Færslur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Leigusalar þurfa að tryggja brunaöryggi
Taka þarf fastar á félagslegu undirboði á vinnumarkaði og húsnæðismálum erlends verkafólks að mati félagsmálaráðherra. Bruninn í vesturbæ Reykjavíkur í síðustu viku hafi verið skelfileg áminning um bágar aðstæður verkafólks. Karlmaður á sjötugsaldri sem handtekinn var vegna málsins fyrir viku síðan var úrskurðaður í áframhaldandi sjö daga gæsluvarðhald í morgun.
Svöruðu ekki athugasemdum vegna Bræðraborgarstígs
Fjögur ár eru síðan byggingafulltrúinn í Reykjavík gerði athugasemdir við húsið við Bræðraborgarstíg sem brann á fimmtudag. Þrír fórust í eldsvoðanum. Athugasemdunum var ekki svarað og þeim var ekki fylgt eftir þar sem borist hafði umsókn frá eigendum um breytingar á húsnæði. Þeirri umsókn var hafnað og önnur umsókn hafði ekki verið afgreidd þegar húsið brann.
Fagna flutningi starfa til Sauðárkróks
Frá og með október verður opinberum stöðugildum fjölgað um átta á Sauðárkróki. Starfsmönnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar verður fjölgað ásamt því að fjögur störf verða færð frá Reykjavík.
Viðtal
Óttast að tekjutengingar standi í vegi hlutdeildarlána
Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti Alþýðusambands Íslands, óttast að tekjutengingar vegna hlutdeildarlána sem félagsmálaráðherra kynnti í dag geti staðið í vegi fyrir því að nýja úrræðið virki.
Leigusamningum fjölgar og sölutími íbúða lengist
Þinglýstir kaupsamningar voru um 2.000 talsins á landinu öllu fyrstu þrjá mánuði ársins sem er svipaður fjöldi kaupsamninga og á sama tímabili í fyrra. Meðalsölutími íbúðarhúsnæðis hefur almennt lengst á undanförnum mánuðum í samanburði við sama tíma árið áður. Dregið hefur úr birtingu nýrra íbúðaauglýsinga og einnig hefur dregið úr því að auglýsingar séu teknar út úr birtingu, til að mynda vegna sölu. 
Breytingar sem eiga að stuðla að langtímaleigu
Bæta á húsnæðisöryggi leigjenda með því að koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leiguverði og stuðla að langtímaleigu, samkvæmt frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Frumvarpið er nú í samráðsgátt stjórnvalda. ASÍ fagnar frumvarpinu.
Hægar gengur að selja nýjar íbúðir
Íbúðum fjölgaði um 3.400 á landinu öllu í fyrra. Þetta er mesta fjölgun síðan árið 2008 þegar þeim fjölgaði um 3.700, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Mun lengri tíma tekur að selja nýjar íbúðir en þær eldri.
Myndskeið
Geta í fyrsta sinn greint íbúðaþörf eftir landshlutum
Byggja þarf tæplega tvö þúsund nýjar íbúðir á ári, næstu tuttugu ár, til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Í fyrsta sinn er búið að greina íbúðaþörf eftir landshlutum.
Ætla að byggja leigumarkað upp á Akranesi
Uppbygging og aðgerðir eru fyrirhugaðar á Akranesi til þess að koma þar á virkum leigumarkaði að nýju eftir að Heimavellir hf. seldu þar sextíu leiguíbúðir á einu ári. 26 fjölskyldur fengu kynningu á þeim úrræðum sem standa til boða á íbúafundi í gær.
Segja Heimavelli hafa staðið við skilyrði kaupsamnings
Íbúðalánasjóður segir að Heimavellir stóðu við skilyrði um útleigu við kaup á íbúðum af sjóðnum á Akranesi 2015. Sala leigufélagsins á íbúðum á Akranesi um miðjan janúar brjóti því ekki í bága við kaupsamninginn 2015.