Færslur: Hugi Guðmundsson

Hugi og Daníel tilnefndir
Þrettán tónlistarmenn frá Norðurlöndunum voru í gær tilnefndir til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Þar á meðal voru tveir Íslendingar, þeir Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson. Tilkynnt verður um sigurvegarann í Norsku óperunni þann 30. október.
Nýtt einkennisstef Rásar 1
Hugi Guðmundsson tónskáld hefur samið nýtt einkennisstef fyrir Rás 1, en það var frumflutt kl. 12.03 í útvarpi. Stefið er leikið af Sinfóníuhljómsveit Íslands og var tekið upp í ágúst síðastliðnum undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar.
01.12.2016 - 09:05