Færslur: Högni Egilsson

Vikan
Högni berskjaldaður í heimildarmynd um geðhvörf
Högni Egilsson flutti frumsamið lag, sem hljómar í heimildarmyndinni Þriðja pólnum, í Vikunni hjá Gísla Marteini. Högni greinir sjálfur frá eigin geðhvörfum í myndinni og segir að það verði undarlegt að horfa á sjálfan sig á hvíta tjaldinu.
Kvikmynd um geðhvörf með fílum og söngvum
Þriðji póllinn eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur verður opnunarmynd RIFF síðar í mánuðinum.
Viðtal
Högna ansi heitt í hamsi vegna hvalveiða
„Ég held að þetta sé mikil skyssa fyrir okkar samfélag,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson um ákvörðun stjórnvalda að leyfa áframhaldandi hvalveiðar við landið.
01.03.2019 - 12:23
Maður er alltaf að reyna að verða betri
„Ef maður hittir meistarann sinn þá verður maður að drepa hann“ sagði Högni Egilsson um það þegar hann hitti söngvarann Win Butler í hljómsveitinni Arcade Fire. Högni ræddi við okkur um æsku sína, Belgíudvölina, Hjaltalín og fleira.
27.08.2018 - 17:04
„Flygillinn er minn elskhugi“
Tónlistarmaðurinn Högni Egilsson mætti við þriðja mann í Stúdíó 12 fyrir helgi og tók þrjú lög, þar af eitt óútgefið. Með honum í för voru gítarleikarinn Daníel Böðvarsson og rafgeggjarinn Stephan Stephensen sem var áður í Gusgus.
19.03.2018 - 13:34
Eurosonic veisla í kirkju með Högna
Í Konsert vikunnar einbeitum við okkur að Eurosonic Festival sem fór fram í vikunni sem leið og heyrum meðal annars frábæra tónleika Högna Egilssonar sem fóru fram í kirkju Lúters í miðborg Groningen.
25.01.2018 - 11:49
Alvia, Björk og Högni tilnefnd til verðlauna
Alvia, Björk og Högni Egilsson eru tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna – Nordic Music Prize 2018.
24.01.2018 - 11:12
Gagnrýni
Brunað á teinum fagurra tóna
Two Trains er fyrsta sólóplata Högna Egilssonar. Platan var dágóðan tíma í vinnslu sem litar á margan hátt afraksturinn. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í verkið sem er plata vikunnar á Rás 2.  
Högni stýrir lest milli tveggja tíma
Tvær lestir puða taktfast milli liðinna og nýrra tíma á nýútkominni plötu Högna Egilssonar, Two Trains. Hún er fyrsta sólóplata Högna, sem hann segir hálfgert endurreisnarverk þar sem sögð er saga, bæði samfélagsleg og ekki síður persónuleg.
23.11.2017 - 11:16
Óvænt frá Högna og Pollapönki
Gestir í Háskólabíó og sjónvarpsáhorfendur eiga von á góðu á laugardaginn þegar síðari undanúrslitariðill Söngvakeppninnar fer fram í Háskólabíói. Þar troða upp sérstakir gestir eins og síðasta laugardag og að þessu sinni eru að Högni Egilsson, söngvari og lagahöfundur úr Hjaltalín og æringjar í Pollapönki sem kepptur fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn árið 2014. Og þeir lofa einhverju óvæntu og skemmtilegu!