Færslur: Ingólfur Þórarinsson

Þetta helst
Meiðyrðamál Veðurguðsins
Ingólfur Þórarinsson Veðurguð tapaði í vikunni meiðyrðamáli fyrir héraðsdómi, mörgum að óvörum. Í fréttaskýringaþættinum Þetta helst fjöllum við um aðdragandann að dómsmálinu og hvers vegna sýkna héraðsdóms virtist koma mörgum að óvörum fyrst um sinn. Síðan hafa lögspekingar margir sammælst um að dómurinn sé í samræmi, og mögulega til marks um, breytta tíma. Lögmaður Ingólfs vill áfrýja dómnum, en hafði enn ekki rætt við skjólstæðing sinn þegar við töluðum við hana.
Umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nýtur aukinnar verndar
Í dómi héraðsdóms í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar, Ingós Veðurguðs, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni, kemur fram að umræða um mikilvæg þjóðfélagsmál nýtur aukinnar verndar tjáningarfrelsis. Sindri var í gær sýknaður af öllum kröfum Ingólfs.
Viðtal
Vonar að fleiri sambærileg mál rati til dómstóla
Sindri Þór Sigríðarson vonast til að niðurstaðan í meiðyrðamáli Ingólfs Þórarinssonar gegn honum verði til þess að fleiri sambærileg mál rati til dómstóla. Sindri var sýknaður í málinu í héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag.
Myndband
Sagðist ekki geta lifað með ásökunum í sinn garð
Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar gegn Sindra Þór Sigríðarsyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur stefndi Sindra fyrir meiðyrði vegna fimm ummæla hans á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum á vefmiðlum. Ummælin voru látin falla sumarið 2021 í kjölfar ásakana á hendur Ingólfs sem birtust á samfélagsmiðlum. Ingólfur þvertók fyrir að hafa beitt einhvern kynferðisofbeldi og fyrir að hafa haft samfarir við táninga. Sindri sagði ekki öll ummæli sín beinast að Ingólfi.
Aðalmeðferð hafin í máli Ingólfs gegn Sindra
Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns gegn Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan tíu.
Vill fá aðra lögmenn sem geta sinnt málunum að fullu
Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður segist nú vera í viðræðum við þrjár lögfræðistofur vegna yfirvofandi málaferla hans. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var lögmaður Ingólfs, en þeirra samstarfi er nú lokið. Ingólfur segist vilja hafa lögmenn sem geti sinnt málum sínum að fullu, en þau séu orðin of yfirgripsmikil fyrir einn mann að sinna ásamt öðrum verkefnum.
Segir sig frá máli Ingólfs
Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur sagt sig frá máli tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar.
Ætla ekki að biðjast afsökunar eða borga miskabætur
Ekkert þeirra þriggja sem hafa fengið kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni ætla að biðjast afsökunar eða greiða miskabætur. Einn þeirra segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómsal. Kröfurnar þrjár nema tæpum níu milljónum króna.
Sjónvarpsfrétt
Þingmaður vill aukið tjáningarfrelsi og vernda þolendur
Þingmaður Pírata vill breyta lögum til að vernda þolendur og tjáningarfrelsið. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan kostnað fyrir þau sem Ingólfur Þórarinsson hefur stefnt fyrir dóm. Tónlistarmaðurinn krefst milljóna í bætur frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. 
Einnig tilbúinn að greiða miskabætur
Frumkvöðullinn Haraldur Þorleifsson hefur boðist til að greiða miskabætur fyrir öll þau sem leita til hans í tengslum við mál Ingólfs Þórarinssonar. Áður hafði hann boðist til að greiða lögfræðikostnað fyrir þau sem til hans myndu leita í tengslum við það mál.
Krefst milljóna í bætur og afsökunarbeiðni innan viku
Ingólfur Þórarinsson krefst milljóna í miskabætur og afsökunarbeiðna frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. Að minnsta kosti ein kæra barst rétt fyrir hádegi í dag. Í henni er blaðamanni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni. Auðugur frumkvöðull bauðst í gærkvöld til að greiða málskostnað allra þeirra sem Ingólfur hefur kært.
Skora á Tryggva að birta listann
Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn, samtökin Öfgar og konur úr hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu skora á Tryggva Má Sæmundsson, ritstjóra vefmiðilsins Eyjar.net, að birta nöfn þeirra sem settu nafn sitt við undirskriftarlista hans til þjóðhátíðarnefndar.
„Það er til brekkusöngur og brekkusöngurinn með greini“
Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari Stuðlabandsins frá Selfossi, segist hlakka mjög til að stýra Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann segist þó hafa þurft að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að slá til. 
Ætla að sannreyna undirskriftir til stuðnings Ingó
Líkt og venjan er verður Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum haldin um verslunarmannahelgina í ár og eflaust margir skemmtanaþyrstir landsmenn sem gleðjast yfir því eftir að hátíðin í fyrra féll niður sökum samkomubanns og heimsfaraldurs. Undanfarna daga hefur skipulag Þjóðhátíðar verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í kjölfar ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að afbóka tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson.
07.07.2021 - 14:28
Fjöldi ásakana á hendur Ingó og nefndin svarar engu
Aðgerðarhópurinn Öfgar birti um helgina nafnlausar frásagnir yfir tuttugu kvenna þar sem þær greina frá því að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og áreitni af hálfu þekkts tónlistarmanns. Sá tónlistarmaður er Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð. Hann er aldrei nafngreindur í frásögnunum. Formenn Þjóðhátíðarnefndar hafa ekki látið ná í sig alla helgina, en Ingólfur á að stjórna brekkusöngnum á næstu þjóðhátíð í Eyjum.
04.07.2021 - 14:45
Yfir 130 konur krefjast þess að Ingó spili ekki í Eyjum
Undirskriftarlisti með yfir 130 nöfnum íslenskra kvenna var sendur til Þjóðhátíðarnefndar ÍBV þar sem því er mótmælt að Ingólfur Þórarinsson, Ingó veðurguð, stjórni brekkusöngnum á Þjóðhátíð. Konurnar krefjast þess að nefndin svari því hvernig það sé réttlætanlegt að ráða „meinta kynferðisbrotamenn” til að spila á Þjóðhátíð. Ingólfur segist vita hver hann er og ætli að halda sínu striki.
02.07.2021 - 16:02