Færslur: Hvíta-Rússland

Ákæra Tikanovskaju fyrir hryðjuverk
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi lýstu því yfir í gær að stjórnarandstöðuleiðtoginn Svetlana Tikanovskaja væri ákærð á grundvelli hryðjuverkalaga. Ríkissaksóknari segir hana grunaða um að skipuleggja sprengingar og íkveikjur í höfuðborginni Minsk og víðar í landinu fyrir nokkrum dögum.
30.03.2021 - 03:06
Mótmæli hafin á ný í Hvíta-Rússlandi
Nokkrir tugir mótmælenda voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í dag. Þar eru á ný hafin mótmæli gegn forseta landsins, Alexander Lukasjenko. Mikil mótmæli hófust í ágúst í fyrra þegar hann lýsti yfir sigri í forsetakosningum. Hlé var gert á mótmælunum í vetur eftir að þúsundir voru mótmælenda voru handteknir og sumir þeirra pyntaðir, með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið.
27.03.2021 - 20:11
Hvít-Rússum vísað úr Eurovision
Hvít-Rússar fá ekki að taka þátt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Þeir fengu tækifæri til þess að senda nýtt lag til keppni eftir að texti lagsins sem átti að vera framlag þeirra var á skjön við reglur keppninnar. Textinn þótti of pólitískur, og það þykir texti nýja lagsins líka að sögn fréttastofu BBC.
27.03.2021 - 06:53
Lag Hvít-Rússa of pólitískt fyrir Eurovision
Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynntu ríkisútvarpinu í Hvíta-Rússlandi í dag að skipta yrði um texta við lagið sem þeir senda í keppnina í ár - ella yrðu þeir dæmdir úr leik.
11.03.2021 - 16:44
Ætlar að halda baráttunni áfram
Svetlana Tíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, kveðst staðráðin í að halda áfram baráttu sinni gegn Alexander Lúkasjenkó og stjórn hans. 
08.03.2021 - 09:07
Fjölmiðlakonur dæmdar í fangelsi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi í morgun tvær fjölmiðlakonur í tveggja ára fangelsi sakaðar um að skipuleggja mótmæli til að kvikmynda þau. Báðar neita sök. 
18.02.2021 - 12:01
Gagnrýnir viðbrögð vesturveldanna
Svetlana Tsíkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlands, gagnrýndi í morgun viðbrögð Bandaríkjanna og Evrópusambandsins gagnvart Alexander Lúkasjenkó forseta.
27.01.2021 - 11:00
Lúkasjenkó kveðst tilbúinn að fara frá
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, kveðst vera reiðubúinn að láta af embætti eftir að ný stjórnarskrá hefur verið samþykkt. Ríkisfréttastofan Belta greinir frá þessu í dag. Ekki kemur fram í fréttinni hvenær útlit er fyrir að það geti gerst.
27.11.2020 - 14:13
Mikil reiði vegna dauða mótmælanda
Evrópusambandið hótaði í morgun frekari refsiaðgerðum gegn Hvíta-Rússlandi og fordæmdi dauða mótmælanda í haldi lögreglu. Mikil reiði er í Hvíta-Rússlandi vegna dauða mótmælanda sem lést eftir handtöku í fyrradag.
13.11.2020 - 12:04
Lukasjenko bætt á svarta lista ESB
Alexander Lukasjenko og sonur hans Viktor voru meðal fimmtán einstaklinga sem bættir voru á svartan lista Evrópusambandsins í gær vegna forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi í sumar. Yfirmaður hvítrússnesku leyniþjónustunnar KGB og yfirmaður starfsliðs forsetans voru meðal þeirra sem einnig var bætt á listann.
07.11.2020 - 06:46
Segir verkfall hafið í Hvíta-Rússlandi
Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir að stuðningsmenn hennar hafi lagt niður störf til að knýja á um afsögn Lúkasjenkos forseta. Fjölmenn mótmæli gegn forsetanum voru víða um landið í gær.
26.10.2020 - 13:14
Hóta að skjóta á mótmælendur í Hvíta-Rússlandi
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu í dag að beita skotvopnum gegn stjórnarandstæðingum ef þeir hættu ekki að safnast saman og mótmæla Alexander Lúkasjenkó forseta. Evrópusambandið samþykkti í dag refsiaðgerðir gegn forsetanum.
12.10.2020 - 17:49
Lukasjenka hélt fund í fangelsi
Alexander Lukasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, hélt fund með stjórnarandstæðingum sem sitja á bak við lás og slá í gær. Að sögn ríkisfjölmiðils Hvíta-Rússlands boðaði Lukasjenka til fundarins til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Stjórnarandstæðingunum var öllum stungið inn fyrir forsetakosningarnar í ágúst. 
11.10.2020 - 03:47
Heimskviður
Hóta mótmælendum nauðgunum og sviptingu forræðis barna
Lögregluofbeldi og handtökur hafa færst í aukana í Hvíta-Rússlandi síðustu vikur, samkvæmt Human Rights Watch, Mannréttindavaktinni. Ofbeldið hefur tekið á sig ýmsar myndir, samkvæmt frásögnum þolenda; það er líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Stjórnvöld beita konur sérstökum kúgunaraðferðum og hóta þeim því að ef þær hætti ekki mótmælum og stjórnmálaþátttöku verði börnin þeirra tekin af þeim.
04.10.2020 - 06:53
Beita Lúkasjenkó og menn hans refsiaðgerðum
Stjórnvöld í Bretlandi og Kanada tilkynntu í dag um refsiaðgerðir gegn Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta-Rússlands, syni hans og sex hátt settum embættismönnum í stjórnkerfi landsins. Ástæðan er mannréttindabrot gegn stjórnarandstæðingum.
29.09.2020 - 14:39
Macron ræddi við Tikanovskaju í Vilnius
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, átti í morgun fund með Svetlönu Tikanovskaju, leiðtogastjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, um ástandið í heimalandi hennar.
29.09.2020 - 07:58
Vill að Macron miðli málum í Hvíta-Rússlandi
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi hvetur Emmanuel Macron, forseta Frakklands, til að beita sér fyrir lausn á stjórnmálakreppunni í heimalandi hennar. Í viðtali við AFP fréttastofuna í dag segir hún að forsetinn geti notað áhrif sín til að fá Rússa með í að koma á viðræðum.
28.09.2020 - 10:14
Embættistaka þjóðarinnar í Minsk í gær
Tugþúsundir komu saman enn einn sunnudaginn í Minsk í Hvíta-Rússlandi til þess að kalla eftir afsögn Alexanders Lúkasjenka, forseta landsins. Lúkasjenka var svarinn í embætti í leyni í síðustu viku. Mótmælendur stóðu í gær fyrir „embættistöku þjóðarinnar" að þeirra sögn, og lýstu yfir stuðningi við Svetlönu Tikanovskaju, helsta andstæðing Lúkasjenka í kosningunum í ágúst.
28.09.2020 - 01:07
Tugir kvenna handteknir í Minsk
Um áttatíu konur voru handteknar í mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag. Síðustu laugardaga hafa konur komið saman í höfuðborginni til þess að krefjast afsagnar forsetans Alexander Lúkasjenka, sem talinn er hafa unnið forsetakosningar í ágúst með stórfelldu svindli. 
26.09.2020 - 23:41
Fjöldahandtökur í Hvíta-Rússlandi
Lögreglusveitir Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga frá því að hann sór embættiseið með leynd í gær. Evrópusambandið viðurkennir hann ekki sem réttmætan forseta landsins.
24.09.2020 - 17:54
ESB viðurkennir ekki Lúkasjenkó
Evrópusambandið viðurkennir ekki Aleksander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsti þessu yfir í morgun.
24.09.2020 - 08:02
Lúkasjenkó sór embættiseið í morgun
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sór í morgun embættiseið sem forseti næsta kjörtímabil. Ríkisfréttastofan landsins greindi frá þessu og sagði að hundruð manna hefðu verið við athöfnina, en almenningi var ekki greint frá henni fyrir fram. 
23.09.2020 - 10:12
Refsiaðgerðir ræddar í Brussel
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, ræddi við Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og utanríkisráðherra aðildarríkja, á morgunvarðarfundi í Brussel í morgun um ástandið í heimalandi hennar. Ræddar verða refsiaðgerðir gegn ráðamönnum í Hvíta-Rússlandi í dag.
21.09.2020 - 11:04
Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.
20.09.2020 - 12:21
Fordæmdi ofbeldi gegn mótmælendum
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, ávarpaði í morgun mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og krafðist þess að yfirvöld hættu að beita ofbeldi gegn mótmælendum í landinu.
18.09.2020 - 09:46