Færslur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Viðsnúningur að verða á húsnæðismarkaði
Fyrstu merki um viðsnúning á húsnæðismarkaði eru farin að gera vart við sig og framboð eykst með hverjum degi, að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.  Framboð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist um nærri helming á tveimur mánuðum og um tvo þriðju frá því í byrjun febrúar.
Ríki og sveitarfélög byggja 35 þúsund íbúðir
Ríki og sveitarfélög stefna að byggingu 35 þúsund íbúða á næstu tíu árum. Innviðaráðherra undirritar rammasamning þess efnis á morgun.
Metur andlegt tjón eftir brunann á Bræðraborgarstíg
Matsmaður var skipaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í dómsmáli sem aðstandendur og eftirlifendur brunans að Bræðraborgarstíg 1 höfðuðu. Þau stefna eiganda hússins og krefjast á annað hundrað milljóna í bætur. Eigandinn krefst frávísunar málsins og verður sú krafa tekin fyrir í héraðsdómi í haust.
Sjónvarpsfrétt
Vísbendingar um minnkandi spennu á húsnæðismarkaði
Vísbendingar eru um minnkandi spennu á fasteignamarkaði. Færri mæta á opin hús og færri íbúðir seljast á yfirverði. Svo virðist sem vaxtahækkanir Seðlabankans séu farnar að hafa áhrif og færri hafi efni á að taka lán.
Sjónvarpsfrétt
2,6 milljarðar í íbúðir fyrir efnaminni
2,6 milljörðum króna var í dag úthlutað til húsnæðisuppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. Eftirspurnin er langt umfram framboð og stendur vilji til að fjölga íbúðum enn frekar.
Færri lán veitt vegna skorts á eignum og verðhækkana
Í nokkurn tíma hafa engar eignir sem uppfylla skilyrði hlutdeildarlána verið í boði á höfuðborgarsvæðinu. Skortur á eignum og verðhækkanir hafa valdið því að færri hlutdeildarlán eru veitt en væntingar stóðu til þegar úrræðið var sett á laggirnar. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vinnur nú að þriðju úthlutun ársins.
Sjónvarpsfrétt
Vilja byggja 35.000 íbúðir á 10 árum
Starfshópur forsætisráðherra leggur til að byggðar verði þrjátíu og fimm þúsund íbúðir á landinu næstu tíu ár, til þess að bregðast við húsnæðisskorti. Hópurinn vill að ríki og sveitarfélög geri rammasamning sín á milli til þess að tryggja uppbygginguna.
Fjölgun nýbygginga kallar á erlent vinnuafl
Erlendum iðnaðarmönnum, sem koma hingað til að vinna, fer stöðugt fjölgandi. Hátt í fimm hundruð erlendir verkamenn eru skráðir hjá starfsmannaleigum og fjölgaði um hundrað milli mánaða. Skýringuna er meðal annars að finna í auknum verkefnum við nýbyggingar.
1.868 búa í atvinnuhúsum - Aðbúnaður Íslendinga skárri
Alls búa 1.868 manns í atvinnuhúsnæði á Íslandi, samkvæmt nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar af eru 19 börn. Margir þeirra búa við óviðunandi brunavarnir.
Húsnæðis og mannvirkjastofnun hlaut „Byggðagleraugun“
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hlaut viðurkenninguna Byggðagleraugun árið 2022. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra veita viðurkenninguna árlega ráðuneyti eða stofnun sem þykir skara fram úr í fjölgun starfa eða verkefna í landshlutanum.
06.04.2022 - 17:20
Viðtal
Óleyfisíbúðir í atvinnuhúsnæði færri og skárri
Minna er um búsetu í óleyfisíbúðum í atvinnuhúsnæði og ástand þess er skrárra en starfsmenn Alþýðusambandsins óttuðust. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins. Í fyrrinótt kviknaði eldur í iðnaðarhúsnæði þar sem fjórtán manns voru inni í íbúðum. Engan sakaði. Drífa segir að tíu manna teymi hafi farið í vettvangsverðir í ósamþykktar íbúðir í atvinnuhúsnæði til að kanna aðbúnað, brunavarnir og ræða við íbúa. 
Stefna að íbúðabyggingu á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf til að fjölga íbúðum á Skagaströnd. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort standa íbúafjölgun fyrir þrifum.
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Bætt húsnæðisöryggi fyrir um 10.000 manns
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kynnti á gamlársdag lokaúthlutun sína á stofnframlögum til byggingar og kaupa á hagkvæmum íbúðum. Heildarúthlutun stofnunarinnar árið 2021 var 2,7 milljarðar króna.
Leigusamningum fækkað um 37%
Þinglýstum leigusamningum hefur fækkað um 37% milli mánaða. Í september voru þinglýstir leigusamningar 803 talsins á landinu öllu, en aðeins 555 í október. Mest fækkaði samningum á höfuðborgarsvæðinu milli mánaða, eða um 208, er fram kemur í samantekt Þjóðskrár.
Hrekjast af leigumarkaði og aftur heim í foreldrahús
Ungt fólk hefur hrakist af leigumarkaði í Covid-faraldrinum og hefur í vaxandi mæli þurft að flytja aftur heim í foreldrahús. Vísbendingar eru um að dregið hafi úr framboði á leiguhúsnæði á síðustu mánuðum.
Leigumarkaður minnkað um fjórðung í faraldrinum
Íslenskur leigumarkaður hefur minnkað frá því heimsfaraldur kórónuveiru braust út. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um leigumarkaðinn. Faraldurinn hefur haft mest áhrif á leigjendur í yngsta aldurshópnum, 18 til 24 ára.
Dregið hefur úr fasteignaviðskiptum
Talsvert hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði að undanförnu samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lítið framboð og erfiðari fjármögnun skýra stöðuna. Sölutími fasteigna hefur lengst lítillega en er þó nálægt sögulegu lágmarki.
Bjarg lækkar leigu um allt að 35 þúsund
Íbúðafélagið Bjarg ætlar lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með 1. september næstkomandi og nemur lækkunin allt að 35.000 kr. á mánuði. Íbúðafélagið er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.
Þriðjungur seldist yfir ásettu verði
Nærri þriðjungur íbúða sem voru á sölu í maí á landinu öllu seldust yfir ásettu verði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að þetta sé methlutfall frá upphafi mælinga sem hófust í janúar 2013.
Verð á sérbýli í miðbænum hækkaði um 36% milli ára
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið eins stuttur og í apríl á þessu ári þegar íbúðir seldust að meðaltali á þrjátíu og níu dögum. Ekki hefur heldur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
Vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Honum er ætlað að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda. Er það helst í formi forvarna og fræðslu, segir í tilkynningu frá stofnuninni.
Vikulokin
Ákveðin hættumerki sjáanleg á fasteignamarkaði
Ákveðin hættumerki eru farin að sjást á fasteignamarkaði og vísbendingar um að bóla sé að myndast, þar sem fasteignaverð er tekið að hækka umfram launahækkanir.
Aukin eftirspurn eftir stærri eignum í heimsfaraldrinum
Samkomutakmarkanir og meiri viðvera fólks heima við gæti verið ein skýring þess að eftirspurn eftir stóru sérbýli hefur stóraukist, og ber í raun uppi þá hækkun sem nú er á fasteignaverði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag spá um að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala.
Kostar meira en 650 milljónir að laga hús í Brákarey
Það kostar rúmlega 650 milljónir að laga og rífa húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Byggingunum var lokað fyrr í vor af byggingarfulltrúa og slökkviliði vegna brunahættu.