Færslur: Hópslagsmál

Lögregla leitar manns eftir hnífaárás í miðborginni
Ráðist var að manni í miðborg Reykjavíkur í nótt og hann stunginn með hnífi í bakið. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi en hans er nú leitað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Ógnaði konu með hnífi og rændi farsíma hennar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt, eitthvað var um ölvun, slys, innbrot og gripdeildir. Einn gistir fangageymslur eftir hópslagsmál í miðborginni og lögreglan handtók mann sem hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni farsíma.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Hópslagsmál og ölvunarakstur í nótt
Nokkur erill var hjá lögreglunni á Akureyri sem og á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Tilkynnt var um hópslagsmál og voru margir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Fimm í varðhaldi eftir slagsmál á Akureyri í gærkvöld
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir fimm mönnum sem handteknir voru eftir slagsmál í miðbæ Akureyrar í gærkvöld. Einn slasaðist talsvert og gekkst undir aðgerð á SAK.
21.07.2021 - 11:58
Ekkert skráð hjá lögreglu um hópslagsmál í nótt
Engar upplýsingar eru skráðar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Vísir.is birti fyrr í dag myndskeið sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum af hópi ungra manna að slást í Lækjargötu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekkert skráð um að tilkynning hafi borist um slagsmálin og hafði lögregla engin afskipti af áflogunum.
27.06.2021 - 18:29