Færslur: Íbúafjölgun

Hörgársveit í hröðum vexti
Á Norðurlandi hefur íbúum fjölgað mest síðasta árið í sveitarfélaginu Hörgársveit. Sveitarstjóri segir að nágrannasveitarfélagið Akureyri hafi einnig hag af uppbyggingunni.
01.08.2021 - 10:33
Aldrei færri börn fæðst að meðaltali á hverja konu
Í fyrra fæddust 4.228 börn hér landi sem er vel undir meðaltali síðustu sex áratuga. Konur eignast nú sitt fyrsta barn síðar á ævinni og meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt frá því um miðjan níunda áratuginn. Ekki hafa fæðst færri börn á hverja konu síðan mælingar hófust og fæðingar mælast undir því sem miðað er við að þurfi til þess að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þá hefur ungbarnadauði hvergi í Evrópu verið jafn fátíður og hér.
19.12.2019 - 10:30
Viðtal
Fjárframlög ekki í takt við íbúafjölgun
Bæjaryfirvöld sveitarfélaganna fjögurra á Suðurnesja telja að framlög til ríkisstofnana á svæðinu séu ekki í takt við fjölgun íbúa og hafa undanfarin ár þrýst á um breytingar, án árangurs. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að ekki gangi upp að ríkið miði við 1 prósents íbúafjölgun. Síðustu ár hafi fjölgunin í Reykjanesbæ verið um 8 prósent á hverju ári.
Fjölgar hratt í Hveragerði
Íbúum í Hveragerðisbæ fjölgaði um tæp 3 prósent á nýliðnu ári. Það er nokkuð yfir landsmeðaltali. Samkvæmt greinargerð með fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár hefur lóðaúthlutun gengið vel í ár og margar nýjar íbúðir verið teknar í notkun. Í áætlun bæjarins er gert ráð fyrir að sveitarfélagið kaupi byggingarland.