Færslur: Húsnæðisverð

Segir verðhækkanir hafa áhrif á komandi kjaraviðræður
Útgjöld heimilanna hafa hækkað um allt að tæplega 130.000 krónur miðað við fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir mikla hækkun hafa orðið á nauðsynjavörum og segir vonbrigði að nýtt fjárlagafrumvarp hafi ekki komið til móts við heimilin.
Sér vísbendingar um viðsnúning á fasteignamarkaði
Það er að hægjast á hækkun fasteignarveðs og íbúðum sem seljast hátt yfir ásettu verði fer fækkandi. Það eru merki þess að fasteignamarkaðurinn sé að kólna, að mati hagfræðings Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
25.08.2022 - 21:51
Íbúðaverð hækkar um 24 prósent á einu ári
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í maí leiðir í ljós hækkun um 24% á einu ári. Þetta er mesta hækkun á tólf mánaða tímabili síðan árið 2006, þegar mikil hækkunaralda gekk yfir húsnæðismarkaðinn á uppgangsárunum í aðdraganda efnahagshrunsins 2008.
Hækkun fasteignaverðs mest hér meðal Norðurlandanna
Húsnæðisverð hækkaði mest á Íslandi meðal Norðurlanda í heimsfaraldrinum þótt það risi talsvert um þau öll. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslunni State of the Nordic Region sem kemur út annað hvert ár á vegum Nordregio, rannsóknarstofnunar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Hækkun húsnæðisverð hvergi meiri en á Íslandi
Hvergi í Evrópu hefur húsnæðisverð hækkað jafn mikið og á Íslandi undanfarinn áratug. Leiguverð hefur ekki hækkað jafn ört en er þó með því hæsta sem gerist í álfunni.
Spegillinn
Íslensk og útlend verðbólga
Veirufaraldurinn hægði á hagkerfum um allan heim og nú þegar þau fara aftur á skrið, herjar margs konar vandi, til dæmis vöru- og hráefnisskortur, skortur á vinnuafli og svo verðbólga. En ástæður verðbólgu skipta máli, sem skýrir af hverju Englandsbanki hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum en Seðlabankinn hækkað vexti. Í viðbót glímir Bretland svo við sérbreskan vanda sem er Brexit-kostnaðurinn. 
05.11.2021 - 17:46
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Spá áframhaldandi hækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð hér á landi heldur áfram að hækka næstu mánuði á svipuðum hraða og síðustu mánuði, ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar húsnæðisverð að mestu, hefur hækkað um 7,5 prósent frá því í mars. Í ágúst nam árshækkun íbúðaverðs á landinu öllu ríflega 13 prósentum.
10.09.2021 - 14:29