Færslur: Ilmur Kristjánsdóttir

Sýning sem segði „búmm“ ef ekki væri fyrir faraldurinn
Einar Örn Benediktsson segir Kópavogskróniku vera straumlínulagaða og skemmtilega sýningu en henni hefði vegnað betur í eðlilegra árferði fyrir fullum sal grímulausra áhorfenda.
Ilmur Kristjánsdóttir les Sólstöðuþulu
Ilmur Kristjánsdóttir les upp ljóðið Sólstöðuþulu eftir Ólöfu Sigurðardóttur frá Hlöðum fyrir Svövu Björk Ólafsdóttur.
Ilmur var ekki í neðanjarðarbardagaklúbbi
„Þessi mjög svo skemmtilegi þáttur hans Bolla er spuni frá E-Ö — þetta fyrsta um hvar ég hef búið er sannleikur en ekkert mjög spennandi,“ segir leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir.
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.