Færslur: Hvíta-Rússland

Þrír blaðamenn handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær
Þrír blaðamenn hjá sjálfstæða fjölmiðlinum Regionalnaya Gazeta í Hvíta-Rússlandi voru handteknir í gær. Yfirvöld gerðu húsleit á skrifstofum fjölmiðilsins. Samkvæmt blaðamannasamtökum Hvíta-Rússlands hafa yfirvöld leitað á skrifstofum eða heimilum 64 fjölmiðla og fjölmiðlamanna síðustu tíu daga.
20.07.2021 - 06:11
Háskólanemendur dæmdir í fangelsi í Hvíta-Rússlandi
Dómstóll í Hvíta-Rússlandi sakfelldi í morgun ellefu háskólanemendur og einn kennara, fyrir þátttöku sína í fjölmennum mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu í fyrra. Þau spruttu upp í kjölfar forsetakosninga þar í landi þar sem forsetinn Alexander Lúkasjenkó, lýsti yfir stórsigri.
Húsleitir og handtökur í Hvíta-Rússlandi
Öryggissveitir í Hvíta-Rússlandi réðust í dag inn í höfuðstöðvar mannréttindasamtaka og stjórnarandstöðuhópa. Nokkrir voru handteknir, sakaðir um að kynda undir óstöðugleika í landinu.
14.07.2021 - 15:56
Litáar byggja landamæravegg
Stjórnvöld í Litáen áforma að byggja vegg á landamærunum að Hvíta-Rússlandi til að koma í veg fyrir komur flóttamanna. Þau saka ráðamenn í Hvíta-Rússlandi um að senda flóttafólk yfir landamærin í því skyni að hefna sín á Evrópusambandinu vegna refsiaðgerða.
07.07.2021 - 21:50
Stjórnarandstæðingur fær 14 ára dóm
Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn Viktor Babaryko, fyrrverandi bankastjóri, hlaut í dag fjórtán ára fangelsisdóm. Hann var talinn sigurstranglegur í forsetakosningunum í fyrra, en var handtekinn áður en kosningabaráttan hófst.
06.07.2021 - 16:50
Viðtal
Þetta ár hefur verið hörmulegt fyrir börnin mín
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hefur ekki getað verið í neinum samskiptum við eiginmann sinn þá síðustu fjórtán mánuði sem hann hefur setið í fangelsi. Fimm ára dóttir þeirra spyr á hverju kvöldi hvenær pabbi hennar komi aftur heim. 
04.07.2021 - 20:15
Sjónvarpsfrétt
Segir vald Lukasjenko byggjast á ofbeldi
Lukasjenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur tapað þeirri ímynd að vera sterkur leiðtogi og með hjálp alþjóðasamfélagsins er hægt að koma á lýðræði, að segir Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hún fundaði með ráðamönnum á Íslandi í dag.
Heitir áframhaldandi stuðningi íslenskra stjórnvalda
Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í  morgun. Hann er vonbetri um lýðræðisþróun í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann. 
Tikhanovskaya fundar með utanríkisráðherra
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, hitti Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á fundi í morgun. Hún er hér á landi í boði ráðherra.
Myndskeið
Reynir að fá íslensk stjórnvöld á sitt band
Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi hvít-rússnesku stjórnarandstöðunnar, kemur hingað til lands á morgun. Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir hana vilja fá íslensk stjórnvöld, sem hafi reynst Eystrasaltsríkjunum vel, á sitt band.
30.06.2021 - 19:54
Tikhanovskaya væntanleg hingað til lands í næstu viku
Svetlana Tikhanovskaya, einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, er væntanleg hingað til lands fyrsta júlí og dvelur hér í nokkra daga. Tikhanovskaya bauð sig fram gegn Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands í forsetakosningum í fyrra, en flýði land þegar hann var lýstur sigurvegari og fékk þá hæli í Litháen.
26.06.2021 - 12:36
Protasevich fluttur í stofufangelsi
Hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich, sem var handtekinn um borð í flugvél sem var þvinguð til lendingar í maí hefur verið fluttur í stofufangelsi.
25.06.2021 - 15:02
Hvít-Rússar segja refsiaðgerðir engu skila
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi fordæma samræmdar refsiaðgerðir Evrópusambandsins, Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada gegn þeim fyrir að hafa knúið farþegaþotu Ryanair til lendingar til að geta handtekið kunnan stjórnarandstæðing. Þau segja að aðgerðirnar bitni fyrst og fremst á almenningi.
22.06.2021 - 16:13
Refsiðgerðir hertar gegn Hvíta-Rússlandi
Sjö hvítrússneskir embættismenn voru í dag settir á svartan lista Evrópusambandsins og Bretlands fyrir að hafa átt þátt í að farþegaþota Ryanair var í síðasta mánuði þvinguð til að lenda í Minsk. Þeirra á meðal eru varnarmála- og samgönguráðherra landsins. Bandaríkin og Kanada hertu einnig refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi.
IATA gagnrýnir flugbann yfir Hvíta-Rússlandi
Alþjóðasamband flugfélaga gagnrýnir þá ákvörðun Evrópusambandsþjóða að banna evrópskum flugfélögum að fljúga um lofthelgi Hvíta-Rússlands. Það geti stefnt flugöryggi í hættu.
Hvít-Rússar grípa til hefndaraðgerða gegn Bandaríkjunum
Stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi tilkynntu í gær að Bandaríkjastjórn verði að fækka í starfsliði sendiráðs síns í landinu. Eins hefur starfsleyfi þróunaraðstoðar Bandaríkjanna í landinu verið afturkallað, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu hvítrússneska utanríkisráðuneytisins. 
04.06.2021 - 01:37
Slitu stjórnmálasambandi vegna fána
Sambúð Hvít-Rússa við grannlönd sín í vestri er nú við frostmark og stjórnin í Minsk hefur slitið stjórnmálasambandi við Lettland. Fáir stjórnarerindrekar eru í sendiráðum Lítháens og Póllands.  Sambúð Hvíta-Rússland og grannríkja, annarra en Rússlands, hefur versnað til muna eftir að Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, lét handtaka Roman Protasevich, áhrifamikinn stjórnarandstæðing og blaðamann, og unnustu hans.
01.06.2021 - 17:02
Ásakanir ganga áfram á víxl vegna aðgerða Hvítrússa
Evrópusambandið er nú að kanna hvort rússnesk stjórnvöld banni þeim flugvélum vísvitandi að lenda sem hafi forðast hvítrússneska lofthelgi að leið til Rússlands.
28.05.2021 - 09:33
Alþjóðastofnun rannsakar aðgerðir Hvíta-Rússlands
Alþjóðaflugmálastofnunin ákvað í kvöld að hefja rannsókn á þeirri ákvörðun hvítrússneskra yfirvalda að beina flugvél á leið frá Grikklandi til Litáens til lendingar í Minsk á sunnudag. Stofnunin segir mikilvægast að komast á snoðir um staðreyndir málsins og hvort brotið hafi verið gegn alþjóðalögum um flugumferð.
28.05.2021 - 01:57
Myndskeið
Hafnar því að vélin hafi verið þvinguð til lendingar
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að viðbrögð annarra ríkja síðustu daga, í kjölfar þess að farþegaþotu á leið frá Grikklandi til Litáens var gert að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi á sunnudag, hafi gengið of langt.
26.05.2021 - 09:37
ESB boðar hertar þvinganir gegn Hvíta-Rússlandi
Hvítrússneskum flugfélögum verður bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins vegna aðgerða þarlendra yfirvalda í flugvél Ryanair á sunnudag. Hvítrússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um flugrán og hryðjuverk, eftir að flugvél á leið frá Grikklandi til Litáens var snúið til Minsk vegna meintrar sprengjuhótunar.
25.05.2021 - 04:22
Protasevich sagður liggja þungt haldinn á sjúkrahúsi
Fyrrverandi yfirmaður hvítrússneska blaðamannsins Romans Protasevich segir hann liggja þungt haldinn og hjartveikan á sjúkrahúsi. Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu síðdegis. Protasevich var handtekinn í Minsk í gær eftir að farþegaflugvél, þar sem hann var um borð, var skyndilega snúið til Minsk.
24.05.2021 - 18:17
Lettar og Hvítrússar vísa diplómötum hvors annars burt
Lettnesk stjórnvöld tilkynntu síðdegis að þau hefðu vísað öllum hvítrússneskum diplómötum úr landi. Stuttu áður höfðu hvítrússnesk yfirvöld vísað lettneskum diplómötum úr landi, eftir að lettnesk yfirvöld flögguðu fána hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í stað hvítrússneska fánans á alþjóðlegu íshokkímóti. Með því brugðust Lettar við handtöku hvítrússneska blaðamannsins Roman Protasevich í gær. Leiðtogar Evrópusambandsríkja koma saman í kvöld og ræða þvingunaraðgerðir á hendur Hvítrússum.
24.05.2021 - 16:29
Flugfélög forðast hvítrússneska lofthelgi
SAS-flugfélagið ætlar að forðast flug um hvítrússneska lofthelgi eftir að vél sem var á leið frá Grikklandi til Litháens var þvinguð til lendingar í gær og hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich handtekinn í Minsk þegar vélin var lent.
24.05.2021 - 15:44
Óttast dauðarefsingu í Minsk
Farþegar í flugvélinni sem var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi í gær, þar sem hvít-rússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn, segja að það hafi verið óhugnanlegt þegar vélinni var skyndilega snúið við. Þeir hafi óttast að vélin væri að hrapa. Protasevich hafi orðið dauðskelkaður þegar hann áttaði sig á því að aðgerðirnar væru vegna hans.
24.05.2021 - 12:21