Færslur: Hrafnhildur Arnardóttir

Menningin
Shoplifter opnar listrými og kaffihús í Elliðaárdal
Hrafnhildur Arnardóttir – Shoplifter – opnar Höfuðstöðina í gömlu kartöflugeymslunum í Ártúnsbrekku í sumar. Stöðin hýsir verk hennar Chromo Sapiens til frambúðar.
Myndskeið
Hinn litrófsborni hamur Shoplifter í Feneyjum
Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - opnaði sýninguna Chromo Sapiens á Feneyjartvíæringnum fyrir skemmstu. Sýningin er líklega metnaðarfyllsta verk Hrafnhildar til þessa og minnir einna helst að ganga inn í eins konar ofurnáttúru eða renna ofan magann á litríkum tuskubangsa. Verkið verður sýnt á Íslandi í janúar.
Hrafnhildur valin á Feneyjatvíæringinn
Hrafnhildur Arnardóttir, sem einnig gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, hefur verið valin sem fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2019. Sýninguna vinnur Hrafnhildur í samstarfi við sýningarstjórann, Birtu Guðjónsdóttur.
Ráðist inn í Ásmundarsafn með gleði að vopni
Myndlistarkonan Hrafnhildur Arnardóttir - Shoplifter - pakkar inn, lýsir upp og laumar sér jafnvel inn í skúlptúra Ásmundar Sveinssonar í lúmskri innrás, sem var opnuð í Ásmundarsafni á dögunum.
Litir eru sálrænt meðal
Klifurjurt úr gervihári í öllum dýrðarinnar litum yfirtók Listasafn Íslands í byrjun sumars þegar Hrafnhildur Arnardóttir, eða Shoplifter, opnaði þar sýninguna  Taugafold VII, eða Nervescape VII. Hrafnhildur hefur sýnt Taugarfoldarröðina víða um heim á undanförnum misserum en þar reynir hún að endurskapa landslag hugans.