Færslur: Hvíta-Rússland

Fjöldahandtökur í Hvíta-Rússlandi
Lögreglusveitir Lúkasjenkós, forseta Hvíta-Rússlands, hafa handtekið hundruð stjórnarandstæðinga frá því að hann sór embættiseið með leynd í gær. Evrópusambandið viðurkennir hann ekki sem réttmætan forseta landsins.
24.09.2020 - 17:54
ESB viðurkennir ekki Lúkasjenkó
Evrópusambandið viðurkennir ekki Aleksander Lúkasjenkó sem forseta Hvíta-Rússlands. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, lýsti þessu yfir í morgun.
24.09.2020 - 08:02
Lúkasjenkó sór embættiseið í morgun
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sór í morgun embættiseið sem forseti næsta kjörtímabil. Ríkisfréttastofan landsins greindi frá þessu og sagði að hundruð manna hefðu verið við athöfnina, en almenningi var ekki greint frá henni fyrir fram. 
23.09.2020 - 10:12
Refsiaðgerðir ræddar í Brussel
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, ræddi við Josep Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins og utanríkisráðherra aðildarríkja, á morgunvarðarfundi í Brussel í morgun um ástandið í heimalandi hennar. Ræddar verða refsiaðgerðir gegn ráðamönnum í Hvíta-Rússlandi í dag.
21.09.2020 - 11:04
Mótmælandi á áttræðisaldri handtekinn í Hvíta-Rússlandi
Kona á áttræðisaldri var handtekin í mótmælum í Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær. Fjöldi kvenna kom saman í borginni og voru tvö hundruð handteknar. Búist er við að tugir þúsunda taki þátt í mótmælum víða um landið í dag.
20.09.2020 - 12:21
Fordæmdi ofbeldi gegn mótmælendum
Svetlana Tikanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, ávarpaði í morgun mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna og krafðist þess að yfirvöld hættu að beita ofbeldi gegn mótmælendum í landinu.
18.09.2020 - 09:46
Tikanovskaja til fundar við utanríkisráðherra ESB-ríkja
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja, ásamt Josep Borrell, utanríkismálastjóra ESB, ræða við hvítrússneska stjórnarandstöðuleiðtogann Svetlönu Tikanovskaju í Brussel á mánudag. AFP fréttastofan hefur þetta eftir talmsanni Borrell. Fundur þeirra er haldinn áður en utanríkisráðherrarnir ræða viðskiptarefsingar gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi.
17.09.2020 - 15:53
Myndskeið
Gagnrýnir Pútín harðlega fyrir fundinn með Lukasjenko
Alexander Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands átti fjögurra tíma langan fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í borginni Sochi í Rússlandi í dag. Svetlana Tikanovskya, fyrrum forsetaframbjóðandi og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, gagnrýndi Rússlandsforseta harðlega fyrir að funda með Lukasjenko, sem ekki sé álitinn réttkjörinn forseti.
14.09.2020 - 19:43
Konum hent inn í lögreglubíla í Minsk
Óeirðarlögregla í Hvíta-Rússlandi handsamaði tugi kvenna og henti þeim inn í sendibíla í gær. Konurnar voru meðal þúsunda mótmælenda sem áfram kalla eftir afsögn forsetans Aleksander Lukasjenka og nýjum forsetakosningum hið fyrsta. 
13.09.2020 - 00:50
Kveðst hafa óttast um líf sitt
Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Maria Kolesnikova kveðst hafa óttast um líf sitt þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi fyrir í vikunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður hennar greindi fjölmiðlum frá í morgun. 
10.09.2020 - 10:25
Segir mótmæli ekki beinast gegn Rússum
Svetlana Tikanovskaja, sem atti kappi við Aleksander Lúkasjenkó forseta í kosningunum í síðasta mánuði, sendi frá sér myndband í morgun þar sem hún ávarpaði almenning í Rússland.
09.09.2020 - 12:24
Enn einn stjórnarandstöðuleiðtogi handtekinn
Enn einn leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi var handtekinn í morgun. Óeinkennisklæddir menn með grímur fyrir andliti handtóku lögmanninn Maxim Znak á skrifstofu sinni og færðu burt.
09.09.2020 - 08:14
Pompeo boðar aðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmir hugmyndir ráðamanna í Hvíta-Rússlandi um að úthýsa stjórnarandstöðuleiðtogum. Hann segir Bandaríkjastjórn íhuga frekari aðgerðir gegn Hvít-Rússum láti þeir verða af því. Hann segist jafnframt hafa þungar áhyggjur af aðferðunum sem var beitt við að handsama Mariu Kolesnikovu.
09.09.2020 - 02:31
Lúkasjenkó: „Kannski setið of lengi“
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir í viðtali við nokkra rússneska ríkisfjölmiðla í dag að ef til vill hafi hann verið of lengi við völd. Hins vegar sé hann sá eini sem geti um þessar mundir veitt ríkinu þá vernd sem það þurfi.
08.09.2020 - 13:32
Frásagnir um Kolesnikovu ósamhljóða
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi staðfestu í morgun að baráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn María Kolesnikova væri í haldi. Hún hefði verið handtekin við landamærastöð að Úkraínu í nótt á leið úr landi. 
08.09.2020 - 11:52
Sögð hafa verið handtekin við landamærin
Hvítrússneska baráttukonan og stjórnarandstöðuleiðtoginn María Kolesnikova var handtekin ásamt tveimur samstarfsmönnum við landamærin að Úkraínu í nótt. Þetta kom fram á textavarpi ríkissjónvarpsins í Hvíta-Rússlandi í morgun og fullyrt að þau hefðu reynt að fara ólöglega yfir landamærin. 
08.09.2020 - 08:44
Svartklæddir menn tóku Kolesnikovu höndum í Minsk
Svartklæddir menn stöðvuðu hvítrússnesku baráttukonuna og stjórnarandstöðuleiðtogann Maríu Kolesnikovu í miðborg Minsk í nótt, þröngvuðu henni inn í bifreið og óku með hana á brott.
07.09.2020 - 11:34
Myndskeið
Mótmælendur handteknir - baráttufólk flýr land
Tugir þúsunda taka þátt í mótmælum í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands í dag, þegar fjórar vikur eru liðnar frá mjög umdeildum forsetakosningum. Fólk hefur mótmælt linnulaust síðan niðurstöður kosninganna voru kynntar og eru mótmælin alltaf fjölmennust á sunnudögum. Lögregla tekur hart á mótmælendum, í gær voru níutíu handteknir og nokkrir tugir hafa þegar verið færðir á bak við lás og slá í dag.
06.09.2020 - 14:22
Myndband
Þúsundir kvenna mótmæltu í Minsk í dag
Breytingar munu eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi fyrr en fólk grunar, segir Svetlana Tikanovskaya sem bauð sig fram gegn Lukashenko forseta í kosningum 9. ágúst. Áfram er mótmælt í landinu og komu þúsundir kvenna saman í miðborg Minsk í dag og kröfðust þess að Alexander Lukasjenko fari frá völdum.
05.09.2020 - 20:00
„Við getum ekki staðið aðgerðalaus hjá“
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, flutti sameiginlegt ávarp Norðurlandanna á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands sem haldinn var í dag.
Í beinni
Sameiginlegt ávarp Norðurlanda um Hvíta-Rússland
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, flytur í dag sameiginlegt ávarp Norðurlanda á óformlegum fjarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um málefni Hvíta-Rússlands. Fundurinn er haldinn að frumkvæði Eista sem eiga sæti í ráðinu. Hann hefst klukkan 14:00.
04.09.2020 - 13:51
Áhrifamikið að hitta Tikhanovskaju
Norðurlandaráð og Svetlana Tikhanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hittust á fjarfundi í fyrradag. Norðurlandaráð lýsti formlega yfir stuðningi sínum við stjórnarandstöðuna í landinu.
myndskeið
Starfsfólk kjörstaða greinir frá kosningasvindli
Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi sem þurfti að flýja land eftir kosningar í Hvíta-Rússlandi, segist ekki ætla að snúa aftur fyrr en það sé öruggt. Fjöldi fólks sem starfaði við forsetakosningarnar þar í landi 9. ágúst hefur stigið fram og lýst því hvernig úrslitunum var hagrætt. 
01.09.2020 - 23:10
Stúdentar handteknir í Hvíta-Rússlandi
Háskólastúdentar efndu í dag til mótmæla í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, og kröfðust afsagnar Alexanders Lúkasjenkós. Hann var endurkjörinn forseti í síðasta mánuði í umdeildum kosningum. Háskólaárið hófst í dag í Hvíta-Rússlandi og þúsundir stúdenta í nokkrum háskólum efndu til mótmæla á götum úti. 
Halda ótrauð áfram þrátt fyrir veikindi Navalnys
Samstarfsfólk rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalnys ætlar ekki að leggja árar í bát þó að leiðtogi þeirra liggi þungt haldinn á spítala. Héraðskosningar verða í Rússlandi 13. september og þar ætla þau að hvetja fólk til að kjósa eftir ákveðnu kerfi líkt og fyrir kosningar til borgarþings Moskvu í fyrra.
31.08.2020 - 16:31