Færslur: Innanlandssmit

Smit í Viking Sky - Farþegum gert að bera GPS hálsmen
Tveir ferðamenn um borð í skemmtiferðarskipinu Viking Sky greindust smitaðir af COVID-19 í síðstu viku. Skipið siglir hringferðir um landið og hefur viðkomu í öllum landshlutum. Þetta er annað smitið sem greinist um borð í skipinu við Íslandsstrendur í sumar og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins gripið til þess ráðs að láta farþega ganga með GPS hálsfestar til þess að auðvelda smitrakningu. Skipið er nú í Faxaflóahöfn og munu farþegar, sem lokið hafa sóttkví, fara með flugi úr landi í dag.
Covid-smit í nokkrum skólum á fyrstu dögum haustannar
Minnst ellefu COVID-19 smit hafa greinst tengt skóla- eða frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikuna. Töluvert færri fara nú í sóttkví tengt hverju smiti í skólastarfi en var í fyrri bylgjum faraldursins.
124 smit en fækkar á sjúkrahúsi
124 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 54 utan sóttkvíar eða 43% prósent smitaðra. 25 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er fimm sjúklingum færra en í gær. Fimm eru á gjörgæsludeild, en þeir voru sex í gær.
64 smit í gær og fækkar á gjörgæslu
64 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 38 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. 31 manns liggja nú inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er einum færra en í gær. 6 eru á gjörgæsludeild, en þeir voru 7 í gær.
Hundruð í sóttkví vegna leikskóla- og frístundastarfs
Hátt í 400 börn eru nú í sóttkví vegna COVID-19 smita sem greinst hafa á leikskólum eða frístundaheimilum í höfuðborginni. Þar að auki er fjöldi starfsfólks, sem og aðstandendum barnanna í sóttkví, svo ætla má að minnst tvöfalt fleiri séu í sóttkví vegna smitanna.
83 smit í gær og fækkar um tvo á sjúkrahúsi
83 greindust smitaðir af COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 49 utan sóttkvíar eða 59% prósent smitaðra. Þrjátíu manns liggja inni á sjúkrahúsi með veiruna en það er tveimur færri en í gær. Sjö eru á gjörgæsludeild, sem er einum færri en í gær.
Minnst 119 kórónuveirusmit greindust innanlands
Minnst 119 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af voru 39 í sóttkví við greiningu en 80 utan sóttkvíar. Þá eru 1.302 í einangrun og 1.731 í sóttkví. Nýgengi smita innanlands er nú 420 og 5,5 á landamærum. Á sjúkrahúsi eru 27 og hefur innlögðum því fækkað um tvo frá því í gær.
12.08.2021 - 11:02
Myndskeið
Vinna í 15-16 tíma á dag í símaveri covid-göngudeildar
Erfitt er að ráða í stöður lækna og hjúkrunarfræðinga í símaveri covid-göngudeildar Landspítalans. Sumir starfsmanna vinna til 15-16 klukkustundavinnudag, til klukkan ellefu eða tólf á kvöldin. Starfsmenn hringja og taka á móti hundruðum símtala á dag. Hjúkrunarfræðingur í forsvari hefur ekki farið í sumarfrí í tvö ár. 
106 smit í gær og sex innlagnir á spítala
106 greindust smituð með COVID-19 innanlands í gær. Þar af voru 62 utan sóttkvíar eða 58%. Sex voru lögð inn á sjúkrahús í gær og liggja nú 24 á Landspítalanum með COVID-19.
Hraðinn í útbreiðslu og fjöldi smita kemur á óvart
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir það hafa áhrif á útbreiðslu smita að fólk sé í sumarfríi og á faraldsfæti. Síðustu fjóra daga hafa samtals 248 greinst með COVID-19 innanlands og á tíunda þúsund hefur mætt í sýnatöku.
Smit á Höfn og einn vinnustaður í sóttkví
Eitt COVID-smit kom upp hjá starfsmanni veitingastaðar á Höfn í Hornafirði í gær. Veitingastaðnum hefur verið lokað á meðan smitið er rakið. Nokkrir mánuðir eru síðan síðast kom upp smit á Hornafirði.
20.07.2021 - 16:13
Tíu innanlandssmit og helmingur utan sóttkvíar
Tíu greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Fimm þeirra eru utan sóttkvíar og fullbólusettir samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Leita þarf aftur til 28. apríl að tíu innanlandssmit greindust síðast.
Eitt smit innanlands, tvö á landamærum
Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví. Þá greindust tvö smit við landamæraskimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar. Tíu dagar eru síðan smit greindist síðast utan sóttkvíar.
13.06.2021 - 11:24
Sjö kórónuveirusmit utan sóttkvíar í gær
Sjö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær öll utan sóttkvíar. Samkvæmt upplýsingum Hjördísar Guðmundsdóttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra býr fólkið allt á höfuðborgarsvæðinu. Fimm bíða eftir mótefnamælingu eftir komuna til landsins.
04.06.2021 - 11:06
Fæðing á sóttkvíarhóteli eða næstum því
Við sluppum við að sjóða vatn og taka til handklæði, segir umsjónarmaður farsóttarhúsa, en þar fékk kona hríðir um helgina en var flutt á sjúkrahús þar sem barnið fæddist. Tveir greindust með smit á landamærunum í gær, samkvæmt bráðabirgðatölum, og fimm innanlands og voru þeir allir í sóttkví. 
Atlantic Airways hefur áætlunarflug til Íslands
Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hyggst hefja áætlunarflug til Íslands og Skotlands eftir að tilkynning barst í síðustu viku um að Færeyjar yrðu fjarlægðar af rauðum listum beggja landa.
Þrjú smit í Hrunamannahreppi
Þrjú kórónuveirusmit hafa verið staðfest í Hrunamannahreppi. Ekki er kennt í grunnskólanum í dag og á mánudaginn. Leikskólinn er lokaður í dag og sundlaug og íþróttahús eru lokuð í dag og um helgina. 
30.04.2021 - 08:02
Þrjú af 21 innanlandssmiti í gær eru utan sóttkvíar
Þrír voru utan sóttkvíar af þeim 21 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærununum og bíður sá niðurstöðu mótefnamælingar.
27 innanlandssmit í gær en ekkert við landamærin
Alls greindust 27 kórónuveirusmit innanlands í gær en ekkert við landamærin. Tvö smitanna voru utan sóttkvíar. Nýgengi innanlandssmita er nú 20,7 á hverja 100 þúsund íbúa en 6,8 á landamærunum.
19.04.2021 - 11:01
Þórólfur vildi ekki leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi smit enda séu fleiri útsettir. Um eitt þúsund sýni voru tekin í gær en frekari tilsklakanir taka gildi á morgun. 
Um 800 börn hafa smitast af COVID hér á landi
Fimm börn greindust með kórónuveirusmit í gær, það yngsta eins árs. Alls hafa hátt í 800 börn veikst af COVID-19 frá upphafi faraldursins hér á landi, flest á unglingsaldri. Barnasmitsjúkdómalæknir segir að einkenni barna geti verið önnur en fullorðinna.
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Þórólfur segir tilslakanir ólíklegar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að frekar ólíkt sé að hann leggi til tilslakanir á sóttvörnum fyrir 17. mars. Hann segir að góðar líkur séu á að tekist hafi að komast fyrir hópsmitið sem upp kom um síðustu helgi. 
Yfir 1.400 skimaðir í dag
Yfir 1.400 eru væntanlegir í skimun hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðinu í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá þessu í hádegisfréttum. „Það hafa rúmlega 700 manns farið í gegn hjá okkur í morgun og við eigum þá eftir annað eins eftir hádegi. Það er opið til klukkan 16 hjá okkur.“
08.03.2021 - 12:32
Ísland enn með fæst smit á hverja 100 þúsund íbúa
Ísland er enn það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja hundrað þúsund íbúa.

Mest lesið