Færslur: Hönnunarsafn Íslands

Víðsjá
Ljómandi litríkt sundferðalag í Hönnunarsafni Íslands
Á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ stendur nú yfir sýningin Sund. Titillinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en ljóst er að hér er á ferðinni stórskemmtileg sýning sem dýpkar skilning okkar á því merkilega samfélagslega fyrirbæri sem sundið er, að sögn Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur myndlistarrýnis Víðsjár.
Kastljós
Samfélagið birtist sjálfu sér á sundfötum
„Að hangsa, njóta og vera“ - þannig lýsir Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, nýrri menningu sem varð til með sundlaugum landsins. Sýning um sund stendur nú yfir í Hönnunarsafni Íslands.
Pistill
Sköpunarferlið að baki hversdagslegra hluta
Augun ferðast á milli tvívíðra verka og þrívíðra og maður fær tilfinningu fyrir því hvernig abstrakt hugmynd verður að teikningu, sem verður að grafísku verki, sem verður að þrívíðum prentgrip, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gagnrýnandi, um sýningu á verkum Kristínar Þorkelsdóttur.
Menningin
Íslensk keramikarfleifð hætt komin í jarðskjálftahrinu
Deiglumór nefnist sýning sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands og fjallar um tímabilið 1930-1970, þegar listamenn unnu keramik úr íslenskum leir. Litlu mátti muna að illa færi fyrir brothættum sýningargripum í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga.
18.04.2021 - 11:00
Pistill
Tengsl áþreifanlegs og óáþreifanlegs menningararfs
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna 100% ull á Hönnunarsafni Íslands, þar sem hið óáþreifanlega mætir hinu áþreifanlega í sýningu um hráefni sem allir þekkja, ullina.
Fuglasmiður í opinni vinnustofu
Sigurbjörn Helgason myndmenntakennari hefur komið sér fyrir í opinni vinnustofu í anddyri Hönnunarsafns Íslands og smíðar þar alls kyns fugla.  
21.10.2020 - 08:16
Ullaruppreisn á Hönnunarsafninu
Nýstárleg notkun á ull sem og endurvakning gamalla hefða er í forgrunni á sýningunni 100% ull í Hönnunarsafni Íslands.  
20.10.2020 - 15:00
Menningin
Vefur röggvarfeld fyrir opnum tjöldum
Ásthildur Magnúsdóttir vefari hefur árum saman reynt að svara því hvernig feldir til forna litu út. Á dögunum flutti hún vefstólinn sinn frá Selfossi í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ þar sem hún sýndi gestum og gangandi hvernig feldur verður til.  
Menningin
„Eldri kynslóðin þekkir Svein Kjarval“
Á Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin Það skal vanda sem lengi á að standa. Þar er farið yfir feril Sveins Kjarvals innanhúss- og húsgagnahönnuðar sem er eitt stærsta nafnið í íslenskri innanhúshönnunarsögu.
22.12.2019 - 10:42
Ævistarf Einars afhjúpað fyrir opnum tjöldum
Ævistarf arkitektsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar er hægt og bítandi að koma upp úr kössum í Hönnunarsafni Íslands. Þar geta gestir og gangandi fylgst með starfsfólki safnsins skrásetja hátt í 2000 muni úr vinnustofu Einars, sem hann færði safninu að gjöf áður en hann féll frá árið 2015.