Færslur: Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Sumarmál
Tók við fálkaorðunni í strigaskóm af barnabarninu
„Andrea Jónsdóttir rokkamma er komin á matseðilinn,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarkona sem leikstýrir heimildamynd um Andreu. Hún biður fólk sem lumar á sögum, myndskeiðum, myndum eða upptökum af Andreu að hafa samband við sig og aðstoða við heimildasöfnun.
Myndskeið
Vasulka-áhrif í endurnýjun lífdaga
Vasulka-áhrifin, nýjasta heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur var frumsýnd á dögunum, en þar fjallar um Hrafnhildur um ævi og feril hjónanna Steinu og Woody Vasulka, brautryðjenda á sviði vídeólistar.
Viðtal
Persónuleg heimildarmynd um réttindabaráttu
„Þetta er algjörlega byggt á minni eigin reynslu. Ég er þeirrar skoðunar að maður geti ekki búið til heimildarmynd sem er nokkurn veginn hlutlaus og ég ákvað bara að koma strax út úr skápnum með það í byrjun myndarinnar að myndin og efnið yrði sagt út frá mínu sjónarhorni,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir leikstjóri sjónvarpsþáttanna Svona fólks sem sýndir eru á RÚV á sunnudagskvöldum.
30.09.2019 - 11:42
„Það var bara hreinlega allt bannað“
Svona fólk er ný heimildarmynd Hrafnhildar Gunnarsdóttur um mannréttindabaráttu homma og lesbía á Íslandi. „Þetta er mjög mikilvægt, þessi mynd er mikilvæg inn í okkar sögu,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir listakona um myndina. „Þetta var svo óskaplega þröngt og svarthvítt samfélag sem við bjuggum í.“