Færslur: Ingileif Jónsdóttir

Silfrið
Örvunarbólusetning breytir miklu
Mikilvægt er að reyna að ná til þeirra sem hafa ekki hafa verið bólusettir gegn Covid-19, en einnig að hvetja fólk til örvunarbólusetningar, sérstaklega þá sem ekki hafa fengið mRNA-bóluefni. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Hún var gestur Silfursins í hádeginu.
Morgunvaktin
Segir brýnt að halda áfram skimun við landamærin
Með áframhaldandi skimun við landamærin er hægt að komast hjá því að hingað berist skæð og smitandi afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands.
Sjónvarpsfrétt
Vill bólusetja unglingana áður en skólarnir hefjast
Delta-afbrigði kórónuveirunnar veldur allt að þrefalt fleiri dauðsföllum hjá óbólusettum en fyrri afbrigði samkvæmt nýjum rannsóknum. Prófessor segir einn Janssen-skammt veita mun minni vörn gegn alvarlegum veikindum en tvo af Pfizer eða Moderna. Hún vill láta bólusetja unglinga sem allra fyrst.
Myndskeið
Stjórnvöld hugi að bólusetningum barna eftir rannsóknir
Ekki er ástæða til að bólusetja börn á aldrinum 12 til 15 ára gegn Covid-19 á meðan smittíðni á Íslandi er lág segir prófessor í ónæmisfræði. Hins vegar eru börn óvarin fyrir delta-afbrigði veirunnar og því ættu stjórnvöld að íhuga bólusetningar þegar frekari niðurstöður úr rannsóknum liggja fyrir.
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.