Færslur: Hvassviðri

Gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra fram eftir degi
Lægðin sem olli talsverðri úrkomu á norðvestanverðu landinu í gær er nú skammt norðaustur af landinu. Á meðan það lægir smám saman á vesturlandi í dag hvessir á austanverðu landinu og gengur þar í allhvassa eða hvassa vestanátt. Á Norðurlandi vestra er gul veðurviðvörun til klukkan þrjú í dag. Gul viðvörun verður fram eftir morgni á Vestfjörðum.
Þakplötur fuku og bátur losnaði í bálhvössu veðri
Bálhvasst hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og lögreglu hafa borist tilkynningar um að fellihýsi, trampólín, auglýsingaskilti, girðingar, þakplötur og fleira hefðu fokið af stað.
Gul viðvörun fyrir Austurland og miðhálendið
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Austurland að Glettingi, Austfirði og miðhálendið. Búast má við norðvestan tíu til tuttugu metrum á sekúndu og snörpum vindkviðum við fjöll sem geta slegið í allt að 25 metra á sekúndu.
Varað við hvassviðri vestra, nyrðra og á miðhálendinu
Gul veðurviðvörun tók gildi klukkan tvö í nótt fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Einnig verður hvasst á miðhálendinu. Búast má við hvassviðri með allt að átján metrum á sekúndu.
Gul viðvörun í gildi til morguns
Gul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og á Suðausturland. Veðrinu fylgir talsverð eða mikil rigning á Norðurlandi eystra og Austurlandi og því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.
03.07.2022 - 22:34
Gul veðurviðvörun um landið austanvert
Gul viðvörun vegna hvassviðris tekur gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Suðausturlandi klukkan tvö í nótt. Víða verður talsverð úrkoma.
02.07.2022 - 23:16
Gul viðvörun vestanvert á landinu frá klukkan tíu
Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland gilda frá klukkan tíu í fyrramálið og til sex síðdegis. Búist er við vestan hvassviðri og dimmum éljum þannig að skyggni verður lélegt og akstursskilyrði versna.
Hæglætisveður í dag en lægðafjöld á leiðinni
Dagurinn einkennist af hægri vestlægri átt með úrkomulitlu og köldu veðri. Í kvöld dregur þó til tíðinda þegar tekur að hvessa af suðaustri með rigningu- á sunnan og vestanverðu landinu. Þá hlýnar.
24.01.2022 - 06:48
Illviðri geisar um austurhluta Bandaríkjanna
Afar slæmt vetrarveður geisar nú um austanverð Bandaríkin með snjókomu og mikilli ísingu. Ríflega 235 þúsund manns eru nú án rafmagns og óttast að enn eigi eftir að fjölga í þeim hópi.
17.01.2022 - 03:19
Suðvestan hvassviðri eða stormur og él
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði og Strandir, norðurland vestra og Suðurland.
12.01.2022 - 01:28
Veðrið hefur náð hámarki en lítið um útköll
Suðaustan-hvassviðrið sem gengur yfir landið hefur að líkindum náð hámarki og helst í þessum ham framundir þrjú í nótt á suðvesturhorninu, en þá fer að lægja þar, segir Marcel de Vries, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Annars staðar á landinu ætti veðrið að ganga niður á milli fimm og sex í fyrramálið. Landsmenn hafa búið sig vel undir veðrið því lítið hefur verið um útköll björgunarsveita.
10.01.2022 - 00:20
Myndir
Ófær gata og klósett í sjónum í veðurofsa á Borgarfirði
Ófært varð á Borgarfirði eystra í dag eftir að sjór og grjót flæddu yfir götuna í gegum þorpið. Þá hefur flætt yfir bryggjur í smábátahöfninni og landfestar losnuðu á einum bát.
03.01.2022 - 14:12
Gul veðurviðvörun fyrir allt landið í dag
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun sem gildir um land allt. Djúp haustlægð gengur yfir landið með hvassviðri og stormi ásamt mikilli rigningu en slyddu eða snjókomu á heiðum norðantil á landinu.
Nokkur útköll á Snæfellsnesi vegna veðurs
Suðaustan hvassviðri hefur gengið yfir vesturhluta landsins í dag. Björgunarsveit Landsbjargar hefur nú þegar sinnt nokkrum útköllum í tengslum við veðrið í kvöld á Snæfellsnesi.
04.09.2021 - 22:53
Stefnir í hlýjasta dag ársins á miðvikudag
Þrátt fyrir að langt sé liðið á sumarið, gæti hlýjasti dagur sumarsins verið framundan. Mælar gætu farið upp í 28 gráður á norðaustanverðu landinu á miðvikudag. Þetta sagði Teitur Arason, veðurfræðingur, í hádegisfréttum í dag. Von er á suðlægum áttum og hlýindum um landið norðaustanvert næstu daga en talsvert kaldara og sér í lagi hvassara syðra.
23.08.2021 - 14:10
Gul viðvörun á Ströndum og um allt Norðurland
Veðurstofan spáir sunnan og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu víða en hvassara, 13-23 við fjöll sunnan Vatnajökuls og norðan til á landinu. Gul viðvörun er í gildi fram á kvöld fyrir Strandir og Norðurland.
30.06.2021 - 07:13
Varað við hvassviðri á vestanverðu landinu
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri á vestanverðu landinu. Samkvæmt spá Veðurstofunnar gengur í sunnan 10 til 15 metra á sekúndu með rigningu, en hvassara verður í vindstrengjum á Vesturlandi. 
21.06.2021 - 01:17
Votviðri dregur úr hættu á gróðureldum
Útlit er fyrir að lægðir gangi yfir landið næstu daga og talsverðri rigningu er spáð á sunnanverðu landinu um helgina sem dregur úr hættu á gróðureldum. Búast má við hvössum vindi sem er varasamur fyrir farartæki sem taka á sig vind.
Víða suðvestan hvassviðri eða stormur
Veðurstofa Íslands varar við að víða verður suðvestan hvassviðri eða stormur eftir hádegi og sums staðar rok þegar alldjúp lægð fer norðaustur fyrir vestan land í dag.
05.11.2020 - 07:38
Gular viðvaranir í gildi fram á annað kvöld
Suðvestan hvassviðri eða stormur verður víða á landinu fram á nótt, og aftur eftir hádegi á morgun. Gular viðvaranir eru í gildi á öllu landinu, nema á Suðurlandi, og víða má búast við að vindhviður geti náð 35-40 m/s. Landhelgisgæslan varar við mikilli ölduhæð og Landsbjörg biðlar til landsmanna að huga að veðrinu áður en þeir halda í ferðalög.
04.11.2020 - 20:05
Hvassviðri fyrir austan – „Ég get varla opnað dyrnar“
Vindhviður í Álftafirði í Djúpavogshreppi ná allt að 40 metrum á sekúndu. Halldór Hannesson verkfræðingur er staddur á Hærukollsnesi og hafði samband við fréttastofu til að vara fólk við því að ferðast þar um fjallvegi á stórum bílum eða með aftanívagna. Á Austfjörðum er nú í gildi gul veðurviðvörun.
04.09.2020 - 10:09
Norðan hvassviðri og snjókoma til fjalla
Síðdegis í dag og í kvöld taka gildi gular veðurviðvaranir á Miðhálendinu, Suðausturlandi og á Austfjörðum vegna mikils hvassviðris. Í kvöld tekur svo gildi appelsínugul viðvörun á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi. Í fyrramálið bætist við gul viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra. Svo lægir smám saman á morgun.
03.09.2020 - 06:44
Hvöss suðaustanátt á sunnanverðu landinu í kvöld
Dýpkandi lægð frá Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu næstu daga og gul veðurviðvörun er í gildi á miðhálendinu.
15.07.2020 - 06:30