Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Norðursigling búin að ræða við alla farþega Ópals
Útgerð skonnortunnar Ópals segir að mannleg mistök virðast hafa orðið til þess að skipið tók niðri við Lundey í gærkvöld. Það lenti upp á sandrif á leið til hafnar í Reykjavík.
07.02.2020 - 15:24
Áttu fund með sóttvarnalækni vegna Wuhan-kórónaveiru
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman til fundar í morgun að beiðni sóttvarnalæknis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að tilefni fundarins hafi verið samræming og skipulag viðbragða við Wuhan-kórónaveiru.
31.01.2020 - 15:55
Smáhýsin: Mikilvægt að stutt sé í þjónustu
Það hefur reynst snúið að finna staði fyrir smáhýsi til leigu fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Íbúar í Hlíðum hafa lýst yfir óánægju með áform um að setja slík smáhýsi þar.
Bænastund í Hafnarfjarðarkirkju
Haldin verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyss í gærkvöld þegar bíll, með þremur piltum í, fór í sjóinn við Óseyrarbryggju. Ástand tveggja piltanna er alvarlegt og voru þeir fluttir á gjörgæsludeild Landspítala. Sá þriðji var lagður inn á aðra deild á spítalanum og er líðan hans eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
18.01.2020 - 12:42
Banaslys á Reykjanesbraut
Banaslys varð á Reykjanesbraut í gærkvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu rákust tveir bílar saman sem komu úr gagnstæðri átt og lést einn maður í öðrum þeirra í árekstrinum. Aðrir munu ekki hafa slasast alvarlega.
13.01.2020 - 06:01
Færð gæti orðið slæm á höfuðborgarsvæðinu á morgun
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Suðausturland, Austfirði og miðhálendið. Á höfuðborgarsvæðinu spáir vestanhríðarveðri á morgun, éljagangi, skafrenningi á köflum og mjög slæmu skyggni. Færð gæti orðið slæm. Viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir frá klukkan 15:00 á morgun til klukkan 9 að morgni miðvikudags.
06.01.2020 - 14:09
Fluttur á bráðamóttöku vegna flugeldaslyss
16 ára drengur slasaðist á hendi og skrámaðist á andliti í flugeldaslysi í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöld. Tilkynnt var um slysið klukkan 22:40 og var drengurinn fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku, að því er segir í dagbók lögreglu.
03.01.2020 - 06:45
Tré féllu í Vesturbæ Reykjavíkur í óveðrinu
Sigrún Alba Sigurðardóttir, sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, leit út um gluggann og sá að stórt reynitré í garðinum hennar hafði fallið í óveðrinu og lagst yfir allan garðinn. Sem betur fer féll það hvorki á nærliggjandi bíla, fólk eða muni né fauk á húsið, segir hún.
10.12.2019 - 20:47
Spegillinn
Svifryksmengun farið minnkandi þrátt fyrir aukna umferð
Síðastliðna áratugi hefur dregið jafnt og þétt úr bæði svifryks- og köfnunarefnisdíoxíðsmengun á höfuðborgarsvæðinu. Þetta skrifast helst á breytt veðurfar, betri mengunarvarnarbúnað í bílum og ný nagladekk sem síður tæta upp malbikið. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að þrátt fyrir endurbætur séu nagladekkin einn helsti skaðvaldurinn. Hann fagnar því að sveitarfélög og Vegagerðin hafi fengið heimild til þess að takmarka umferð vegna mengunar.
27.11.2019 - 17:34
500.000 króna reiðhjóli stolið í innbroti
Tvö innbrot voru tilkynnt til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Brotist var inn í bílskúr í hverfi 200 í Kópavogi og reiðhjóli stolið. Í tilkynningu frá lögreglu segir að reiðhjólið hafi kostað 500.000 krónur. Þá var tilkynnt um innbrot í íbúð í Árbæ. Innbrotsþjófarnir höfðu sparkað upp hurð, farið inn og stolið verðmætum.
Fjögur handtekin vegna innbrots og átaka
Fjögur, þrír karlar og ein kona, voru handtekin um klukkan 19:30 í gær í hverfi 104 í Reykjavík, grunuð um líkamsárás, húsbrot, brot á vopnalögum og fleira. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þau voru færð í fangageymslu en látin laus að lokinni skýrslutöku.
Grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um sex daga gæsluvarðhald yfir karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um kynferðisbrot gegn stúlku í íbúð á höfuðborgarsvæðinu um síðustu helgi. Lögregla fann fíkniefni og vopn í íbúðinni.
Í beinni
Greiða atkvæði um samgönguáætlunina í borginni
Önnur umræða um samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til 2033 fer fram á fundi borgarstjórnar í dag.
15.10.2019 - 14:00
Eykur lífsgæði segja bæjarstjórarnir
Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu eru afar ánægðir með samgöngusamkomulagið sem skrifað var undir í gær. Fjármálaráðherra segir 120 milljarða króna kostnað ekki háan miðað við hvað hann dreifist á langan tíma og í ljósi þess að það hafi í raun verið framkvæmdastopp í samgöngum á svæðinu í alltof mörg ár. 
Myndskeið
Selja Keldnaland til að fjármagna samgöngur
Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu ætla á næstu fimmtán árum að gera mestu samgöngubætur í sögunni, samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar verður samtals 120 milljarðar króna. Meðal framkvæmda er að Sundabraut verður lögð og hlutar Miklubrautar og Sæbrautar verða settir í stokk.
Myndband
Veggjöld á helstu stofnæðar
Veggjöld á helstu stofnæðum höfuðborgarsvæðisins verða tekin upp til að fjármagna samgönguframkvæmdir, þar með talið borgarlínu. Ríkið mun selja landið að Keldum til að fjármagna framkvæmdirnar.
11.09.2019 - 18:45
Fyrsti áfangi borgarlínu kallar á tvær brýr
Það mun koma í ljós næsta vor hvenær fyrsti áfangi borgarlínu verður tekinn í notkun, en stefnt er að því að áfanginn muni ná frá miðborg til Ártúnshöfða annars vegar og frá miðborg og að Hamraborg í gegnum Vatnsmýri hins vegar. 
10.09.2019 - 06:27
Viðtal
Vill Strætó á öfugar akreinar á háannatíma
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, telur að skoða ætti þann möguleika að hleypa strætó á öfugar akreinar á háannatímum. Forgangsakreinar fyrir Strætó eru fáar og því eru vagnarnir lengi á leiðinni í miðborgina á morgnana, alveg eins og þeir sem ferðast með einkabíl.
30.08.2019 - 09:17
Stúdentar vilja endurskoðun vegna bruna
Íbúar á stúdentagörðum á Eggertsgötu í Reykjavík telja brunaöryggi í íbúðum þar ábótavant. Það sé verulegt áhyggjuefni. Þetta hafi orðið ljóst þegar íbúar ræddu saman í Facebook-hópi í kjölfar brunans á Eggertsgötu 24 í gær. Nokkrir íbúar á efri hæðum urðu ekki varir við eldinn fyrr en íbúðin þar sem eldurinn átti upptök sín var orðin alelda.
Útvarpsfrétt
Bæði kvartað yfir ástandi gatna og framkvæmdum
Lögregla fær jafnan nokkuð af kvörtunum á vorin vegna slæms ástands gatna. Þegar lagfæringar hefjast þá berst annað eins af kvörtunum, þá vegna umferðartafa sem verða vegna framkvæmdanna, að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rætt var við hann í hádegisfréttum.
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Viðtal
28 bensínstöðvar í 5 km radíus frá Landspítala
Eðlilegt er, út frá hagrænu sjónarmiði, að bensínstöðvum í Reykjavík verði fækkað, segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Talning félagsins fyrir tveimur árum leiddi í ljós að í 5 kílómetra radíus frá Landspítala við Hringbraut eru 28 bensínstöðvar.
11.05.2019 - 10:39
Sóun að hafa svo margar bensínstöðvar
Forsvarsfólk Skeljungs er jákvætt gagnvart þeirri ákvörðun borgarráðs í gær að flýta fækkun bensínstöðva. Aðstoðarforstjóri fyrirtækisins, Már Erlingsson, segir að það sé sóun að hafa eins margar bensínstöðvar og verið hafa undanfarin ár.
Viðtal
Bensínstöðvar í íbúðahverfum fjarlægðar fyrst
Stjórnendur olíufélaganna hafa tekið vel í að bensínstöðvum verði fækkað í Reykjavík, segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar. Þar eru 44 bensínstöðvar. Á höfuðborgarsvæðinu er ein bensínstöð á hverja 2.700 íbúa. Til samanburðar er ein bensínstöð á hverja tíu þúsund íbúa í Lundúnum.
Lögreglu tilkynnt um ágengan sölumann
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk síðdegis í dag tilkynningu um ágengan blómasölumann sem gekk í hús og bauð rósir til sölu. Í dagbók lögreglu segir að hann hafi ekki verið ánægður með móttökur og greiðslur frá íbúum og því hafi verið kvartað undan ágengni hans.