Færslur: Hótel Saga

Á annan tug höfðu áhuga á að kaupa Hótel Sögu
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að tólf til fjórtán mismunandi aðilar hafi haft áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og var því lokað í nóvember. HÍ hefur átt í viðræðum við samtökin ásamt menntamálaráðuneytinu um afnot af húsinu.
15.03.2021 - 08:32
Frystu rennblaut skjöl í kjötkæli á Hótel Sögu
Yfir 200 skjalakassar sem geymdir voru í kjallara aðalbygginga Háskóla Íslands rennblotnuðu þegar kaldavatnslögn gaf sig og vatn flæddi í byggingar skólans 21. janúar. Starfsfólk skjaladeildar Háskóla Íslands brá á það ráð að frysta kassana sem innihalda mikilvæg skjöl til að forða þeim frá rakaskemmdum og kom þá kjötkælirinn í kjallara Hótel Sögu sér vel.
15.02.2021 - 23:19
Myndskeið
Kaflaskil á Hótel Sögu
Allt stefnir í að Hótel Saga verði seld á næstunni. Áhugasamir fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa sýnt hótelinu áhuga. Háskóli Íslands er þar á meðal, og fyrir sér að færa kennslu á menntavísindasviði í húsnæði hótelsins.
10.02.2021 - 21:42
Myndskeið
Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.
25.01.2021 - 21:50
Skellt í lás á Hótel Sögu
Hótel Sögu verður lokað um mánaðamótin og segir hótelstjórinn að stjórnendur séu nauðbeygðir til að taka þá ákvörðun. Stefnt var að því að hafa opið í það minnsta til áramóta.
28.10.2020 - 15:46
Myndskeið
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli
Hótel Saga hefur óskað eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 faraldursins.
Myndband
Það verður engin hótel mamma á Hótel Sögu
Í haust stendur háskólastúdentum til boða að leigja herbergi á Hótel Sögu. Við hittum á Ingibjörgu Ólafsdóttur, hótelstjóra og skoðuðum hvernig herbergið lítur út og hve mikil þjónusta fylgir herberginu.
02.06.2020 - 10:45