Færslur: Innanríkisráðuneytið

Frakkland
Á annað hundrað morð í nánum samböndum
Um það bil tuttugu prósent fleiri konur voru myrtar í Frakklandi á seinasta ári af eiginmönnum eða fyrrverandi eiginmönnum en árið áður eða alls 122. Eiginkonur eða fyrrverandi eiginkonur myrtu 21 karl í fyrra.
Viðtal
Ráðherraskipti svo til meitluð í stein
„Ég allavega fæ þá vissu frá formanni mínum að þetta sé svo til meitlað í stein, og ég geng út frá því,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, eftir að henni var kynnt að hún yrði innanríkisráðherra þegar 18 mánuðir verða liðnir að kjörtímabilinu. Hún sagði það ákveðin vonbrigði að suðurkjördæmi ætti ekki ráðherra frá fyrsta degi.
Samfélagsmiðlahegðun skoðuð áður en skotvopnaleyfi fæst
Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í heilan áratug.
Stofnun innlendrar mannréttindastofnunar enn í bígerð
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun að skipa starfshóp sem hefði það hlutverk að útfæra hugmyndir og vinna við frumvarp um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun. Hugmyndir þess efnis eiga sér nokkurn aðdraganda.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Blaðamannafundur um breyttar reglur um komu ferðamanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, boðaði til blaðamannafundar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan 14. Fundinum verður streymt á ruv.is og í sjónvarpinu. Ásamt dómsmálaráðherra eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum til svara. Meginefni fundarins er breytingar á reglum um komu ferðamanna til Íslands næstkomandi mánudag, 15. júní.
Íhuga auglýsingaherferð á Balkanskaganum
Bráðabirgðaákvæði, sem leitt var í útlendingalög í síðustu viku, er óþarft og til þess fallið að grafa undan rétti hælisleitenda. Þetta segir Arndís A. K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur Rauða krossins. Íris Björg Kristjánsdóttir, sérfræðingur í Innanríkisráðuneytinu, segir að með breytingunni sé veittur ákveðinn afsláttur af hælismeðferðinni. Stjórnvöld eru að skoða fýsileika þess að ráðast í auglýsingaherferð til að stemma stigu við komu fólks frá Balkanlöndum. 
18.10.2016 - 18:46