Færslur: Hornstrandir

Minna af nýju plastrusli í fjörum
Jón Björnsson starfsmaður hjá Umhverfisstofnun á Vestfjörðum og félagi í samtökunum Hreinni Hornstrandir hefur komið að hreinsun stranda þar í mörg ár. Hann segist merkja breytingu í samsetningu ruslsins. Minna sé um nýtt plastrusl en áður og í því megi líklega merkja menningar- og hugarfarsbreytingu.
20.08.2022 - 14:45
Íslenskir refir í brennidepli í Netflix-þætti
Íslenski refurinn kemur við sögu í nýrri þáttaröð á streymisveitunni Netflix. Þáttaröðin heiti „Wild babies“ og fjallar um ungviði villtra dýra sem takast á við margvíslegar áskoranir til að komast lífs af í harðbýlli náttúru.
Refastofninn stöðugur á Hornströndum
Misskipting er að aukast á meðal refa í friðlandinu á Hornströndum að sögn Esterar Rutar Unnsteinsdóttur spendýravistfræðings. Ester var gestur Morgunvaktarinnar á Rás1 í morgun. Almennt sé ástandið gott í refastofninum.
14.07.2021 - 09:23
Telja ólíklegt að hvítabjörn sé á Hornströndum
Enginn hvítabjörn fannst á Hornströndum í nótt þrátt fyrir nokkurra klukkustunda leit úr lofti og er nú talið að engan slíkan sé þar að finna. Leit var hætt um fjögurleytið.
23.06.2021 - 05:41
Mögulega ummerki um hvítabjörn á Hornströndum
Gönguhópur í Hlöðuvík á Hornströndum hafði samband við lögreglu í gærkvöld og greindi frá ummerkjum um óþekkt dýr, mögulega hvítabjörn. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum. Þar segir að óðara hafi verið óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem fór ásamt tveimur lögreglumönnum í eftirlitsflug yfir svæðið. Enginn hvítabjörn var sjáanlegur, segir í færslu lögreglu, en nánari athugun á vettvangi leiddi í ljós að er ekki útilokað að hvítabjörn hafi verið á ferð.
23.06.2021 - 02:13
Refum fjölgar ekki á Hornströndum þótt friðaðir séu
Refapörum á Hornströndum og í Snæfellsjökulsþjóðgarði hefur ekki fjölgað eftir friðun þótt refum annars staðar á landinu hafi fjölgað umtalsvert á tuttugu árum. 
07.06.2021 - 15:51
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05
Kolófært á Hornströndum en telja alla komna í var
Talið er að ferðalangar á Hornströndum séu allir komnir í var frá veðri. Flestir þeir sem ætluðu að fera á faraldsfæti á Vestfjörðum og Norðvesturlandi um helgina hafa afbókað eða endurskipulagt ferðir sínar.
17.07.2020 - 13:32
Ferðamenn á Hornströndum leituðu skjóls undan veðri
Á þriðja tug ferðamanna er á Hornströndum, en þar er vonskuveður. Allt er fólkið komið í öruggt skjól, en að auki er talsvert um fólk í sumarhúsum á svæðinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitir á svæðinu séu í viðbragðsstöðu. Mikil rigning er og hætta á skriðuföllum og hefur Veðurstofan gefið út appelsínugula viðvörun á svæðinu.
Instagram-ferðalangar hrifnir af Hornströndum
Illa undirbúnir Instagram-ferðalangar spyrja ráðvilltir um næstu verslun, jafnvel án matar og regnfata.
25.06.2020 - 09:19
Hafa tínt 36 tonn af rusli á Hornströndum
Árlegri ruslatínslu í friðlandinu á Hornströndum lauk í gær. Gauti Geirsson, einn skipuleggjenda fjörutínslunnar, segir að 2,6 tonn hafi verið tínd í ár. Alls 36 tonn hafa verið tínd síðan tínslan hófst 2014.
24.06.2020 - 08:29
Viðtal
Yrðlingurinn Fela í nýjum þáttum BBC
Heimskautarefur á Hornströndum leikur stórt hlutverk í nýjum dýralífsþætti sem hóf göngu sína í breska ríkissjónvarpinu, BBC, fyrr í vikunni. Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur, segir að það hafi verið erfitt að velja yrðling og fylgja honum eftir. Oft lifi yrðlingar veturna ekki af.
26.07.2019 - 10:13
Björgunarskip kölluð út vegna leka í bát
Björgunarskip voru kölluð út vegna strandveiðibáts í vanda á áttunda tímanum í morgun. Báturinn var um þrjár sjómílur norður af Kögri á Hornströndum þegar leki kom að honum. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að einn hafi verið um borð í bátnum. Björgunarskipið Kobbi Láka úr Bolungarvík kom að bátnum um fjörutíu mínútum eftir að útkallið barst.
16.07.2019 - 11:09
Helmingi færri refapör með yrðlinga
Á Hornströndum eru helmingi færri refapör með yrðlinga en venjan er og óðul þeirra allt að tvöfalt stærri en áður. Umferð ferðamanna um svæðið veldur refum talsverðri truflun, einkum þegar læður eru enn mjólkandi og bundnar við greni.
11.07.2019 - 19:39
Boðar hertar reglur um leiðangursskip
Forstjóri Umhverfisstofnunar boðar hertar reglur um landgöngu úr skemmtiferðaskipum í Hornstrandafriðlandinu í væntanlegri verndaráætlun fyrir svæðið. Óvíst er hins vegar hvenær vinnu við hana lýkur.
10.05.2018 - 18:17