Færslur: Hvalárvirkjun

Úrskurðarnefnd vísar kærum vegna Hvalárvirkjunar frá
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá fimm kærum í tengslum við Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum. Kærurnar stöðvuðu vegaframkvæmdir þar fyrir norðan síðasta sumar.
27.05.2020 - 16:27
Vilja selja hlut sinn í Drangavík á Ströndum
Þrír af sextán landeigendum Drangavíkur á Ströndum hafa ákveðið að selja rúmlega tuttugu prósenta hlut sinn í jörðinni. Ástæðan er fyrst og fremst skiptar skoðanir um landamerki jarðarinnar sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
18.05.2020 - 16:03
Telur ákveðin tækifæri liggja í frestun Hvalárvirkjunar
Umhverfisráðherra vill nota tækifærið, nú þegar undirbúningi Hvalárvirkjunar hefur verið frestað, og kanna möguleika á annars konar landnotkun en til rafmagnsframleiðslu. Hann minnir á það mat Náttúrufræðistofnunar að friða skuli virkjunarsvæðið.
14.05.2020 - 12:32
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Frestun Hvalárvirkjunar mikil vonbrigði, en skiljanleg
Oddviti Árneshrepps segir frestun framkvæmda við Hvalárvirkjun mikil vonbrigði. Vesturverk lokaði skrifstofu sinni á Ísafirði og sagði upp tveimur starfsmönnum þar, sem þýðir að framkvæmdum við virkjunina verður frestað um óákveðinn tíma. Landvernd fagnar frestuninni og formaðurinn segir nú tækifæri til að skoða friðlýsingu á svæðinu enn frekar.
08.05.2020 - 12:10
VesturVerk dregur tímabundið úr starfsemi
VesturVerk hefur ákveðið að draga tímabundið úr starfsemi félagsins vegna markaðsaðstæðna. Skrifstofu fyrirtækisins á Ísafirði hefur verið lokað og tveimur starfsmönnum sem þar voru hefur verið sagt upp.
07.05.2020 - 17:30
Deila virkjunarsinna og andstæðinga fyrir dóm
Eigendur að meirihluta jarðarinnar Drangavíkur hafa höfðað mál gegn eigendum jarðanna Engjaness og Ófeigsfjarðar. Þeir vilja fá úr því skorið fyrir dómi hvar mörkin liggja milli jarðanna. Niðurstaða þess dómsmál getur haft áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Eigendur jarðanna Engjaness og Ófeigsjarðar eru hlynntir virkjun en eigendur Drangavíkur eru henni alfarið mótfallnir.
Úrskurður Óbyggðanefndar hefur ekki áhrif á virkjun
Fyrirtækið Vestuverk telur að úrskurður Óbyggðanefndar um að Drangajökull sé þjóðlenda hafi ekki áhrif á fyrirætlanir um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum. Úrskurðurinn var birtur fyrir helgi og var hans beðið með óþreyju þar sem talið var að gæti haft áhrif á deilur um virkjunina með tilliti til landamerkja jarðanna Engjaness og Drangavíkur og þar sem hvort fyrirhugað land undir uppistöðulón væri í eigu virkjanasinna eða –andstæðinga.
24.02.2020 - 12:30
Drangajökull úrskurðaður þjóðlenda
Óbyggðanefnd kvað í dag upp þann úrskurð að Drangajökull væri þjóðlenda. Úrskurðarins hefur verið beðið með eftirvæntingu, ekki síst vegna hugsanlegra áhrifa hans á deilur um Hvalárvirkjun. Úrskurðurinn hefur ekki beint gildi þar en umfjöllun nefndarinnar um landamerki kann að nýtast deilandi fylkingum í dómsmálum í framtíðinni. Deilt hefur verið um landamerki vegna virkjunarinnar og því hafa deilendur meðal annars beðið röksemdafærslu óbyggðanefnd í úrskurði sínum.
21.02.2020 - 18:33
Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin leggjast gegn virkjun
Alþjóðanefnd um friðlýst svæði innan Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN telur að vernda eigi víðerni við Drangajökul á norðanverðum Vestfjörðum. Ísland á aðild að samtökunum.
04.02.2020 - 11:33
Kæru landeigenda vegna Hvalárvirkjunar vísað frá dómi
Héraðsdómur Vestfjarða vísaði í dag frá dómsmáli sem hluti landeigenda Drangavíkur á Ströndum höfðaði síðasta sumar gegn VesturVerki ehf. og Árneshreppi.
09.01.2020 - 18:20
Útfæra Hvalárvirkjun í skipulagi
Vinna við frekari skipulagsbreytingar í Árneshreppi vegna Hvalárvirkjunar er hafin. Þar er meðal annars gert ráð fyrir línu frá Hvalárvirkjun yfir Ófeigsfjarðarheiði með tengipunkti í Ísafjarðardjúpi.
01.01.2020 - 16:12
Þriggja fasa tenging kemur í Árneshrepp óháð virkjun
Þriggja fasa rafmagnstenging kemur í Árneshrepp burtséð frá því hvort Hvalá í Ófeigsfirði verði virkjuð eða ekki. Virkjunin gæti þó flýtt fyrir og sparað skildinginn.
08.12.2019 - 21:25
Telur fleiri virkjanir en Hvalárvirkjun æskilegar
Fleiri virkjanaframkvæmdir en Hvalárvirkjun væru æskilegar til að mæta raforkuþörf Vestfirðinga, að mati Orkubús Vestfjarða.
04.12.2019 - 19:29
Kveikur
Annað hvort með náttúrunni eða byggð í liði
Í fámennasta sveitarfélagi landsins eru tvær kirkjur. Af hverju? Jú vegna þess að íbúarnir gátu ekki komið sér saman um hvort það ætti að gera upp gömlu kirkjuna eða reisa nýja. Þau gerðu því hvort tveggja. Nú klýfur annað mál sveitina; Hvalárvirkjun. Virkja Hvalá og vernda ósnortin víðerni.
03.12.2019 - 20:16
Kveikur
„Við tölum ekkert um þetta“
Umræðan um Hvalárvirkjun hefur haft slæm áhrif á íbúa Árneshrepps. Þetta er mat verslunarstjórans í hreppnum. Fólk sem hafi verið vinir lengi talist jafnvel ekki við.
03.12.2019 - 07:29
Myndskeið
Benda á meiri áhrif Hvalárvirkjunar á óbyggð víðerni
Stafræn kortlagning erlendra vísindamanna á óbyggðum víðernum Ófeigsfjarðarheiðar bendir til þess að Hvalárvirkjun muni hafa meiri áhrif á víðerni svæðisins en áður var talið.
26.11.2019 - 19:27
Telja að tilmælum UST hafi verið fylgt
Árneshreppur og Vesturverk bera ábyrgð á því að friðuðum steingervingum og náttúruminjum verði ekki raskað við fyrirhugaðar framkvæmdir í hreppnum. Friðaðar trjáholur uppgötvuðust á vegstæði þar sem á að leggja veg vegna Hvalárvirkjunar. Umhverfisstofnun óskaði eftir nákvæmri kortlagningu á svæðinu áður en til framkvæmda kæmi, til að tryggja að steingervingunum verði ekki raskað. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að þegar hafi verið farið að tilmælum Umhverfisstofnunar.
Færa veg ef hann er fyrir steingervingum
Vesturverk, sem reisir Hvalárvirkjun á Ströndum, hnikar til vegslóðum, ef þess þarf, vegna nýfundinna steingervinga. Upplýsingafulltrúi Vesturverk segir þau ekki hafa stórar áhyggjur af steingervingunum.
17.08.2019 - 19:25
Fresta framkvæmdum í landi Seljaness
Vesturverk hefur slegið framkvæmdum í landi Seljaness á Ströndum á frest til þess að komast hjá illindum og til þess að fara ekki með offorsi gegn landeigendum, segir upplýsingafulltrúi Vesturverks. Nú verði farið í veg- og brúarvinnu innst í Ófeigsfirði, norðan Seljaness.
15.08.2019 - 07:26
Mál landeigenda fær flýtimeðferð
Fyrir helgi féllst héraðsdómur á að dómsmál landeigenda í Drangavík á Ströndum fengi flýtimeðferð. Málið verður tekið fyrir síðar í vikunni.
12.08.2019 - 12:56
Góður gangur í vegagerð í Ingólfsfirði
Vegagerð í Ingólfsfirði gengur vel, segir Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks. Framkvæmdir hófust á ný upp úr miðjum síðasta mánuði eftir að hafa legið niðri frá því í lok júní vegna kærumála. Vegagerðarmenn eru nú um það bil kílómetra frá jörðinni Seljanesi.
07.08.2019 - 13:35
Rannsaka steingervinga á framkvæmdasvæði
Meðlimir í náttúruverndarsamtökunum Ófeigi fundu steingervinga og steingerðar viðarleifar í hlíðinni þar sem vegurinn að Hvalárvirkjun á að liggja upp á Ófeigsfjarðarheiði. Stjórnarmaður í samtökunum segir að vitað sé um tvo aðra staði á sömu slóðum þar sem steingervingar gætu fundist. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar segir að jarðfræðingar stofnunarinnar muni kanna svæðið eftir helgi en steingervingar eru friðaðir samkvæmt náttúruverndarlögum.
01.08.2019 - 15:00
Jarðeigendur óánægðir með svör Vegagerðar
Hluti landeigenda Seljaness á Ströndum, þar sem umfangsmikil vegagerð er yfirvofandi vegna virkjunar Hvalár, fær lögfræðiálit í næstu viku og ákveður aðgerðir í samræmi við það. Þeir telja vegaframkvæmdir óheimilar í landi sínu. Vegagerðin er á öðru máli. 
26.07.2019 - 19:15
Fagnar samtali en lausnirnar blasa ekki við
Stjórnarformaður Vesturverks fagnar því að geta rætt við umhverfisráðherra, um leiðir til þess að takmarka rask við gerð Hvalárvirkjunar. Lausnir blasi þó ekki við.
24.07.2019 - 14:37