Færslur: Hópslagsmál

Fimm í varðhaldi eftir slagsmál á Akureyri í gærkvöld
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir fimm mönnum sem handteknir voru eftir slagsmál í miðbæ Akureyrar í gærkvöld. Einn slasaðist talsvert og gekkst undir aðgerð á SAK.
21.07.2021 - 11:58
Ekkert skráð hjá lögreglu um hópslagsmál í nótt
Engar upplýsingar eru skráðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir.is birti fyrr í dag myndskeið sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum af hópi ungra manna að slást í Lækjargötu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekkert skráð um að tilkynning hafi borist um slagsmálin og hafði lögregla engin afskipti af áflogunum.
27.06.2021 - 18:29