Færslur: Hryðjuverk í Manchester

Bróðir sprengjumannsins í Manchester fær minnst 55 ár
Hashem Abedi, bróðir mannsins sem gerði sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í Manchester 22. maí 2017, hefur verið dæmdur til 55 ára fangelsisvistar hið minnsta.
Ár liðið frá hryðjuverkaárásinni í Manchester
Þess er minnst í Manchester í Bretlandi að ár er liðið frá hryðjuverkaárásinni sem gerð var á tónleikum söngkonunnar Ariönu Grande í borginni. 22 létu lífið í árásinni og hundruð særðust þegar árásarmaður sprengdi sig í loft upp við tónleikahöllina þegar tónleikunum var nýlokið. Margir tónleikagestanna voru börn og unglingar.
23.05.2018 - 00:08
Sluppu í sprengjuárás - safna fyrir spítala
Fimmtán og fjórtán ára frændsystkin hafa að mestu jafnað sig á áfalli sem þau urðu fyrir í hryðjuverkaárás sem gerð var á tónleikum í Manchester í maí þar sem 22 létust. Þau vilja þakka fyrir að fá annað tækifæri í lífinu með söfnun fyrir barnaspítalann í borginni.
23.10.2017 - 20:14
Handtekinn á Heathrow vegna Manchester-árásar
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Heathrow-flugvelli í Lundúnum í gærkvöld í tengslum við rannsókn lögreglu á hryðjuverkaárásinni í Manchester Arena 22. maí. Hann er sá nítjándi sem handtekinn er vegna málsins. Fjórir karlmenn voru leystir úr haldi af lögreglunni í Manchester í gær. Sjö sitja enn í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að árásinni þar sem 22 létust og tugir særðust.
07.06.2017 - 04:01
Milljónir söfnuðust í Manchester
Tíu milljónir sterlingspunda söfnuðust á stjörnuprýddum tónleikum í Manchester í gær, jafnvirði 1.265 milljóna króna. Féð rennur til styrktar þeim sem særðust í hryðjuverkaárás eftir tónleika bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í borginni í síðasta mánuði og aðstandendum þeirra.
05.06.2017 - 10:36
Mynd með færslu
„Við stöndum með Manchester“
Gestum á góðgerðartónleikum í Manchester í kvöld var komið á óvart í upphafi tónleikanna þegar myndband var leikið af kveðjum frá ýmsu frægðarfólki, sem vottaði borgarbúum samúð sína vegna hryðjuverkanna þar 22. maí og sagðist standa með þeim. „Ég lýsi stuðningi og sendi ástarkveðjur frá mér og strákunum,“ segir Bítillinn Paul McCartney í lok myndbandsins og undir má heyra mikinn fögnuð brjótast út meðal áhorfenda.
05.06.2017 - 00:40
Bið fyrir Lundúnum – „Praying for London ♡“
Bandaríska poppstjarnan, Ariana Grande, segist biðja fyrir Lundúnum, í tísti sem hún birti á samfélagsmiðlinum Twitter á laugardagskvöld. Tístið er viðbrögð hennar við árásum sem gerðar voru á Lundúnabrú og á Borough Market, hvar í það minnsta einn lést og tugir eru sárir.
Manchester: Ellefu menn í haldi
24 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn í Bretlandi í tengslum við rannsókn lögreglu á hryðjuverkaárásinni í Manchester á dögunum. Alls eru nú ellefu í varðhaldi, að sögn fréttastofu AFP.
03.06.2017 - 09:42
Ariana Grande heimsækir særða aðdáendur
Bandaríska poppstjarnan Ariana Grande heimsótti í dag nokkra unga aðdáendur sína sem særðust í hryðjuverkaárásinni á tónleikum hennar í Manchester mánudagskvöldið 22. maí. Grande mætti óvænt á konunglega barnaspítalann í Manchester og varði tíma með krökkunum sem enn dvelja þar eftir árásina. Hún er komin aftur til Manchester til að spila á góðgerðartónleikum á sunnudagskvöld.
03.06.2017 - 01:44
Kærleikskveðja frá Manchester á sunnudagskvöld
RÚV sýnir á sunnudagskvöld frá góðgerðatónleikum sem haldnir verða til styrktar fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Manchester 22. maí síðastliðinn. Söngkonan Ariana Grande, sem skemmti tónleikagestum umrætt kvöld, leiðir þar hóp heimsþekktra poppara.
02.06.2017 - 11:50
Stjörnur á tónleikum í Manchester um helgina
Ariana Grande, söngkonan sem var með tónleika í Manchester síðasta mánudag, þegar sprengjuárásin var framin þar, mun leiða hóp heimsþekktra poppara á stórtónleikum sem haldnir verða í Manchester næsta sunnudag. Ásamt Grande koma fram Justin Bieber, Coldplay, Miley Cyrus, Kate Perry, Usher, Take That, Pharrell Williams og Niall Horan.
30.05.2017 - 17:26
Ariana Grande kemur fram í Manchester
Bandaríska söngkonan Ariana Grande ætlar að koma fram á tónleikum í Manchester á Englandi á sunnudaginn kemur. Þar verða einnig Justin Bieber, Kate Perry, Miley Cyrus, Pharrell Williams og hljómsveitin Coldplay. Ókeypis verður á tónleika. Þeim verða boðnir miðar sem voru á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Arena. Sjálfsvígssprengjuárás var gerð á gestina skömmu eftir að tónleikunum lauk. Tuttugu og tveir létu lífið og yfir eitt hundrað særðust.
30.05.2017 - 16:50
Tugir á sjúkrahúsi eftir árás í Manchester
Fimmtíu eru enn á sjúkrahúsum í Manchester eftir hryðjuverkaárás í borginni fyrir rúmri viku. Þar af eru sautján alvarlega særðir, að sögn Reuters fréttastofunnar. Tuttugu og tveir létust í árásinni og yfir eitt hundrað særðust.
30.05.2017 - 13:30
Húsleit og handtaka í nótt í Manchester
23 ára karlmaður var handtekinn í nótt í bænum Shoreham-by-Sea í tenslum við rannsókn bresku lögreglunnar á hryðjuverkaárásinni í Manchester í síðustu viku. Alls hafa því sextán verið handteknir vegna málsins og sitja fjórtán ennþá inni, en tveimur var sleppt lausum eftir yfirheyrslur. Þá greindi lögreglan í Manchester frá því í nótt að húsleit sé í gangi í tveimur húsum, annars vegar í Cheshire og hins vegar Manchester. Enginn hefur verið handtekinn þar.
29.05.2017 - 04:54
Viðvaranir vegna Abedi fóru fram hjá MI5
Tvær innanhússrannsóknir á vegum bresku leyniþjónustunnar MI5 er hafnar til að kanna hvernig viðvaranir vegna Salman Abedi, sem varð 22 að bana í Manchester á mánudagskvöld, fóru fram hjá henni. MI5 höfðu borist ítrekaðar ábendingar um að Abedi kynni að vera hættulegur og hugsanlegur hryðjuverkamaður.
28.05.2017 - 20:54
Húsleit í Manchester - 14. maðurinn handtekinn
Vopnaðir lögreglumenn réðust til inngöngu í hús í miðborg Manchester í tengslum við rannsókn á sjálfsmorðsárásinni í borginni á mánudag. Nágrannar segjast hafa heyrt öskur og sprengingu en öllum nærliggjandi götum hefur verið lokað og sést hefur til sprengjuleitarhunda.
28.05.2017 - 16:22
Vissu snemma hver sprengjumaðurinn var
Lögreglan í Manchester hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir hryðjuverkamanninn Salman Abedi kvöldið sem hann sprengdi sig sjálfan í loft upp í forsal tónleikahallarinnar Manchester Arena. 22 létu lífið og tugir særðust, margir alvarlega. Lögreglan vissi hver sprengjumaðurinn í Manchester Arena var aðeins tveimur klukkustundum eftir árásina.
27.05.2017 - 21:08
Bretar lækka viðbúnaðarstig að nýju
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að viðbúnaðarstig í landinu hefði verið lækkað að nýju eftir að hafa verið sett á hæsta stig vegna hryðjuverksins í Manchester á mánudag. Þeir hermenn sem voru kallaðir út til að aðstoða lögregluna við öryggisgæslu verða því kallaðir aftur á mánudagskvöl en almennur frídagur er á mánudag á Bretlandi.
27.05.2017 - 11:17
Ungir menn handteknir í Manchester í morgun
Tveir ungir karlmenn voru handteknir í Manchester snemma í morgun í tengslum við rannsókn lögreglu á hryðjuverkaárásinni við Manchester Arena á mánudagskvöld. Mennirnir eru 22 og 20 ára gamlir og eru grunaðir um aðild að árásinni að sögn lögreglunnar. Alls hafa 13 verið handteknir vegna málsins og eru 11 nú í varðhaldi. Tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum.
27.05.2017 - 06:53
Níundi maðurinn handtekinn í Manchester
Lögreglan í Manchester handtók í dag 44 ára gamlan karlmann vegna gruns um að hann tengist árásinni í Manchester Arena á mánudagskvöld. Sjónarvottar segja lögreglu hafa farið um borð í strætisvagn í Rusholme og handtekið manninn. Verslunareigandi, sem Guardian ræddi við, segist hafa fengið sex farþega úr strætisvagninum inn í búðina til sín skömmu eftir áhlaup lögreglu. Þeir hafi verið skelfingu lostnir og ekki þorað að líta á manninn sem var síðar færður burt í járnum.
26.05.2017 - 22:24
Segjast hafa náð flestum í „Manchester-hópnum“
Mark Rowley, yfirmaður hryðjuverkadeildar Lundúnalögreglunnar, segir að lögreglan telji sig hafa handtekið flesta í hópi þeirra sem Salman Abedi var talinn tilheyra. Abedi sprengdi sig í loft upp í forsal tónleikahallarinnar Manchester Arena eftir tónleika Ariönu Grande á mánudagskvöld. 22 létust og 66 eru enn á sjúkrahúsi, þar af 23 á gjörgæslu.
26.05.2017 - 17:01
Endurnýja löggæslusamstarf við Bandaríkin
Breska lögreglan ákvað í kvöld að halda áfram að deila upplýsingum með bandarískum starfsbræðrum sínum. Breska dagblaðið Guardian greinir frá þessu. Snemma í morgun var ákveðið að hætta samstarfi við Bandaríkin vegna ítrekaðra leka bandarískra yfirvalda til þarlendra fjölmiðla. 
26.05.2017 - 00:53
Trump fyrirskipar rannsókn á upplýsingaleka
Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði í dag dómsmálaráðuneytinu í Washington og fleiri stofnunum vestranhafs að rannsaka ítarlega með hvaða hætti upplýsingar bárust fjölmiðlum um rannsókn á hryðjuverkinu í Manchester á mánudagskvöld.
25.05.2017 - 15:54
Horfð' ei reiður um öxl, söng mannfjöldinn
Gamall slagari hljómsveitarinnar Oasis frá Manchester, Don‘t Look Back In Anger eða Horfð' ei reiður um öxl, öðlaðist nýtt líf í dag þegar fjöldi fólks tók að syngja hann á torgi heilagrar Önnu í borginni eftir að hafa vottað þeim virðingu með einnar mínútu þögn sem létu lífið í hryðjuverkaárásinni á mánudagskvöld. Í lok lagsins klappaði fólk í virðingarskyni við hina látnu.
25.05.2017 - 14:29
Sprengjugabb í skóla í Manchester
Sprengjusveit breska hersins var í dag kölluð að framhaldsskóla í Hulme eða Hólma á Manchestersvæðinu. Nokkrum götum var lokað meðan ástandið var kannað nánar. Í ljós kom að pakki sem þótti grunsamlegur reyndist ekki innihalda sprengju og var umferð um nágrenni skólans heimiluð að nýju.
25.05.2017 - 10:27