Færslur: Hvíta-Rússland

Yfir 20 þúsund hafa verið stöðvaðir frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að flytja flóttafólk þangað til að skapa glundroða í Evrópu. Yfir 20 þúsund flóttamenn hafa verið stöðvaðir við að reyna að komast þaðan. Utanríkisráðherra Þýskalands segir forseta Hvíta-Rússlands reka ríkisrekinn smyglhring með flóttafólk.  
21.10.2021 - 22:03
Framgöngu Póllands gegn flóttafólki mótmælt
Mótmælendur komu saman í Póllandi í dag og mótmæltu framferði stjórnvalda gagnvart flóttafólki á landamærunum að Hvíta-Rússlandi.
17.10.2021 - 20:56
Fjórir flóttamenn dáið úr kulda við landamæri Póllands
Að minnsta kosti fjórir flóttamenn hafa dáið úr kulda í skóginum á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands á undanförnum vikum. Þar dvelur nokkur fjöldi flóttafólks sem segir að þeim hafi verið vísað ólöglega frá Póllandi af pólskum landamæravörðum. Hitastigið í skóginum fer vel undir frostmark á næturna.
24.09.2021 - 08:19
Neyðarástandi lýst yfir á landamærum Póllands
Andrzej Duda, forseti Póllands, staðfesti í dag tilskipun um neyðarástand á landamærunum við Hvíta-Rússland vegna straums farandfólks og flóttamanna, en þúsundir hafa komið þaðan á undanförnum mánuðum. Flest er fólkið frá Mið-Austurlöndum.
Forseti Úkraínu biður um aukinn stuðning Bandaríkjanna
Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fer fram á stuðning Bandaríkjamanna við að efla her landsins og færa hann í nútímahorf. Forsetinn, sem er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum óttast að hernaðarþrýstingur Rússa aukist mjög á næstunni.
Fara fram á 12 ára fangelsi í máli Kolesnikovu
Kolesnikova og lögmaður hennar Maxim Znak hafa verið í varðhaldi í tæpt ár, frá september síðastliðnum. Þau höfðu bæði starfað fyrir forsetaframbjóðandann Viktor Babaryka sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í sumar.
31.08.2021 - 16:20
Líkja aðgerðum Hvítrússa við árás á Evrópusambandið
Forsætisráðherrar Eystrasaltsríkjanna og Póllands hvöttu í dag til þess að Sameinuðu þjóðirnar beiti sér gegn Hvíta-Rússlandi fyrir það hvernig ríkið stendur að flóttamannamálum.
23.08.2021 - 09:38
Saka Hvítrússa um kúgunartilburði vegna flóttafólks
Forsætisráðherra Póllands sakar hvítrússnesk stjórnvöld um kúgunartilburði vegna hóps flóttafólks sem situr fast á landamærum ríkjanna. Ekkert fjögurra ríkja sem deila landamærum vill taka á móti fólkinu.
Tugir handteknir í Hvíta-Rússlandi
Yfir tuttugu hafa verið handteknir í Hvíta-Rússlandi í aðgerðum yfirvalda til þess að kveða niður mótmæli gegn stjórnvöldum í landinu. Meðal þeirra sem voru handtekin var Andrei Dmitiryeu, sem bauð sig fram í forsetakosningunum gegn Lúkasjenkó í fyrra.
13.08.2021 - 04:49
Hvíta-Rússland:Bandaríkin fækki í starfsliði sendiráðs
Hvítrússnesk stjórnvöld skipa Bandaríkjunum að fækka mjög í starfsliði sendiráðs þeirra í landinu í kjölfar hertra refsiaðgerða gegn Lúkasjenka forseta og stjórn hans. Forsetinn boðaði hefndaraðgerðir á blaðamannafundi fyrr í vikunni.
Eystrasalt
Neyðarástand vegna flóttamanna frá Hvíta-Rússlandi
Stjórnvöld í Lettlandi hafa lýst yfir neyðarástandi við landamæri ríkisins að Hvíta-Rússlandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin.
10.08.2021 - 15:07
Spennuþrungið ár frá forsetakosningum í Hvíta Rússlandi
Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans Svetlana Tíkanovskaja flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.
Maria Kolesnikova kemur fyrir rétt
Réttarhöld hófust í dag í Minsk í Hvíta-Rússlandi yfir stjórnarandstöðuleiðtoganum Mariu Kolesnikovu. Hún hefur setið í varðhaldi síðustu tíu mánuði. 
Aðgerðasinni horfinn sporlaust í Kiev
Hvítrússneski aðgerðasinninn Vitali Shishov er horfinn í Kiev, höfuðborg Úkraínu. Hann er sagður hafa farið út að skokka í gærmorgun en ekki skilað sér til baka. Hans er nú leitað dyrum og dyngjum.
03.08.2021 - 03:16
Tsimanovskaya fær dvalarleyfi í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Kristina Tsimanovskaya hefur fengið dalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum. Flytja átti hana nauðuga til Hvíta-Rússlands eftir að hún gagnrýndi forsvarsmenn ólympíuliðsins sem hún var hluti af. Eiginmaður hennar hefur flúið land.
02.08.2021 - 12:07
Hvítrússar reyndu að senda keppanda heim fyrir andstöðu
Hvítrússneska frjálsíþróttakonan Kristina Tsímanouskaja var flutt nauðug á flugvöllinn í Tókýó í dag með það að markmiði að senda hana aftur til heimalandsins, eftir að hún gagnrýndi liðsstjórn Hvíta-Rússlands á Ólympíuleikunum.
01.08.2021 - 16:40
Þrír blaðamenn handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær
Þrír blaðamenn hjá sjálfstæða fjölmiðlinum Regionalnaya Gazeta í Hvíta-Rússlandi voru handteknir í gær. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofum fjölmiðilsins. Samkvæmt blaðamannasamtökum Hvíta-Rússlands hafa yfirvöld leitað á skrifstofum eða heimilum 64 fjölmiðla og fjölmiðlamanna síðustu tíu daga.
20.07.2021 - 06:11
Háskólanemendur dæmdir í fangelsi í Hvíta-Rússlandi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi sakfelldi í morgun ellefu háskólanemendur og einn kennara, fyrir þátttöku sína í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu í fyrra. Þau spruttu upp í kjölfar forsetakosninga þar í landi þar sem forsetinn Alexander Lúkasjenkó, lýsti yfir stórsigri.
Húsleitir og handtökur í Hvíta-Rússlandi
Öryggissveitir í Hvíta-Rússlandi réðust í dag inn í höfuðstöðvar mannréttindasamtaka og stjórnarandstöðuhópa. Nokkrir voru handteknir, sakaðir um að kynda undir óstöðugleika í landinu.
14.07.2021 - 15:56
Litáar byggja landamæravegg
Stjórnvöld í Litáen áforma að byggja vegg á landamærunum að Hvíta-Rússlandi til að koma í veg fyrir komur flóttamanna. Þau saka ráðamenn í Hvíta-Rússlandi um að senda flóttafólk yfir landamærin í því skyni að hefna sín á Evrópusambandinu vegna refsiaðgerða.
07.07.2021 - 21:50
Stjórnarandstæðingur fær 14 ára dóm
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Viktor Babaryko, fyrrverandi bankastjóri, hlaut í dag fjórtán ára fangelsisdóm. Hann var talinn sigurstranglegur í forsetakosningunum í fyrra, en var handtekinn áður en kosningabaráttan hófst.
06.07.2021 - 16:50
Viðtal
Þetta ár hefur verið hörmulegt fyrir börnin mín
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hefur ekki getað verið í neinum samskiptum við eiginmann sinn þá síðustu fjórtán mánuði sem hann hefur setið í fangelsi. Fimm ára dóttir þeirra spyr á hverju kvöldi hvenær pabbi hennar komi aftur heim. 
04.07.2021 - 20:15
Sjónvarpsfrétt
Segir vald Lukasjenko byggjast á ofbeldi
Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur tapað þeirri ímynd að vera sterkur leiðtogi og með hjálp alþjóðasamfélagsins er hægt að koma á lýðræði, að segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fundaði með ráðamönnum á Íslandi í dag.
Heitir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í  morgun. Hann er vonbetri um lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann. 
Tikhanovskaya fundar með utanríkisráðherra
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra.