Færslur: Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Dregið hefur úr fasteignaviðskiptum
Talsvert hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði að undanförnu samkvæmt mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lítið framboð og erfiðari fjármögnun skýra stöðuna. Sölutími fasteigna hefur lengst lítillega en er þó nálægt sögulegu lágmarki.
Bjarg lækkar leigu um allt að 35 þúsund
Íbúðafélagið Bjarg ætlar lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með 1. september næstkomandi og nemur lækkunin allt að 35.000 kr. á mánuði. Íbúðafélagið er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB.
Þriðjungur seldist yfir ásettu verði
Nærri þriðjungur íbúða sem voru á sölu í maí á landinu öllu seldust yfir ásettu verði. Í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að þetta sé methlutfall frá upphafi mælinga sem hófust í janúar 2013.
Verð á sérbýli í miðbænum hækkaði um 36% milli ára
Sölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei verið eins stuttur og í apríl á þessu ári þegar íbúðir seldust að meðaltali á þrjátíu og níu dögum. Ekki hefur heldur hærra hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst yfir ásettu verði. Um þetta fjallar hagdeild Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í nýjustu mánaðarskýrslunni.
Vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur sett á laggirnar starfshóp um varnir gegn gróðureldum. Honum er ætlað að vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum vegna gróðurelda. Er það helst í formi forvarna og fræðslu, segir í tilkynningu frá stofnuninni.
Vikulokin
Ákveðin hættumerki sjáanleg á fasteignamarkaði
Ákveðin hættumerki eru farin að sjást á fasteignamarkaði og vísbendingar um að bóla sé að myndast, þar sem fasteignaverð er tekið að hækka umfram launahækkanir.
Aukin eftirspurn eftir stærri eignum í heimsfaraldrinum
Samkomutakmarkanir og meiri viðvera fólks heima við gæti verið ein skýring þess að eftirspurn eftir stóru sérbýli hefur stóraukist, og ber í raun uppi þá hækkun sem nú er á fasteignaverði. Hagfræðideild Landsbankans birti í dag spá um að íbúðaverð hækki um 10,5% í ár, milli ársmeðaltala.
Kostar meira en 650 milljónir að laga hús í Brákarey
Það kostar rúmlega 650 milljónir að laga og rífa húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Byggingunum var lokað fyrr í vor af byggingarfulltrúa og slökkviliði vegna brunahættu.
Íbúðum til sölu fækkaði um 58,4 prósent á tólf mánuðum
Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 58,4 prósent og hvergi hefur þeim fækkað jafnmikið. Dregið hefur úr fjölda íbúða til sölu í öllum landshlutum nema á Norðvesturlandi þar sem þeim fjölgaði um 24,1 prósent. Þetta kemur fram í apríl-skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Seljendamarkaður og metin stráfalla á fasteignamarkaði
Það er slegist um eignir á fasteignamarkaði hvert metið slegið á fætur öðru. Kona sem keypti íbúð án þess að skoða hana segir að fólk fái engan umhugsunarfrest, góðar eignir rjúki út. 
Aldrei jafnmargar íbúðir selst að vetri og nú
Umsvif á fasteignamarkaði hér á landi eru mikil miðað við árstíma og aldrei hafa fleiri íbúðir selst að vetri en nú. Í hverjum mánuði síðan í september hafa verið slegin met í fjölda kaupsamninga. Þó hefur dregið nokkuð úr umsvifum frá því í haust. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Kalla eftir ítarlegri kortlagningu óleyfisbúsetu
Samráðsvettvangur um brunavarnir í íbúðum telur að draga megi mikinn lærdóm af brunanum við Bræðraborgarstíg 1 og kallar eftir því að óleyfisbúseta verði kortlögð með ítarlegum hætti. Þá skuli endurskoða heimildir til fjöldaskráningar lögheimilis í íbúðarhúsnæði og meta hvort heimila skuli tímabundna aðsetursskráningu í atvinnuhúsnæði sem uppfyllir kröfur um öryggi.
Ráðherra kynnti tillögur til úrbóta í brunavörnum
Heimildir til að fjöldi fólks verði skráður á sama lögheimili verða endurskoðaðar og kannað skal hve margir búa húsnæði sem ekki er ætlað til íbúðar. Jafnramt skal skrá alla leigusamninga ásamt því sem skilgreina ber mismunandi tegundir útleigu.
Myndskeið
Óþarfi að óttast að hús hrynji í jarðskjálftum
Fólk á að vera öruggt í húsum sínum hér á landi þótt snarpir jarðskjálftar verði, enda strangar reglugerðir í gildi um húsbyggingar. Þetta segir byggingarverkfræðingur á Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Vill fækka flöskuhálsum og fjölga hagrænum hvötum
Stjórnvöld ætla að kortleggja kolefnisspor byggingageirans því það er grunnforsenda þess að geta byrjað að minnka það. Verktaki segir ekki hægt að ætlast til þess að fyrirtæki taki kostnaðinn við að byggja grænni hús alfarið á sig. Skortur á innviðum sé flöskuháls.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar enn
Söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,1 prósent milli mánaða í janúar og hefur hækkað um 4,3 prósent á síðustu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Spegillinn
Fleiri kvarta vegna galla í húsnæði
Kvörtunum vegna galla á húsnæði hefur fjölgað hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Herdís Hallmarsdóttir lögfræðingur stofnunarinnar segir að skoða þurfi hvort ekki eigi að setja í lög ákvæði um að húsnæði sé skoðað og vottað áður en það er selt. 
Myndskeið
Algjörlega óviðunandi að 5-7000 búi í atvinnuhúsnæði
Það er algjörlega óviðunandi að allt að sjö þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði sem ekki hefur hlotið samþykki sem íbúðarhúsnæði,segir aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Lágtekjufólk sem misst hefur vinnuna í COVID-kreppunni er stærsti hópur íbúa í svokölluðum óleyfisíbúðum, segir forseti Alþýðusambandsins.
Spá því að íbúðaskortur aukist á næstu árum
Gera má ráð fyrir að íbúðaskortur aukist um 700 íbúðir á næsta ári og 1600 íbúðir í viðbót árið 2022. Þörf fyrir litlar íbúðir eykst mest. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um stöðu og þróun húsnæðismála sem kynnt var á árlegu húsnæðisþingi HMS og félagsmálaráðuneytisins sem hófst kl.13.
Áttatíu nýjar íbúðir fyrir þrjá milljarða
Reisa á um áttatíu íbúðir á Akranesi fyrir almennan leigumarkað; og fyrir fatlað fólk, öryrkja og aldraða. Þetta er þriggja milljarða uppbygging sem á meðal annars að koma til móts við skort á leiguhúsnæði á Skaganum.
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Fjárhagsstaða leigjenda versnar
Leigjendum hefur fækkað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út og fleiri búa nú í foreldrahúsum. Fjárhagur leigjenda versnar en fjárhagur þeirra sem búa í eigin húsnæði batnar.
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í hæstu hæðum
Fjöldi kaupsamninga vegna fasteignakaupa hefur aldrei verið meiri en í september og var fjöldinni í október og nóvember sömuleiðis mjög mikill. Enn er mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og dýrar eignir seljast á yfirverði sem aldrei fyrr.
Framboð af íbúðum dregst hratt saman og verð hækkar
Húsnæðisverð hefur hækkað að meðaltali um 5 prósent frá því í maí á þessu ári. Eftirspurn eftir húsnæði er mikil en framboð hefur dregist hratt saman. Um þetta er fjallað í nýrri samantekt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Ungt fólk „fast í foreldrahúsum“
Kórónuveirufaraldurinn hefur haft jákvæð áhrif á flesta á leigumarkaði, framboð af leiguhúsnæði hefur aukist og leiguverð lækkað, auk þess sem fleiri sjá fram á að geta keypt eigið húsnæði vegna batnandi vaxtakjara. Yngsti hópurinn á leigumarkaði, 18-24 ára, hefur þó farið illa útúr kreppunni og hlutfall í þeim aldurshópi sem býr í foreldrahúsum hefur hækkað úr 40 prósentum í 70 prósent á árinu.