Færslur: Hringvegur

Umferð um hringveginn minnkaði um þriðjung í mars
Umferð á hringveginum minnkaði um þriðjung í mars samanborið við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í skammtímahagvísum ferðaþjónustu á vef Hagstofunnar. Samkvæmt umferðarteljurum Vegagerðarinnar dróst umferð saman um 31 prósent á Suðurlandi og Vesturlandi, um 33 prósent á Austurlandi og 36 prósent á Norðurlandi.
24.04.2020 - 10:05
Tvö bílslys í Vestur-Skaftafellssýslu
Tvö bílslys hafa orðið í dag á hringveginum í Vestur-Skaftafellssýslu, annað á Sólheimasandi og hitt í grennd við Kirkjubæjarklaustur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi slasaðist enginn alvarlega. Erlendir ferðamenn komu við sögu í báðum tilfellum.