Færslur: hráolía
Hráolíuverð tekur dýfu
Hráolíuverð lækkaði í dag eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti nýja spá þar sem gert er ráð fyrir að hagvöxtur í heiminum minnki á þessu ári vegna Úkraínustríðsins. Um klukkan hálf fjögur í dag hafði verð á tunnu af hráolíu lækkað um 5,4 prósent og kostaði þá 107,11 dollara. Verð á tunnu af á svokallaðri WTI eða West Texas Intermediate-olíu hafði þá lækkað um 5,5 prósent, niður í 102,30 dollara.
19.04.2022 - 16:07
Hráolíuverð komið niður fyrir 100 dali tunnan
WTI Hráolíuverð er komið niður fyrir 100 Bandaríkjadali fyrir tunnuna. Meðal ástæðna er minnkandi eftirspurn í Kína og bjartsýni um að friðarviðræður milli Rússa og Úkraínumanna skili árangri.
15.03.2022 - 03:44
Stuðningur við aukna olíuframleiðslu lækkar verð
Olíuverð hefur lækkað nokkuð eftir að Sameinuðu arabísku furstadæmin greindu frá stuðningi sínum við að framleiðsla verði aukin. Verð á Brent hráolíu féll um 17 af hundraði um tíma eftir yfirlýsingu furstadæmanna.
10.03.2022 - 04:00
Norðmenn hagnast á olíu og gasi sem aldrei fyrr
Verðmæti útflutningsvara Noregs hefur sjaldan verið meira en í ágúst síðastliðnum og það stefnir í met í september. Þar munar mest um hátt verð á olíu og ekki síst á jarðgasi.
29.09.2021 - 06:19
Verðbólga á uppleið í takt við hækkandi hrávöruverð
Verði hækkun hrávöruverðs á heimsmarkaði varanleg þykir ljóst að verðbólga aukist í heiminum. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem segir að hrávöruverð hafi ekki verið jafnhátt í tæp tíu ár. Mikil óvissa ríki þó um framhaldið.
12.07.2021 - 15:08