Færslur: Hornstrandir

Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Hafa tínt 36 tonn af rusli á Hornströndum
Árlegri ruslatínslu í friðlandinu á Hornströndum lauk í gær. Gauti Geirsson, einn skipuleggjenda fjörutínslunnar, segir að 2,6 tonn hafi verið tínd í ár. Alls 36 tonn hafa verið tínd síðan tínslan hófst 2014.
24.06.2020 - 08:29
Viðtal
Yrðlingurinn Fela í nýjum þáttum BBC
Heimskautarefur á Hornströndum leikur stórt hlutverk í nýjum dýralífsþætti sem hóf göngu sína í breska ríkissjónvarpinu, BBC, fyrr í vikunni. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, segir að það hafi verið erfitt að velja yrðling og fylgja honum eftir. Oft lifi yrðlingar veturna ekki af.
26.07.2019 - 10:13
Björgunarskip kölluð út vegna leka í bát
Björgunarskip voru kölluð út vegna strandveiðibáts í vanda á áttunda tímanum í morgun. Báturinn var um þrjár sjómílur norður af Kögri á Hornströndum þegar leki kom að honum. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að einn hafi verið um borð í bátnum. Björgunarskipið Kobbi Láka úr Bolungarvík kom að bátnum um fjörutíu mínútum eftir að útkallið barst.
16.07.2019 - 11:09
Helmingi færri refapör með yrðlinga
Á Hornströndum eru helmingi færri refapör með yrðlinga en venjan er og óðul þeirra allt að tvöfalt stærri en áður. Umferð ferðamanna um svæðið veldur refum talsverðri truflun, einkum þegar læður eru enn mjólkandi og bundnar við greni.
11.07.2019 - 19:39
Boðar hertar reglur um leiðangursskip
Forstjóri Umhverfisstofnunar boðar hertar reglur um landgöngu úr skemmtiferðaskipum í Hornstrandafriðlandinu í væntanlegri verndaráætlun fyrir svæðið. Óvíst er hins vegar hvenær vinnu við hana lýkur.
10.05.2018 - 18:17