Færslur: Innanríkisráðuneytið

Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Íhuga auglýsingaherferð á Balkanskaganum
Bráðabirgðaákvæði, sem leitt var í útlendingalög í síðustu viku, er óþarft og til þess fallið að grafa undan rétti hælisleitenda. Þetta segir Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Rauða krossins. Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu, segir að með breytingunni sé veittur ákveðinn afsláttur af hælismeðferðinni. Stjórnvöld eru að skoða fýsileika þess að ráðast í auglýsingaherferð til að stemma stigu við komu fólks frá Balkanlöndum. 
18.10.2016 - 18:46