Færslur: Hvíta-Rússland

Heimskviður
„Við erum miklu sterkari en Pútín og Lukasjenko“
Yfir þrettán hundruð pólitískir fangar eru í haldi í Hvíta-Rússlandi. Fjöldi í viðbót, eða hátt í fjörutíu þúsund, hefur síðustu ár setið inni í lengri eða skemmri tíma fyrir skoðanir sínar. Einn þeirra er Anatoly Liabedzka, sem hefur verið í stjórnmálum síðan á Sovéttímanum. Hann líkir fangelsum í Hvíta-Rússlandi samtímans við fangelsi Stalíns. Liabedzka kom hingað til lands á dögunum og þá náðu Heimskviður tali af honum. Hann er nú í útlegð í Litáen, ásamt stjórnarandstöðu landsins.
01.10.2022 - 13:24
Mannréttindum hnignar stöðugt í Belarús
Sameinuðu þjóðirnar segja stöðu mannréttinda í Belarús fara sífellt hnignandi en tæp þrettán hundruð sitja í fangelsi vegna pólítískra skoðana sinna. Frjáls félagasamtök hafa verið leyst upp eða hætt störfum af ótta við ofsóknir.
Sprengingar heyrðust frá herflugvelli í Hvíta-Rússlandi
Sprengjuhvellir heyrðust frá flugvellinum Zyabrovka í suðaustanverðu Hvíta-Rússlandi í nótt, þar sem rússneski herinn geymir herflugvélar, samkvæmt frétt pólska ríkisútvarpsins. Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands þvertekur fyrir að sprengingar hafi orðið á flugvellinum.
Fordæma ný lög um dauðarefsingar í Hvíta-Rússlandi
Bandaríkjastjórn fordæmir nýja dauðarefsingalöggjöf í Hvíta-Rússlandi. Forseti landsins hefur undirritað lög sem heimila að dauðarefsingu sé beitt gegn hryðjuverkamönnum.
18.05.2022 - 17:38
Herfylkingin mikla nálgast Kænugarð óðfluga
Fremsti hluti gríðarlangrar fylkingar rússneskra herfarartækja er nú kominn að Antonov flugvelli nærri Kænugarði en aftasti hlutinn er í bænum Prybirsk í 65 kílómetra fjarlægð. Íbúar höfuðborgarinnar búa sig undir að árásir rússneskra herja þyngist mjög.
01.03.2022 - 06:13
Fjölmenn mótmæli víðsvegar um veröldina
Hundruð þúsunda þyrptust út á götur borga heimsins í dag til að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Fólk vafði sig úkraínska fánanum og bar spjöld með áletrunum á borð við „Rússar farið heim“ og „Enga þriðju heimsstyrjöld“.
Sjónvarpsfrétt
Hundrað manns fallnir í Úkraínu
Hundrað manns, hið minnsta, hafa fallið í Úkraínu síðan Rússar hófu innrás þangað í morgun. Í morgun tilkynnti aðstoðarmaður Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að 40 úrkraínskir hermenn hefðu fallið og tíu almennir borgarar. Þá hafa úkraínsk stjórnvöld tilkynnt að 50 rússneskir hermenn séu fallnir. Nú eftir hádegi var tilkynnt að úkraínsk herflugvél hafi hrapað suður af Kænugarði. Fjórtán manns voru um borð. Óljóst er hve margir slösuðust og hvort einhver fórst.
Sjónvarpsfrétt
Ógn við öryggi líklega meiri en í kalda stríðinu
Aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu ráðlögðu íbúum þar í dag að leggja á flótta til Rússlands. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir hættu á ófriði nú líklega meiri en á dögum kalda stríðsins. 
18.02.2022 - 20:11
Heræfingar hefjast brátt í Hvíta-Rússlandi
Rússneskir hermenn hefja brátt æfingar í Hvíta-Rússlandi, nálægt landamærum Úkraínu, Póllands og Litáens. Þeim er ætlað að verjast herliði þessara landa, að sögn forseta Hvíta-Rússlands. Rússar neita frekari viðræðum fyrr en Bandaríkjamenn hafa svarað kröfum um minni herumsvif.
18.01.2022 - 19:37
Telja tölvuþrjótana hvítrússneska
Sergei Demedyuk, varaformaður varnarmála- og þjóðaröryggisnefndar Úkraínu, segir hóp hvítrússneskra tölvuþrjóta á bak við árásina á netkerfi hins opinbera í vikunni. Hópurinn er tengdur leyniþjónustu Hvíta-Rússlands að sögn fréttastofu Reuters. 
15.01.2022 - 19:38
Refsiaðgerðir samþykktar gegn Hvít-Rússum
Sautján hvítrússneskir embættismenn og ellefu fyrirtæki og stofnanir bættust í dag á lista Evrópusambandsins yfir fólk og fyrirtæki sem beitt eru refsiaðgerðum fyrir að hafa stuðlað að ástandinu á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. Þar bíða þúsundir hælisleitenda og förufólks þess að komast yfir ytri landamæri sambandsins.
01.12.2021 - 17:36
Refsiaðgerðir gegn hvítrússnesku flugfélagi
Evrópusambandið ætlar að koma í veg fyrir að hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia fái að taka flugvélar á leigu af fyrirtækjum innan sambandsins. Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, tilkynnti þetta á fundi Evrópuþingsins í Strassborg í Frakklandi í dag.
23.11.2021 - 16:33
Segir 7 þúsund hælisleitendur vera í Hvíta-Rússlandi
Talsmaður forsetaembættisins í Hvíta-Rússlandi segir að um það bil sjö þúsund erlendir hælisleitendur séu í landinu um þessar mundir. Tvö þúsund eru við pólsku landamærin og freista þess að komast yfir til Evrópusambandsríkja.
18.11.2021 - 14:14
Eistar boða til óvæntrar heræfingar
Ríkisstjórn Eistlands hefur óvænt kallað 1.700 hermenn til heræfinga nærri landamærunum við Rússland. Eistneska ríkisútvarpið greinir frá en ekki hafði verið tilkynnt um heræfinguna áður.
17.11.2021 - 14:09
Myndskeið
Hvít-Rússar gagnrýna framferði Pólverja
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi saka Pólverja um að æsa til ófriðar á landamærum ríkjanna með því að beita táragasi og háþrýstidælum á hælisleitendur. Talið er að um fjögur þúsund manns séu þar og bíði færis að komast til Póllands og þaðan til annarra Evrópuríkja.
16.11.2021 - 17:26
Myndskeið
Hvít-Rússar vilja lægja öldurnar
Forseti Hvíta-Rússlands vill koma í veg fyrir að samskiptin við Evrópusambandið versni enn frekar vegna hælisleitenda sem vilja komast yfir til Póllands og þaðan til annarra ESB-ríkja. Átök brutust út í dag milli hælisleitenda og pólskra hermanna og lögreglumanna sem gæta landamæranna.
16.11.2021 - 12:40
Myndskeið
Ræða hertar aðgerðir gegn Hvít-Rússum
Hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi eru aðal umræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsríkja í dag. Þúsundir hælisleitenda hafast við á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands við slæmar aðstæður.
15.11.2021 - 12:10
Herða refsiaðgerðir gegn Hvít-Rússum
Búist er við því að Evrópusambandið kynni á morgun hertar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi til að bregðast við stöðunni á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands þar sem þúsundir flóttamanna frá Mið-Asíu og Afríku freista þess að komast yfir landamærin til Evrópusambandsins. Viðbúið er að flugfélög, ferðaskrifstofur og embættismenn sem Evrópusambandið telur ábyrg fyrir straumi flóttamanna að landamærunum sæti öll refsiaðgerðum.
14.11.2021 - 21:37
Segir Breta þurfa að vera viðbúna stríði við Rússa
Breski herinn verður að vera viðbúinn stríði við Rússa segir hershöfðinginn Nick Carter. Hann hefur þó ekki trú á því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vilji heitt stríð við vesturveldin.
14.11.2021 - 18:41
Sýrlendingur lést við landamærin
Ungur sýrlenskur karlmaður fannst látinn í skóglendi í Póllandi á föstudag, nærri landamærunum að Hvíta-Rússlandi. Lögreglan segir verkamann hafa fundið líkið nærri þorpinu Wolka Terechowska. Engin leið var að komast að dánarorsök á vettvangi að sögn Tomasz Krupa, talsmanns lögreglu í Podlaska.
14.11.2021 - 16:19
Rússar með heræfingu nærri landamærum Póllands
Rússar sendu í dag sveit fallhlífahermanna til Hvíta-Rússlands þar sem þeir taka þátt í heræfingu með heimamönnum nálægt landamærum Póllands.
12.11.2021 - 15:31
Gasdæling frá Rússlandi með óbreyttu sniði
Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir að Rússar ætli að standa við samninga um gasviðskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Forseti Hvíta-Rússlands hótaði í gær að skrúfa fyrir gas frá Rússlandi ef Evrópusambandið herðir refsiaðgerðir gegn landi hans.
12.11.2021 - 12:01
Meinað að fljúga frá Tyrklandi til Hvíta-Rússlands
Ríkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda hefur AFP fréttastofan eftir tilkynningunni.
12.11.2021 - 10:01
Óttast hernaðarátök við landamærin
Eystrasaltslöndin óttast að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands við Pólland og Litháen gæti leitt til hernaðarátaka. Þetta segir í sameiginlegri yfirlýsingu Eistlands, Lettlands og Litháens.
11.11.2021 - 15:56
Vilja refsa Hvítrússum enn frekar
Þjóðverjar styðja hertar efnahagsaðgerðir gegn Hvítrússum sagði Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, í kvöld. Hann vill líka að Evrópusambandið refsi flugfélögum og öðrum ríkjum sem koma að því að flytja flóttamenn frá Afríku og Miðausturlöndum til Hvíta-Rússlands þaðan sem þeim er beint yfir landamærin til Póllands og Evrópusambandsins.
09.11.2021 - 23:22