Færslur: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Dagur tekur fram úr Davíð og Ingibjörgu Sólrúnu
Tvenn tímamót verða við stjórn Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu ef áform nýja meirihlutans í borgarstjórn ganga eftir. Framsóknarmaður verður í fyrsta sinn borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson færist upp í fjórða sæti yfir þá borgarstjóra sem hafa gegnt embættinu lengst. Hann kemst þá upp fyrir Davíð Oddsson og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna á flótta
Það er mikilvægt að huga sérstaklega að stöðu kvenna og stúlkna í ríkjum þar sem átök geisa, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra sem er nýsest í stjórn UN Women á Íslandi. Samtökin hafa hrint úr vör nýrri herferð til þess að vekja almenning til umhugsunar um áhrif stríðs.
Silfrið
Ósennilegt að Pútín tækist að halda Úkraínu lengi
Rússneskar hersveitir gerðu í nótt eldflaugaárás á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu, sem hefur hingað til verið látin óáreitt. Greinendur telja að árás á hernaðarskotmörk í vesturhlutanum séu hugsaðar til að stöðva vopnaflutninga frá Vesturlöndum. Fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og fyrrverandi staðgengill fulltrúa Sameinuðu þjóðanna í Írak, telur ólíklegt að Pútin takist að halda Úkraínu, nái þeir að hertaka ríkið.
Ingibjörg Sólrún til Írak á vegum Sameinuðu þjóðanna
Ingibjörg Sólrún Gísladótttir, fyrrverandi borgarstjóri og utanríkisráðherra, hefur verið skipuð sérstakur varafulltrúi António Guterres í Aðstoðarsendisveit Sameinuðu þjóðanna í Írak.