Færslur: Hótel Saga

Kastljós
Sagan öll við Hagatorg
Hótel Saga hefur tekið á móti sínum síðasta gesti. Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta keyptu húsið og ætla að leggja það undir starfsemi Háskólans og stúdentaíbúðir. Fyrrverandi starfsmenn og góðkunningjar hótelsins minnast þess með hlýjum hug og segja tímamótin ljúfsár.
13.01.2022 - 14:56
Spyr hvort Bændasamtök sitji ein að rándýrum reddingum
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, gagnrýndi fyrirhuguð kaup ríkisins á Hótel Sögu og hugmyndir um að breyta húsnæðinu til að það geti nýst Háskóla Íslands. Hún spurði á þingfundi í dag hvort möguleiki væri að fara sömu leið með önnur hótel í rekstrarvanda eða hvort að rekstraraðilar Hótels Sögu væru í einhverjum sérflokki. Bændasamtökin eru eigandi Hótels Sögu.
14.12.2021 - 16:09
Um þrír milljarðar í viðhald og endurbætur á Hótel Sögu
Það gæti kostað allt að þrjá milljarða króna að gera við rakaskemmdir á Hótel Sögu og breyta hótelinu í skólahúsnæði. Rektor segir það vera hámarkskostnað. Ríkið áformar að kaupa húsnæðið fyrir Háskóla Íslands. Gróft ástandsmat verkfræðistofunnar Eflu segir að sjáanlegar rakaskemmdir séu á efstu hæðum hússins.
10.12.2021 - 19:30
Á annan tug höfðu áhuga á að kaupa Hótel Sögu
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir að tólf til fjórtán mismunandi aðilar hafi haft áhuga á að kaupa Hótel Sögu. Hótelið hefur verið í greiðsluskjóli síðan í júlí og var því lokað í nóvember. HÍ hefur átt í viðræðum við samtökin ásamt menntamálaráðuneytinu um afnot af húsinu.
15.03.2021 - 08:32
Frystu rennblaut skjöl í kjötkæli á Hótel Sögu
Yfir 200 skjalakassar sem geymdir voru í kjallara aðalbygginga Háskóla Íslands rennblotnuðu þegar kaldavatnslögn gaf sig og vatn flæddi í byggingar skólans 21. janúar. Starfsfólk skjaladeildar Háskóla Íslands brá á það ráð að frysta kassana sem innihalda mikilvæg skjöl til að forða þeim frá rakaskemmdum og kom þá kjötkælirinn í kjallara Hótel Sögu sér vel.
15.02.2021 - 23:19
Myndskeið
Kaflaskil á Hótel Sögu
Allt stefnir í að Hótel Saga verði seld á næstunni. Áhugasamir fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa sýnt hótelinu áhuga. Háskóli Íslands er þar á meðal, og fyrir sér að færa kennslu á menntavísindasviði í húsnæði hótelsins.
10.02.2021 - 21:42
Myndskeið
Háskólanemar í kennslu á Hótel Sögu
Stúdentar í Háskóla Íslands mæta í tíma á Hótel Sögu í stað fyrirlestrasalanna sem urðu fyrir tjóni í vatnsflóðinu um miðja síðustu viku.
25.01.2021 - 21:50
Skellt í lás á Hótel Sögu
Hótel Sögu verður lokað um mánaðamótin og segir hótelstjórinn að stjórnendur séu nauðbeygðir til að taka þá ákvörðun. Stefnt var að því að hafa opið í það minnsta til áramóta.
28.10.2020 - 15:46
Myndskeið
Hótel Saga óskar eftir greiðsluskjóli
Hótel Saga hefur óskað eftir greiðsluskjóli í samræmi við lög um tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Lögin voru samþykkt á Alþingi í júní sem hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 faraldursins.
Myndband
Það verður engin hótel mamma á Hótel Sögu
Í haust stendur háskólastúdentum til boða að leigja herbergi á Hótel Sögu. Við hittum á Ingibjörgu Ólafsdóttur, hótelstjóra og skoðuðum hvernig herbergið lítur út og hve mikil þjónusta fylgir herberginu.
02.06.2020 - 10:45