Færslur: íkveikja

Tveir handteknir grunaðir um íkveikju
Einn bíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sendur laust eftir klukkan þrjú í nótt til að slökkva eld í vinnuskúr í Elliðaárdal fyrir neðan Árbæjarhverfi.
Ekki ljóst hvort íbúðir í húsinu voru samþykktar
Einn hefur verið handtekinn, grunaður um íkveikju, eftir að eldur kviknaði í tveggja hæða húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Eldurinn var allmikill og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir. Í húsinu voru áður skrifstofur en nú eru þar leiguíbúðir. Ekki hefur fengist staðfest hvort íbúðirnar séu samþykktar.
Noregur
Miklar vatnsskemmdir í Deichman Bjørvika bókasafninu
Miklar vatnskemmdir urðu í Deichman Bjørvika bókasafninu í Osló höfuðborg Noregs í gærkvöld. Vatnsúðunarkerfi fór í gang og slökkti eld sem kom upp á fjórðu hæð bókasafnsbyggingarinnar.
09.02.2022 - 03:24
Erlent · Evrópa · Vatnsskemmdir · Noregur · Osló · Bókasöfn · Slökkvilið · lögregla · Bruni · íkveikja · Bækur
Kennsla hefst að nýju í Brekkubæjarskóla
Skólastarf hefst að nýju í Brekkubæjarskóla eftir helgi. Kveikt var í smíðastofu skólans 13. janúar og síðan hefur skólinn verið lokaður vegna slæmra loftgæða og hreinsunarstarfs. Málið telst upplýst að hálfu lögreglunnar og er unnið í samvinnu við barnavernd.
29.01.2022 - 21:20
Íkveikja í Brekkubæjarskóla á Akranesi
Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á eldsvoða sem kom upp í smíðastofu í Brekkubæjarskóla á Akranesi í síðustu viku er á lokastigi. Kveikt var í stofunni. Málið telst upplýst og er nú unnið í samvinnu við barnavernd.
20.01.2022 - 12:25
Óttast að 27 hafi farist í eldsvoða í Japan
Óttast er að 27 hafi farist í eldsvoða í miðborg Osaka næst stærstu borg Japan. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan tíu að morgni að staðartíma en alls voru sjötíu slökkviliðsbílar kallaðir út.
17.12.2021 - 06:15
Dóms- og lögreglumál · Erlent · Asía · Japan · Eldsvoði · Osaka · Kyoto · Bruni · Andlát · lögregla · Slökkvilið · íkveikja · Manndráp
Ákærður fyrir að kveikja í eigin veitingastað
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hafa lagt eld að veitingastað sínum í Keflavík í fyrra og freistað þess að svíkja bætur út úr tryggingafélagi sínu í framhaldinu. Fréttablaðið greinir frá þessu.
12.11.2021 - 05:51
Annar bruni í Ósló talinn vera íkveikja
Enn grunar Óslóarlögregluna að eldur í húsi í gamla bænum í borginni hafi kviknað af mannavöldum. Það væri þá í annað sinn á jafnmörgum dögum sem það gerist.
08.11.2021 - 04:30
Noregur
Rannsaka bruna í veitingahúsi sem íkveikju
Lögreglan í Ósló höfuðborg Noregs rannsakar bruna í veitingahúsi í gamla miðbænum í nótt sem íkveikju. Engan sakaði en lögregla leitar nú mögulegs brennuvargs dyrum og dyngjum í nágrenninu.
07.11.2021 - 04:05
Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.
Erfiðar aðstæður tefja slökkvistarf á Spáni
Óstöðugir vindar, torfært landslag og mikill hiti tefja baráttu slökkviliðs við skógarelda sem nú geisa á sunnanverðum Spáni. Grunur leikur á að eldarnir hafi verið kveiktir af ásetningi enda komu þeir upp á nokkrum stöðum samtímis.
10.09.2021 - 12:45
Erlent · Hamfarir · Náttúra · Umhverfismál · Veður · Spánn · Evrópa · Skógareldur · Malaga · íkveikja · Bruni · Bretar · ferðamenn · Þurrkur
Að minnsta kosti sjö látin í skógareldum í Alsír
Gríðarlegir skógareldar hafa orðið að minnsta kosti sjö að bana í Alsír. Miklir hitar hafa verið í landinu og gróður því skraufaþurr. Forseti landsins hefur kallað eftir hertum refsingum fyrir íkveikjur.
10.08.2021 - 13:45
Brennuvargur grunaður um að hafa myrt kaþólskan prest
Maður ættaður frá Rúanda sem hefur játað að hafa borið eld að dómkirkjunni í Nantes síðastliðið sumar er jafnframt grunaður um hafa orðið kaþólskum presti í Vendée sýslu að bana í dag.
09.08.2021 - 14:16