Færslur: Innbrot

Náðu þjófi vegna skófara á vettvangi
Lögreglan á Suðurnesjum handsamaði þjóf á leið úr landi með því að kanna skóbúnað hans og bera saman við skóför sem fundust á vettvangi.
Skuggalegir innbrotsþjófar reyndust eiga húsið
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í heimahús nýverið. Lögreglumenn voru sendir af stað með blikkandi ljós enda voru líkur á að um yfirstandandi innbrot að ræða.
22.02.2019 - 18:05
Opnuðu jólapakka og stálu gjöfunum
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hús í Kópavogi í gærkvöldi. Þjófur hafði brotið rúðu og komist þannig inn í húsið. Hann rótaði í skúffum og opnaði jólagjafir sem hann fann. Þjófurinn stal svo einni gjöfinni.
23.12.2018 - 08:58
Ekki tilkynna um ferðalög á samfélagsmiðlum
Innbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í nóvember, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu lögreglunnar. Fólk hefur verið hvatt til að vera sérstaklega á verði yfir hátíðirnar. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas, segir að innbrot séu oft algengari í skammdeginu en á öðrum árstíma þegar bjartara er. Hann hvetur fólk til að vera ekki endilega að tilkynna um ferðalög á samfélagsmiðlum.
19.12.2018 - 08:27
Þrjú innbrot í vikunni upplýst
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst þrjú innbrot sem voru framin í Kópavogi og Garðabæ í byrjun vikunnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Brotist var inn á eitt heimili þar sem ýmis verðmæti voru tekin og inn á tvö byggingasvæði þar sem fjölda verkfæra var stolið.
06.07.2018 - 09:45
Átta mánuðir fyrir þátt í innbrotahrinu
Tuttugu og þriggja ára karlmaður, sem handtekinn var í mars, grunaður um aðild að umfangsmikilli innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu, var sakfelldur fyrir fleiri tugi innbrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku og dæmdur til átta mánaða fangelsisrefsingar. Tveir til viðbótar sitja enn í gæsluvarðhaldi.
01.06.2018 - 19:01
Þjófarnir áfram í gæsluvarðhaldi
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmennina fjóra sem verið setið hafa í haldi vegna innbrota í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í dag.
16.03.2018 - 16:41
Innbrotsþjófarnir hugsanlega sendir hingað
Grunur leikur á að innbrotsþjófar, sem hafa látið greipar sópa á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu, hafi verið sendir til landsins af skipulögðum glæpahópum í Evrópu, jafnvel gegn sínum vilja. Einn hinna handteknu er 17 ára. 
04.03.2018 - 19:00
Enn brotist inn þótt fjórir séu í varðhaldi
Innbrotahrinunni á höfuðborgarsvæðinu er síður en svo lokið þótt fjórir sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna innbrota. Brotist var inn í Garðabæ í gærkvöld þegar þessir fjórir voru komnir bak við lás og slá. 
01.03.2018 - 22:33
Kjósa um eftirlitsmyndavélar í hverfinu
Íbúar í Linda- og Salahverfi í Kópavogi kjósa nú rafrænt um það hvort bæjarfélagi eigi að verja 10 milljónum til uppsetningar á fimm eftirlitsmyndavélum við gatnamót inn í hverfið.
03.02.2018 - 15:27
Hnökkum enn stolið á Hellu
Hnökkum var stolið þegar brotist var inn í hesthús á Hellu í fyrrinótt. Þjófarnir komust inn í húsið án mikilla skemmda og brutu sér leið í hnakkageymslu. Í fyrra og hittiðfyrra var brotist ítrekað inn í hesthús á Hellu í sama tilgangi. Þjófarnir höfðu sama hátt á nú og áður, tóku einungis nýja og nýlega hnakka, en létu gamla eiga sig.
16.03.2016 - 15:52
Innbrotahrina í Árnessýslu
Fjögur innbrot voru kærð til Lögreglunnar á Suðurlandi um helgina og eitt í síðustu viku. Brotist var inn í tvo sumarbústaði við Apavatn, Þjónustumiðstöðina á Þingvöllum og í Hestakrána í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fimmta innbrotið var í íbúð á Stokkseyri. Lögreglan rannsakar nú innbrotin, en sökudólgarnir hafa ekki fundist enn.
29.02.2016 - 15:58
  •