Færslur: hvalir

Hvalir, rostungar og skjaldbökur gætu sést við strendur
Tvo höfrunga, af tegund sem ekki hefur sést áður við Íslandsstrendur, rak á land í botni Hrútafjarðar í síðustu viku. Sjávarlíffræðingur segir að landsmenn megi búast við að sjá sjávardýr sem fólk hefur ekki verið vant að sjá hér við land.
28.07.2022 - 14:04
Erfitt hefur verið að tryggja dýravelferð við hvaladráp
Umfangsmiklar breytingar verða á hvalveiðum því matvælaráðherra hyggst krefjast þess að dýravelferðarfulltrúi verði um borð í hvalveiðiskipum sem myndar veiðar og dráp á hvölum. Yfirdýralæknir segir að fram til þessa hafi verið erfitt að sannreyna að dýravelferðar sé gætt við dráp á hvölum.
Myndskeið
Þór stefnir á stórtæka hvalhræjaförgun
Varðskipið Þór ætlar að sigla norður á Strandir, sækja fimmtíu grindhvalahræ, sigla með þau út á sjó og kasta þeim þar fyrir borð. Aðgerðin er sú stærsta í sögu gæslunnar þegar kemur að förgun hvalhræja.
07.10.2021 - 19:13
Færeyingar endurskoða umdeildar höfrungaveiðar
Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyinga, hefur tilkynnt að landstjórnin ætli að endurskoða reglugerð um höfrungaveiðar. Færeyingar hafa nýverið sætt mikilli gagnrýni dýra- og náttúruverndarsinna vegna veiða á tannhvölum af höfrungaætt, en síðastliðinn sunnudag var yfir 1400 höfrungum slátrað í Skálafirði við eyjarnar.
16.09.2021 - 17:33
Færeyingar harðlega gagnrýndir vegna höfrungaveiða
Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð tannhvalir af höfrungaætt voru veiddir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.
15.09.2021 - 01:56
Rannsaka stresshormón hvala með aðstoð dróna
Vísindamenn rannsaka þessa dagana hvaða hvaða áhrif hvalaskoðunarbátar hafa á hvali á Skjálfanda við Húsavík. Sýni sem tekin eru úr blæstri þeirra eru talin geta sýnt fram á hvort hvalir verði stressaðir í nálægð bátanna.
06.09.2021 - 13:29
Myndskeið
Grindhvalir syntu á land í Álftafirði
Rétt upp úr kl. 14 í dag barst Náttúrustofu Vesturlands tilkynning frá lögreglunni um hvali í vandræðum við austanverðan Álftafjörð á Snæfellsnesi.
Grindhvalirnir komust á haf út af sjálfsdáðum
Vaða grindhvala, sem síðdegis í gær strandaði á skeri í Þernuvík í Mjóafirði, er nú komin á haf út, að því er virðist af sjálfsdáðum.
31.07.2020 - 09:10
Myndskeið
„Grunaður njósnari“ gæti orðið vinur mjaldrasystra
Þær Litla-grá og Litla-hvít, mjaldrarnir í Vestmannaeyjum, gætu innan tíðar fengið félagsskap í kvínna í Klettsvík. Einmana en þó afar vinalegur mjaldur leitar að félagsskap með framtíðarsamband í huga.
25.07.2020 - 19:19
Hamstrar í bráðri útrýmingarhættu
Evrópskum hömstrum hefur verið bætt á rauðan lista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna yfir dýrategundir í bráðri útrýmingarhættu.
10.07.2020 - 22:44
13,6 metra langan búrhval rak á land í Kálfshamarsvík
Búrhvalur, sem hafði rekið á land, fannst á fimmtudag í Kálfshamarsvík á Skaga á Norðurlandi vestra. Þetta er annar búrhvalurinn sem fannst í þessum landshluta á árinu og segir Bjarni Jónsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðvesturlands, að það sé athyglisvert að tvö stórhveli reki þar á land á stuttum tíma og að það þurfi að rannsaka.
11.05.2020 - 17:59
Áhöfnin á Þór bjargaði hval úr veiðarfærum
Áhöfninni á varðskipinu Þór tókst að bjarga hval sem festist í veiðarfærum fiskibáts suður af Langanesi í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um málið á ellefta tímanum og var Matvælastofnun strax gert viðvart, að því er fram kemur í tilkynningunni.
22.04.2020 - 15:44
MAST biður um gögn frá lögreglu vegna hvaladráps
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá Lögreglunni á Norðurlandi Vestra og Landhelgisgæslunni vegna dráps á hval sem festist í veiðarfærum í Skagafirði. Kveikur greindi frá málinu fyrir rúmri viku. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hafa gögn borist frá Landhelgisgæslunni en ekki frá Lögreglunni.
Vilja rannsókn á aðgerðum lögreglu vegna hnúfubaks
Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa óskað eftir því við umhverfisráðherra að gerð verði óháð rannsókn á því hvernig sú ákvörðun var tekin að skjóta með riffli og haglabyssu á hnúfubak í Skagafirði í nóvember 2018. Fjallað var um málið í Kveik í gær. Dýrið var fast í veiðarfærum, talið var að það væri hrefna sem er mun smærra dýr, og skutu lögreglumenn á það í nokkra klukkutíma en tókst ekki að aflífa það. Hnúfubakar eru friðaðir.
08.04.2020 - 18:53
Lengsta sund háhyrnings í heimi: frá Íslandi til Beirút
Einn íslensku háhyrninganna fjögurra sem sáust við Genúa á Ítalíu í desember er nú kominn til Líbanons, með yfir 8000 kílómetra sund að baki. Þetta er lengsti leiðangur háhyrnings sem vitað er um.
21.02.2020 - 12:29
Myndskeið
Hvalasöngurinn ómar í Eyjafirði
Tveir hnúfubakar hafa haldið sig í og við Pollinn á Akureyri undanfarna mánuði. Verið er að rannsaka hvað skýrir auknar hvalagöngur í Eyjafjörð og hafa vísindamenn orðið þess áskynja að tilhugalífið í firðinum sé í fullum blóma.
22.01.2020 - 09:13
Háhyrningar syntu til Ítalíu frá Íslandi
Fimm háhyrningar sem myndaðir voru við Ísland 2017 hafa fundist við Genúa á Ítalíu með um 5200 kílómetra að baki. Hvalirnir virðast ekki við góða heilsu og kálfur í hópnum drapst.
17.12.2019 - 12:36
Víðsjá
Morsað til hvala, guða og manna
Myndlistarkonan Anna Júlía Friðbjörnsdóttir sýnir nú verk sitt utan á gömlu Loftskeytastöðinni á Melunum í Reykjavík, þar sem Náttúruminjasafn Reykjavíkur er nú með skrifstofuaðstöðu. Þar sendir Anna Júlía skilaboð með ljósaseríu og morskóða til umheimsins, en sýning hennar er einnig í safnaðarheimili Neskirkju þar skammt frá. Sýningin vekur hugsanir um trú, náttúru, búsvæði sjávarspendýra og samspil manns og náttúru.
30.11.2019 - 14:15
Grindhvalur strandaði í Hvalfirði í gær
Grindhvalur strandaði nálægt Hvammsvík í Hvalfirði í gær. Talið var að hvalurinn væri veikur og átti því að aflífa dýrið færi það ekki aftur út á sjó, sagði Þóra J. Jón­as­dótt­ir, dýra­lækn­ir dýravelferðar hjá Matvælastofnun. Hvalurinn komst aftur á flot og ekki hefur sést til hans síðan.
13.09.2019 - 16:13
Vonarneisti kviknaði þegar sá fyrsti varð laus
Níutíu björgunarsveitarmönnum og sjálfboðaliðum tókst að bjarga þrjátíu dýrum úr grindhvalavöðunni sem strandaði í fjörunni neðan við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um tuttugu drápust og liggja hræ þeirra á víð og dreif um fjöruna, kýr, tarfar og nokkrir kálfar. Sum eru særð, virðast hafa barist mikið áður en yfir lauk. Aðgerðir stóðu yfir í alla nótt og sú sem stýrði þeim segir marga hafa verið orðna þreytta þegar loksins fór að flæða að. 
03.08.2019 - 12:30
Hljóð
Tóku upp einn sjaldgæfasta hvalasöng veraldar
Sjávarlíffræðingum hefur tekist í fyrsta skipti að að taka upp söng norður-kyrrahafssléttbaks sem er meðal þeirra sjaldgæfustu í heiminum. Stofninn telur aðeins um 30 dýr en hvölunum var nánast útrýmt af hvalveiðimönnum.
20.06.2019 - 16:00
Telur hvalaprump ekki slæmt fyrir umhverfið
Edda Elísabet Magnúsdóttir, doktor í líffræði, svaraði forvitnilegri spurningu Júlíusar Ívarssonar um hvort hvalir prumpi og hvort slíkt leiddi til mikillar losunar metangass sem veldur hlýnun jarðar. Hún segir áhrif þessa ekki mikil í samanburði við losun metangass af mannavöldum.
09.06.2019 - 08:52
Viðtal
Mannelskur njósnamjaldur á eftirlaunum
Óvenjulegar fréttir bárust frá Norður-Noregi á dögunum um að gæfur mjaldur hefði nálgast norska fiskibáta við Finnmörku. Mjaldurinn er kubbslegur tannhvalur með lítinn haus og eru þeir algengir í dýragörðum enda skynugar verur sem hægt er að þjálfa bæði til sýninga og jafnvel til starfa fyrir mannfólk. Talið er að þessi mjaldur hafi mögulega sloppið úr hernaði, eða að honum hafi verið sleppt að störfum loknum.
30.04.2019 - 14:56
Myndband
Telja að mjaldur hafi sloppið úr herþjálfun
Gæfur mjaldur nálgaðist norska fiskibáta við Finnmörku í Norður-Noregi á dögunum og telja sjávarlíffræðingar að hann hafi verið þjálfaður til hernaðar í Rússlandi. Belti hafði verið fest á mjaldurinn og er talið að því hafi verið ætlað að halda myndavélum eða öðrum hernaðarbúnaði. Talið er að mjaldurinn hafi sloppið úr herþjálfuninni enda var ekkert fast í beltinu á honum.
29.04.2019 - 14:05
Myndskeið
Hræ af hval í sjónum við Sæbraut
Hræ af hval er á reki í sjónum við Sæbraut í Reykjavík. Lögregla fékk tilkynningu um hræið rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfnum er ekki ósennilegt að það sé af annarri andarnefjunni sem rak á land í Engey á dögunum.
26.08.2018 - 13:58