenska þáttaröð SPRITT sem er einstök á íslenskan mælikvarða. Þættirnir, sem spanna allan apríl mánuð, eru skrifaðir, teknir upp og frumsýndir í rauntíma á samfélagsmiðlinum Instagram.
28.03.2020 - 12:43
Instagrami Örnu stolið og henni hótað af tölvuþrjóti
Arna Ýr Jónsdóttir, fyrrverandi Ungfrú Ísland og áhrifavaldur á samfélagsmiðlum, berst nú við tölvuþrjót sem hefur tekið yfir aðgang hennar á Instagram. Sá hótar henni öllu illu og sjálf er hún ekki bjartsýn að hún fái aðganginn aftur.
14.01.2020 - 14:30
Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og Instagram-augnablika
„Við fundum kósí íbúð á Airbnb og tókum Uber frá flugvellinum. Við fórum í túr með ferðaskrifstofu sem er með 4,5 á Tripadvisor. Þetta var æðislegur dagur, skoðaðu bara storíið mitt á Insta. Næsta dag fórum við í glamping, eða svona glæsilegu, sváfum í mongólsku tjaldi í algerri kyrrð, fórum í skógarbað og náðum alveg að kjarna okkur.“
5 íslenskir fossar vinsælastir á Instagram
Fimm af þeim fossum sem dreift er mest á Instagram eru íslenskir. Niagara-foss í Kanada er langvinsælasti foss í heimi ef marka má Instagram, en hann er þó alls ekki hæstur í metrum talið.
26.10.2019 - 16:19
Þénar meira af Instagram en hjá Juventus
Fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus á Ítalíu og portúgalska landsliðsins, hlýtur meiri tekjur á samfélagsmiðlinum Instagram en hann gerir sem fótboltamaður hjá ítalska félaginu.
22.10.2019 - 17:00
Umdeild uppfærsla Instagram skekur internetið
Í nýjustu uppfærslu Instagram hefur forritið lokað fyrir möguleika notenda til að fylgjast með því sem vinir þínir læka, hvað þeir kommenta og hverjum þeir fylgja.
09.10.2019 - 17:02
Instagram felur fjölda læka
Samfélagsmiðillinn Instagram hefur gripið til þess ráðs að fela fjölda læka sem færslur fá á síðunni. Þetta er gert til að draga úr þrýstingi á notendur um hve mörg læk þeir fái fyrir innlegg sín að sögn fyrirtækisins.
18.07.2019 - 06:31
Skrollað í gegnum klósettpásuna
Rithöfundurinn Birnir Jón Sigurðsson sigraði í rafbókasamkeppni Forlagsins, Nýjum röddum, og gaf nýlega út sitt fyrsta smásagnasafn, Strá. Ein af smásögum hans, Sóley Sigurðardóttir viðgerðarkona, hefur svo verið gefin út á Instagram Story hjá Forlaginu, eitthvað sem ekki hefur verið prófað áður hér á landi.
13.06.2019 - 11:14
Instagram ógn við viðkvæma náttúru
Að skoða náttúruna hefur áhrif á náttúruna. Að „gramma“ náttúruna hefur hins vegar enn meiri áhrif og þótt hjólför Rússans í Mývatnssveit séu sérlega sýnileg geta velmeinandi náttúruunnendur einnig valdið skaða með því einu að birta mynd á samfélagsmiðlum. Sævar Helgi Bragason segir að myndir á Instagram sem fara á flug geti eyðilagt viðkvæmar náttúruperlur.
„And-sjálfur“ minna á mikilvægi lífsins
Instagram notandinn STEFDIES hefur undanfarið vakið mikla athygli fyrir áhugaverðan Instagram reikning þar sem hún sést liggja flöt á maganum fyrir framan hina ýmsu merkilegu staði.
29.04.2019 - 14:13
Fréttaskýring
Dagar fréttaveitu Facebook gætu verið taldir
Facebook-notendur mega búa sig undir breytingar í nánustu framtíð á fréttaveitunni svokölluðu sem hefur verið miðdepillinn á Facebook nánast frá upphafi.
17.03.2019 - 09:27