Færslur: Huawei

Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Stjórnandi í Huawei laus úr haldi í Kanada
Meng Wangzhou, stjórnanda hjá kínverska fjarskiptafyrirtækinu Huawei, var sleppt úr stofufangelsi í Kanada í gærkvöld. Framsalskrafa Bandaríkjanna var dregin til baka eftir að Meng náði samkomulagi við þarlenda saksóknara. Hún fór skömmu síðar á flugvöll í Kanada og er á leiðinni til Kína að sögn AFP fréttastofunnar. Tveimur Kanadamönnum verður á móti sleppt úr haldi í Kína.
25.09.2021 - 01:31
Forgangsverkefni að fá Spavor og Kovrig látna lausa
Bandaríkjastjórn fordæmir fangelsisdóm þann sem kínverskur dómstóll felldi yfir kanadíska kaupsýslumanninum Michael Spavor í morgun. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, krefst þess að Spavor verði umsvifalaust látinn laus.
Dauðadómur yfir Kanadamanni staðfestur í Kína
Dómstóll í Kína úrskurðaði í morgun að dauðadómur yfir Kanadamanninum Robert Schellenberg skuli standa óhaggaður. Schellenberg hefur verið í fangelsi í Kína síðan hann var sakaður um tilraun til að smygla 225 kílóum af metamfetamíni þaðan til Ástralíu ári 2014.
10.08.2021 - 05:25
Samsung stórgræðir á hremmingum Huawei
Hagnaður suður-kóreska tæknirisans Samsung var nær helmingi meiri á þriðja fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Tekjur fyrirtækisins þessa þrjá mánuði námu 59 milljörðum Bandaríkjadala og hafa aldrei verið meiri á einum ársfjórðungi. Er þetta einkum rakið til banns Bandaríkjastjórnar á viðskiptum við einn helsta keppinaut Samsung, kínverska fyrirtækið Huawei.
29.10.2020 - 06:29
Kínverjar og Bandaríkjamenn vilja halda lífi í samningi
Samningamenn Kína og Bandaríkjanna ræddu saman í síma í gær um viðskiptasamning milli ríkjanna. Þeir kveðast sammála um að nauðsynlegt sé mynda þær aðstæður og andrúmsloft sem þurfi halda áfram þar sem frá var horfið fyrr á árinu.
Segir Bandaríkjamenn ekki hafa beitt sig þrýstingi
Samgönguráðherra segir það eiga eftir að koma í ljós hvort hann beiti heimild í nýju lagafrumvarpi til að banna hér fjarskiptabúnað frá löndum utan NATO eða EES. Hann segist sjálfur ekki hafa verið undir þrýstingi frá Bandarískum yfirvöldum um að sneiða hjá búnaði kínverska fyrirtækisins Huawei.
Huawei tekur toppsætið af Samsung
Kínverska fjarskipta- og snjalltækjafyrirtækið Huawei hefur nú tekið fram úr Samsung og er orðin stærsti seljandi snjallsíma í heimi.
30.07.2020 - 16:00
Myndband
Telja kínverskan vísindamann í felum á ræðisskrifstofu
Hnúturinn í samskiptum Bandaríkjanna og Kína virðist herðast dag hvern. Bandaríska alríkislögreglan telur að í ræðisskrifstofu Kína í San Francisco sé kínverskur líffræðingur í felum. Tilkynnt var um lokun ræðisskrifstofu Kína í Houston í Texas í gær.
23.07.2020 - 22:01
Ráðherra fær heimild til að banna tæki frá Huawei
Samgönguráðherra fær heimild til þess að banna fjarskiptatæki sem framleidd eru utan NATO- eða EES-landa, ef frumvarp um fjarskiptalög verður samþykkt óbreytt. Forsendur bannsins verða ekki feldar undir upplýsingalög.
Myndskeið
Mikill þrýstingur á símfyrirtæki frá BNA vegna Huawei
Fulltrúar bandaríska sendiráðsins hér á landi hafa beitt sér gegn því að íslensk fjarskiptafyrirtæki kaupi tækjabúnað frá kínverska fyrirtækinu Huawei, segja forsvarsmenn íslensku félaganna. Engir öryggisgallar hafa fundist í tækjunum að sögn sérfræðinga.
17.07.2020 - 20:04
Morgunvaktin
Bandaríkin stjórna ferðinni í Huawei-málum
Bakslag í norrænni samvinnu og deilur Kínverja við vestræn ríki voru umfjöllunarefni Heimsgluggans á Morgunvaktinni.
16.07.2020 - 10:35
Ekkert Huawei í 5G kerfum í Bretlandi
Breskum fjarskiptafyrirtækjum var í dag skipað að hætta fyrir næstu áramót að kaupa búnað frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei til að nota í 5G háhraða-samskiptakerfum sínum. Búið á að vera að fjarlægja öll tæki og tól frá Huawei úr kerfunum árið 2027. Þetta var ákveðið á fundi sem Boris Johnson forsætisráðherra átti með öryggisráði Bretlands í morgun. 
14.07.2020 - 12:21
Huawei málið: Enn kólnar milli Kanada og Kína
Dómari í Kanada úrskurðaði í gær að Meng Wanzhou, fjár­mála­stjóri og dóttir stofnanda kín­verska tæknifyrirtækisins Huawei, skyldi framseld til Bandaríkjanna.
28.05.2020 - 03:29
Erlent · Kína · Kanada · Huawei
Fréttaskýring
Huawei kemur líklega að uppbyggingu 5G á Íslandi
Öryggisógnir tengdar uppbyggingu 5G háhraðanetsins hafa mikið verið til umræðu í Evrópu, þá sérstaklega meintar ógnir tengdar aðkomu kínverska fjarskiptarisans Huawei. Íslensk stjórnvöld hafa lítið skipt sér af þessu en nú hefur orðið breyting þar á. Nýr starfshópur á að skoða hvernig tryggja megi að uppbygging nýs fjarskiptanets hér verði örugg. Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar sér ekki fyrir sér að tekið verði fyrir aðkomu Huawei að uppbyggingu 5G-nets á Íslandi.
04.02.2020 - 16:39