Færslur: Húsnæðismál

Kjörið að breyta skrifstofum í íbúðir
Guðjón Auðunsson forstjóri Reita segir að óbreyttu verða offramboð á skrifstofuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur. Því gæti hluti lausnarinnar verið að breyta þeim í íbúðir.
21.11.2020 - 06:32
Fjöldi kaupsamninga ekki verið meiri í þrettán ár
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarna mánuði þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn og efnahagskreppu. Í nýrri skýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að í kjölfar afléttingar samkomubanns og lækkunar vaxta Seðlabankans í vor hafi lifnað verulega yfir fasteignamarkaðnum og síðan þá hafi fasteignaviðskipti verið í hæstu hæðum.
11.11.2020 - 09:07
Opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán
Margir sóttu um hlutdeildarlán hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í gær þegar opnað var fyrir umsóknir. Á það bæði við um tekjulága og byggingaverktaka, sem vilja byggja hagkvæmt húsnæði. Fyrsta úthlutun verður væntanlega fyrstu vikuna í desember. Enn er beðið eftir reglugerð. 
Viðtal
Ekki nóg að þétta byggð
Íbúðauppbygging á þéttingarsvæðum dugar ekki til að fullnægja eftirspurn eftir íbúðum heldur þarf einnig að taka ný svæði til byggingar, segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Reykjavíkurborg kynnti fyrir helgi íbúðauppbyggingu sem kallast Græna planið, þar sem meðal annars er lögð áhersla á íbúðabyggð á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog þar sem eiga að rísa 7.500 íbúðir.
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220. 
Myndskeið
Ætlar ekki að rýmka skilyrðin um hlutdeildarlán
Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, telur ekki þörf á að rýmka skilyrðin fyrir nýsamþykkt hlutdeildarlán og segir þau nýtast þeim hópum sem til var ætlast. Sveitarfélög og verktakar verði að bregðast við lánunum með auknu framboði lóða og íbúða.
13.10.2020 - 19:12
Mikið líf á fasteignamarkaði
Mikið líf er á fasteignamarkaði og meðalsölutími er stuttur. Dýrari eignir seljast hraðar en áður og um 30% færri íbúðir eru til sölu nú, en í byrjun sumarsins. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri mánaðaskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir október.
Myndskeið
Hlutdeildarlán - fáar íbúðir virðast í boði
Hámarksverð nýrra íbúða í reglugerðardrögum um hlutdeildarlán er svo lágt að erfitt er að finna fasteignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylla skilyrðin. Tekjulágir geta sótt um hagstæð hlutdeildarlán um mánaðamótin. Þau eru hluti af lífskjarasamningunum. 
Myndskeið
Faxabraut hækkuð um tvo metra fyrir hálfan milljarð
Tæplega hálfan milljarð kostar að hækka Faxabraut á Akranesi um tvo metra. Það er fyrsta skrefið í að því að á fjórða hundrað íbúða rísi þar sem Sementsverksmiðja ríkisins stóð áður.
08.10.2020 - 10:56
Fækkun ferðamanna heldur leiguverði í skefjum
Mjög hefur hægt á hækkun leiguverðs á síðustu mánuðum. Í nýjustu Hagsjá Landsbankans er fjallað um það hvernig fækkun ferðamanna hefur aukið framboð af íbúðum á almennum leigumarkaði og minnkað þrýsting á leiguverð.
28.09.2020 - 12:08
Spegillinn
4 milljarðar árlega til hlutdeildarlána
Á Alþingi hefur verið rætt um frumvarp félagsmálaráðherra um húsnæðismál og hlutdeildarlán, sem eiga að auðvelda þeim sem sem ekki hafa miklar tekjur að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Fólk sem hefur ekki átt íbúð undanfarin fimm ár getur líka mögulega fengið slíkt lán. Hægt verður að fá að láni 20% kaupverðs og lánið ber hvorki vexti né þarf að borga af því á lánstímanum.
Allt að átta vikna bið eftir endurfjármögnun íbúðalána
Mikil eftirspurn er nú eftir nýj­um íbúðalán­um og end­ur­fjármögn­un íbúðalána og geta viðskipta­vin­ir bank­anna því þurft að bíða í allt að átta vik­ur eft­ir að fá lán sín afgreidd.
07.08.2020 - 07:24
Viðtal
Fjölgun í Skagafirði: „Ætlum að gera þetta að okkar“
Hvergi á landinu fjölgar fólki hlutfallslega meira en á Norðurlandi vestra. Frá í desember hafa bæst við tæplega hundrað íbúar. Sumir eiga engar rætur svæðinu aðrir eru að snúa heim eftir áralanga dvöl í höfuðborginni. Fjölskylda sem elti atvinnutækifæri á Sauðárkrók segist komin til að vera. 
19.07.2020 - 19:34
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Algengast að fólk eignist íbúð 27 til 28 ára
Algengast er að fólk sé á aldrinum 27 til 28 ára þegar það eignast sína fyrstu íbúð. Nærri þrír af hverjum fjórum eignuðust sína fyrstu íbúð með öðrum en rétt rúmlega fjórðungur eignaðist sína íbúð einn. Mun algengara er að karlar en konur eignist íbúð einir.
08.07.2020 - 09:21
Ekki þarf greiðslumat til að lækka afborganir
Íbúðaeigendur sem hyggjast endurfjármagna eldri húsnæðislán til að lækka greiðslubyrði sína þurfa ekki að fara í greiðslumat.
Leigusalar þurfa að tryggja brunaöryggi
Taka þarf fastar á félagslegu undirboði á vinnumarkaði og húsnæðismálum erlends verkafólks að mati félagsmálaráðherra. Bruninn í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku hafi verið skelfileg áminning um bágar aðstæður verkafólks. Karlmaður á sjötugsaldri sem handtekinn var vegna málsins fyrir viku síðan var úrskurðaður í áframhaldandi sjö daga gæsluvarðhald í morgun.
Umsækjendurnir þrisvar sinnum fleiri en íbúðirnar
Þrisvar sinnum fleiri vildu en fengu þegar vistfélagið Þorpið úthlutaði fyrstu íbúðum til ungs fólks og fyrstu kaupenda í Gufunesi í dag.
01.07.2020 - 18:38
Spegillinn
Selveiði hækkar fasteignamatið þó hún sé bönnuð
Fasteignamat næsta árs var kynnt fyrir sléttri viku. Það hækkaði um 2,1% frá fyrra ári. Árlega endurmetur Þjóðskrá virði allra fasteigna á Íslandi, alls ríflega 200 þúsund eignir og notar til þess flókin reiknilíkön. Það getur verið strembið að meta virði fasteigna, sérstaklega á minni stöðum. Matið í ár var að hluta til unnið með hjálp gervigreindar.
09.06.2020 - 16:47
Telja að um 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði
Um fjögur þúsund manns búa í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kom í svari Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, á Alþingi í dag, við fyrirspurn Bjarkeyjar Olsen, þingflokksformanns Vinstri grænna.
Vísbendingar um að húsnæðisöryggi leigjenda aukist
Fólk sem býr í leiguhúsnæði eða í foreldrahúsum telur líklegra nú að þeir kaupi sér fasteign á næstu 6 mánuðum heldur en síðastliðin þrjú ár. Færri leigjendur telja líklegt að þeir verði áfram á leigumarkaði eftir 6 mánuði í apríl, samkvæmt mælingu sem gerð var i janúar. Þetta kemur fram í mánaðaskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem birt var í morgun. Töluverð aukning mælist á milli ára meðal leigjenda sem telja sig búa við húsnæðisöryggi.
14.05.2020 - 09:19
Leigusamningum fjölgar og sölutími íbúða lengist
Þinglýstir kaupsamningar voru um 2.000 talsins á landinu öllu fyrstu þrjá mánuði ársins sem er svipaður fjöldi kaupsamninga og á sama tímabili í fyrra. Meðalsölutími íbúðarhúsnæðis hefur almennt lengst á undanförnum mánuðum í samanburði við sama tíma árið áður. Dregið hefur úr birtingu nýrra íbúðaauglýsinga og einnig hefur dregið úr því að auglýsingar séu teknar út úr birtingu, til að mynda vegna sölu. 
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
Myndskeið
Geta í fyrsta sinn greint íbúðaþörf eftir landshlutum
Byggja þarf tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir á ári, næstu tuttugu ár, til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Í fyrsta sinn er búið að greina íbúðaþörf eftir landshlutum.