Færslur: Húsnæðisverð

Spegillinn
Íslensk og útlend verðbólga
Veirufaraldurinn hægði á hagkerfum um allan heim og nú þegar þau fara aftur á skrið, herjar margs konar vandi, til dæmis vöru- og hráefnisskortur, skortur á vinnuafli og svo verðbólga. En ástæður verðbólgu skipta máli, sem skýrir af hverju Englandsbanki hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum en Seðlabankinn hækkað vexti. Í viðbót glímir Bretland svo við sérbreskan vanda sem er Brexit-kostnaðurinn. 
05.11.2021 - 17:46
Ekki færri íbúðir í byggingu í fjögur og hálft ár
Ekki hafa færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan í febrúar 2017. Haldi þessi þróun áfram mun íbúðaverð halda áfram að hækka. Þetta segir hagfræðingur Samtaka iðnaðarins sem segir ástæðuna fyrst og fremst lóðaskort.
Spá áframhaldandi hækkun íbúðaverðs
Íbúðaverð hér á landi heldur áfram að hækka næstu mánuði á svipuðum hraða og síðustu mánuði, ef marka má spá greiningardeildar Íslandsbanka. Reiknuð húsaleiga, sem endurspeglar húsnæðisverð að mestu, hefur hækkað um 7,5 prósent frá því í mars. Í ágúst nam árshækkun íbúðaverðs á landinu öllu ríflega 13 prósentum.
10.09.2021 - 14:29