Færslur: Hönnunarsafn Íslands

Menningin
Íslensk keramikarfleifð hætt komin í jarðskjálftahrinu
Deiglumór nefnist sýning sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands og fjallar um tímabilið 1930-1970, þegar listamenn unnu keramik úr íslenskum leir. Litlu mátti muna að illa færi fyrir brothættum sýningargripum í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga.
18.04.2021 - 11:00
Pistill
Tengsl áþreifanlegs og óáþreifanlegs menningararfs
Ólöf Gerður Sigfúsdóttir fjallar um sýninguna 100% ull á Hönnunarsafni Íslands, þar sem hið óáþreifanlega mætir hinu áþreifanlega í sýningu um hráefni sem allir þekkja, ullina.
Fuglasmiður í opinni vinnustofu
Sigurbjörn Helgason myndmenntakennari hefur komið sér fyrir í opinni vinnustofu í anddyri Hönnunarsafns Íslands og smíðar þar alls kyns fugla.  
21.10.2020 - 08:16
Ullaruppreisn á Hönnunarsafninu
Nýstárleg notkun á ull sem og endurvakning gamalla hefða er í forgrunni á sýningunni 100% ull í Hönnunarsafni Íslands.  
20.10.2020 - 15:00
Menningin
Vefur röggvarfeld fyrir opnum tjöldum
Ásthildur Magnúsdóttir vefari hefur árum saman reynt að svara því hvernig feldir til forna litu út. Á dögunum flutti hún vefstólinn sinn frá Selfossi í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ þar sem hún sýndi gestum og gangandi hvernig feldur verður til.  
Menningin
„Eldri kynslóðin þekkir Svein Kjarval“
Á Hönnunarsafni Íslands stendur yfir sýningin Það skal vanda sem lengi á að standa. Þar er farið yfir feril Sveins Kjarvals innanhúss- og húsgagnahönnuðar sem er eitt stærsta nafnið í íslenskri innanhúshönnunarsögu.
22.12.2019 - 10:42
Ævistarf Einars afhjúpað fyrir opnum tjöldum
Ævistarf arkitektsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar er hægt og bítandi að koma upp úr kössum í Hönnunarsafni Íslands. Þar geta gestir og gangandi fylgst með starfsfólki safnsins skrásetja hátt í 2000 muni úr vinnustofu Einars, sem hann færði safninu að gjöf áður en hann féll frá árið 2015.