Færslur: Innflytjendamál

„Vá, hún talar íslensku við mig!“
Í fyrsta sinn sem Claudia Ashonie Wilson upplifði sig sem Íslending í raun stóð hún í stórum hópi fólks fyrir utan Dómkirkjuna og var að fylgjast með brúðhjónum ganga út úr kirkjunni. Þá kom kona aðvífandi og ávarpaði hana á íslensku: „Sástu brúðina?!"
01.01.2016 - 15:00
Nefndin hefur algerlega frjálsar hendur
Kerfið í kringum veitingu íslensks ríkisborgararéttar er tvöfalt. Ef umsækjandi uppfyllir þau skilyrði sem kveðið er á um í lögum um veitingu ríkisborgararéttar getur hann sent útlendingastofnun hefðbundna umsókn. Uppfylli umsækjandi skilyrðin ekki getur hann beint umsókn sinni til Alþingis. Þar tekur þriggja manna undirnefnd innan Allsherjar- og menntamálanefndar við henni. Undirnefndin fylgir ekki sérstöku verklagi og þarf ekki að rökstyðja ákvarðanir sínar.
15.12.2015 - 18:13
Vill rýmka rétt til túlkaþjónustu
Innflytjendur eiga ekki lögbundinn rétt á túlkaþjónustu í erfiðum sifjamálum hjá sýslumanni hér á landi. Í heilbrigðiskerfinu er aftur á móti lögbundinn réttur til staðar. Samt kemur það enn fyrir að börn séu notuð sem túlkar í heilbrigðiskerfinu. Íslensk lög banna ekki notkun barnatúlka.
01.06.2015 - 18:35
  •