Færslur: Hvalreki

Höfrunga af suðrænni tegund rak á land í Hrútafirði
Tvo höfrunga af tegund sem ekki hefur sést áður við Íslandsstrendur rak á land í botni Hrútafjarðar í síðustu viku. Líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun sótti hræin í gær. Hann segir ekki ósennilegt að hlýr sjór dragi hvalina norðar.
27.07.2022 - 20:02
Viðtal
Hvalreki í Húnaþingi — „Það gýs úr honum veruleg fýla“
Tófur og hrafnar við Heggstaðanes í Húnaþingi vestra gleðjist um þessar mundir en ábúendur á Bessastöðum eru ekki eins hrifnir af nýjum nágranna. Illa lyktandi búrhvalshræ liggur nú í fjörunni og rotnar.
23.03.2022 - 13:16
Myndskeið
Þór stefnir á stórtæka hvalhræjaförgun
Varðskipið Þór ætlar að sigla norður á Strandir, sækja fimmtíu grindhvalahræ, sigla með þau út á sjó og kasta þeim þar fyrir borð. Aðgerðin er sú stærsta í sögu gæslunnar þegar kemur að förgun hvalhræja.
07.10.2021 - 19:13
Hvalshræinu leyft að rotna þar sem það liggur
Hvalshræi sem rekið hefur á land í Hestfirði í Ísafjarðardjúpi verður leyft að rotna á náttúrulegan hátt þar sem það nú liggur, þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn fréttastofu.
29.06.2021 - 10:30
Stærðar hnúfubak rak á land í Reynisfjöru
Stærðarinnar hnúfubak hefur rekið á land í Reynisfjöru. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að hnúfubakurinn sé nokkuð heillegur en hann var dauður þegar hann fannst á mánudagsmorgun. Ekki sé algengt að hvali reki á land í Reynisfjöru en þó sé suðurströndin þekkt svæði. 
11.03.2020 - 22:16
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd
Hnúfubakur strandaði á Gálmaströnd við Stekkjanes á Ströndum í gær, sunnan við Hólmavík. Tilkynning barst lögreglu um þrú og hvalurinn drapst í fjörunni tveimur tímum síðar.
28.11.2019 - 12:49
Grindhvalur strandaði í Hvalfirði í gær
Grindhvalur strandaði nálægt Hvammsvík í Hvalfirði í gær. Talið var að hvalurinn væri veikur og átti því að aflífa dýrið færi það ekki aftur út á sjó, sagði Þóra J. Jón­as­dótt­ir, dýra­lækn­ir dýravelferðar hjá Matvælastofnun. Hvalurinn komst aftur á flot og ekki hefur sést til hans síðan.
13.09.2019 - 16:13
Ekki á að binda um sporð á lifandi hval
Þegar verið er að koma hval sem rekið hefur á land til aðstoðar, á ekki undir neinum kringumstæðum að binda um sporð hans, til að reyna að draga hann. Það er vísasta leiðin til þess að skaða hvalinn eða drekkja dýrinu, segir í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þá eigi að láta sérfræðinga á vettvangi meta hvort reyna eigi björgun og hvað skuli gera.
26.08.2019 - 21:15
Grindhvalurinn var aflífaður
Búið er að aflífa grindhvalinn sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í dag. Það var mat dýralæknis Matvælastofnunar að nauðsynlegt væri að binda enda á þjáningar dýrsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Hvalurinn var við slæma heilsu. Séraðgerða- og sprengjueyðingarsvið Landhelgisgæslunnar var kallað til með viðeigandi búnað og aflífaði dýrið á sjötta tímanum. Hræinu verður sökkt.
26.08.2019 - 17:59
Hvalurinn kominn rúma 100 metra frá landi
Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í dag við að bjarga grindhval sem rak að norðurströnd Seltjarnarness í morgun. Að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, hefur tekist að koma honum í um 100 til 150 metra fjarlægð frá landi. Í morgun var hann mun nær. Björgunarsveit á bát reynir að vísa honum leiðina á meira dýpi en hann virðist leita til baka að landi.
26.08.2019 - 16:14
Myndband
Bjarga grindhval við Seltjarnarnes
Grindhval rak að landi í Káravík við Seltjarnarnes í morgun, neðan við bensínstöð Orkunnar. Björgunarsveitarfólk á vegum Landsbjargar og lögregla er á staðnum. Reyna á að koma hvalnum á lífi aftur út á meira dýpi.
26.08.2019 - 11:13
Telja ummæli líffræðings mistúlkuð
Fulltrúar Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja og Hafrannsóknarstofnunar funduðu í dag um ummæli líffræðings stofnunarinnar í frétt um helgina eftir að um 50 grindhvalir syntu á land við Útskála í Garði. Hafrannsóknastofnun telur ummæli líffræðingsins hafa verið mistúlkuð og að ekki sé ástæða til að draga þau til baka.
07.08.2019 - 15:53
Segir hvalaskoðunarskip ekki hafa ruglað hvali
Forsvarsmaður Samtaka hvalaskoðunarfyrirtækja furðar sig á orðum líffræðings Hafrannsóknarstofnunar um að hvalaskoðunarskip gætu hafa ruglað hvalavöður þannig að þær leituðu á land. Samtökin ætla að freista þess að fá fund hjá stofnuninni í dag vegna málsins.
06.08.2019 - 08:13
Rannsaka grindhvalahræin á morgun
„Við byrjum á lengdarmælingum og kyngreiningum á öllum dýrunum, þetta eru 52 dýr, skilst mér, þannig að það verður töluverð vinna við það,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sérfræðingar frá stofnuninni og Umhverfisstofnun hyggjast á morgun rannsaka grindhvalina 52 sem fundust dauðir í Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi í síðustu viku. Landhelgisgæslan flytur þá á staðinn. Að auki hyggjast sérfræðingarnir vinna viðvik fyrir Íslenska Reðasafnið.
22.07.2019 - 12:21