Færslur: Icelandair

Ríkisábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð við Icelandair afmarkist eingöngu við flugrekstur félagsins, áætlunarflug til og frá landinu. Þá þurfi að meta aðstoðina á keppinauta flugfélagsins og taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim.
01.09.2020 - 10:29
Play vill frekari skilyrði fyrir ríkisábyrgð Icelandair
Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins Play, segir að áhættan fyrir ríkissjóð sem felist í ríkisábyrgð á lánum til Icelandair sé veruleg. Ekki séu lögð fram nein raunveruleg veð til tryggingar af hálfu félagsins og því miklar líkur á að skuldir félagsins endi á ríkissjóði komi til ádráttar á lánalínurnar.
31.08.2020 - 12:49
Ófagleg vinnubrögð og skortur á upplýsingum
Fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd segir vinnubrögðin í tengslum við fjármálastefnu og ríkisábyrgðir eins og í kennslustund þar sem enginn hefur lesið heima. Upplýsingaflæði sé verulega ábótavant og allt unnið á síðustu stundu. Mörgum spurningum um ríkisábyrgð til Icelandair sé enn ósvarað.
31.08.2020 - 12:33
Vill að Alþingi krefjist uppskiptingar Icelandair Group
Ferðaskrifstofan Atlantik gagnrýnir að ríkisstjórnin vilji veita fyrirtækjasamstæðunni Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánum, en ekki bara flugfélaginu Icelandair. Innan samstæðunnar starfa mörg fyrirtæki í samkeppnisrekstri á Íslandi.
31.08.2020 - 09:18
Keppinautar Icelandair ekki beðnir álits á lánalínu
Keppinautar Icelandair Group eru ekki meðal þeirra sem beðnir eru um álit á lánalínunni sem stjórnvöld ætla að veita fyrirtækinu ríkisábyrgð á, en málið er nú til meðferðar hjá þinginu.
Bjarni: Skýrir almannahagsmunir í húfi
Hart var tekist á um frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tekið var til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Umræðan, sem lauk nú á áttunda tímanum, stóð yfir í rúma fimm klukkustundir.
Fagnaðarlæti þegar kúgunarverknaður var innsiglaður
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, gerði kjaradeilu flugfreyja við Icelandair og lánalínuna sem ríkisstjórnin hefur tilkynnt að veita eigi flugfélaginu að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.
ESA: Stuðningur verði ekki meiri en tjón Icelandair
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur fallist á að ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair samræmist ákvæðum EES- samningsins um ríkisaðstoð. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að á næsta ári eigi Ísland að meta hvert raunverulegt tjón Icelandair varð sökum faraldursins. Ef veittur stuðningur er meiri en tjónið eigi Icelandair að skila mismuninum.
27.08.2020 - 10:35
Hefði verið óábyrgt að skella hurðum á Icelandair
Síðsumarsþing hefst á Alþingi í dag og stendur yfir í um viku. Til stendur að afgreiða mörg stór mál sem tengjast áhrifum kórónuveirufaraldursins, þar á meðal frumvarp fjármálaráðherra til fjáraukalaga um að veita Icelandair 90% ríkisábyrgð af sextán milljarða lánalínu. Hann segir að það hefði verið óábyrgt ef ríkisstjórnin hefði ekki komið fyrirtækinu til hjálpar.
Myndskeið
„Ríkisábyrgð er ekki sjálfsagt mál“
„Mér sýnist af þessum fundi að nálgunin sé skynsamleg og varfærin. En það er aldrei sjálfsagt mál að nýta almannafé í þessa veru,“ sagði Willum Þór Þórsson þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar Alþingis eftir fund nefndarinnar í dag þangað sem forstjóri Icelandair kom og kynnti áætlanir félagsins.
26.08.2020 - 19:58
Liggur á samþykkt ríkisábyrgðar
Forstjóri Icelandair segir brýnt að ríkisábyrgð á lánalínu til fyrirtækisins fái skjóta meðferð á þinginu enda stutt í hlutafjárútboð. Fjármálaráðherra vonast til að ekki komi til þess að fyrirtækið gangi á lánalínuna.
„Ekki sjálfgefið að veita ríkisábyrgð“
Formaður Samfylkingarinnar segir alveg ljóst að Icelandair sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki en það sé ekki léttvægt að veita ríkisábyrgð uppá sextán milljarða. Formaður Viðreisnar segir að það verði alltaf að fara varlega þegar slíkar ábyrgðir eru annars vegar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna ásamt nefndarmönnum úr fjárlaganefnd fá kynningu á ríkisábyrgðinni á fundi í Hörpu sídegis í dag.
Myndskeið
90 prósenta ríkisábyrgð af 16 milljarða lánalínu
Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga sem birt var í gærkvöldi er lagt til að veitt verði 90 prósenta ríkisábyrgð af ríflega 16 milljarða lánalínu til reksturs Icelandair. Nemur heildarábyrgð ríkisins vegna lánalínunnar 15 milljörðum króna.
26.08.2020 - 07:14
Myndskeið
Drífa: Þetta er aðför að grunngildum
Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir að aðför hafi verið gerð að grunngildum á íslenskum vinnumarkaði í kjaradeilu Icelandair við Flugfreyjufélag Íslands. ASÍ undirbýr nú mál fyrir Félagsdómi gegn Samtökum atvinnulífsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir málsóknina ekki koma á óvart og segir lög um vinnudeilur úrelt. 
„Það má ekki beita svona brögðum í vinnudeilum“
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir miðstjórn ASÍ telja að Icelandair hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur þegar öllum flugfreyjum var sagt upp á meðan viðræður um kjarasamning stóðu yfir. Icelandair sagðist í kjölfarið myndu snúa sér til annarra viðsemjenda á íslenskum vinnumarkaði.
25.08.2020 - 09:20
Myndskeið
Tugir vissu ekki af hertum reglum
Tugir ferðamanna sem komu hingað til lands í dag vissu ekki af kröfunni um fimm daga sóttkví sem tók gildi á miðnætti. Átta flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli var aflýst.
19.08.2020 - 19:33
Hræringar í flugvélaflota Icelandair á næstu árum
Icelandair ætlar að byggja leiðakerfi sitt á næstu árum að hluta á Boeing 737 MAX vélum sem félagið vonast að fái að fljúga í árslok. Félagið hyggst bæta 16 nýjum vélum við í flotann eftir fjögur ár en óvíst er hvaða tegund verður þá fyrir valinu.
19.08.2020 - 18:01
Icelandair spáir mögulegum arftaka erfiðri fæðingu
Það mun taka nýtt flugfélag mörg ár að fylla í það skarð sem Icelandair skilur eftir sig og flug til og frá landinu yrði í millitíðinni háð þörfum erlendra flugfélaga.
Framtíð Icelandair gæti ráðist í útboðinu
Samningar sem Icelandair hefur gert við kröfuhafa, birgja og fleiri lækka skuldbindingar félagsins um 61 milljarð króna. Þeir eru þó allir háðir því að takist að safna tilskilinni upphæð í fyrirhuguðu hlutafjárútboði.
30 milljarðar undir í samningum við Boeing
Icelandair gerir ráð fyrir að fjárskuldbindingar félagsins lækki um rúmlega 30 milljarða króna vegna samkomulags við Boeing flugvélaframleiðandann. Nýundirritaðir kjarasamningar spara félaginu þrjá og hálfan milljarð.
Flug Icelandair í sumar var arðbært, segir forstjóri
Staða Icelandair er sterkari en búist var við þegar hluthafafundur félagsins var haldinn 22. maí síðastliðinn og flugáætlun félagsins í sumar var arðbær. Þetta kemur fram í kynningargögnum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair sem birt voru Kauphöll seint í gærkvöldi.
19.08.2020 - 07:34
Hertar sóttvarnareglur taka gildi - brottförum aflýst
Icelandair hefur aflýst fjórum brottförum sem fyrirhugaðar voru í dag, þar af er morgunflug til Kaupmannahafnar en danska utanríkisráðuneytið sendi frá sér tilmæli í gærkvöld, þar sem dönskum ríkisborgurum er ráðið frá öllum ónauðsynlegum ferðum til Íslands vegna hertra sóttvarnareglna sem gengu í gildi á miðnætti.
Fresta hlutafjárútboði fram í september
Icelandair Group hefur frestað hlutafjárútboði félagsins og nú er stefnt að því að útboðið fari fram í september en ekki ágúst.
17.08.2020 - 23:14
Engin hætta var vegna bilunar, segir yfirflugstjóri
Bilun í hreyfli olli því að Boeing 757 flugvél Icelandair, sem var á leið til Hamborgar í morgun var snúið við skömmu eftir að hún fór í loftið. Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, segir að engin hætta hafi verið á ferðum. 
16.08.2020 - 15:27
Neikvæð áhrif en raskar ekki hlutafjárútboði
Forstjóri Icelandair segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar komi til með að hafa neikvæð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. Draga muni bæði úr eftirspurn og ferðavilja. Þetta hafi þó hvorki áhrif á langtímaáætlanir né hlutafjárútboð félagsins.