Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Lögregla leitar manns sem beraði sig við Seljaskóla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í gær að hún leitaði karlmanns sem beraði á sér kynfærin fyrir framan nemendur í Seljaskóla í Breiðholti um hádegisbilið í fyrradag.
Myndskeið
Handritin og listaverk Háskólans óhult í vatnsflóðinu
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands segir handritin sem geymd eru í Árnagarði óhult eftir vatnsflóðið og hið sama eigi við um listaverkasafn skólans í Odda.
21.01.2021 - 11:04
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Óboðinn gestur í Grafarvogi og hnupl í Breiðholti
Lögreglan vísaði óvelkomnum gesti út af heimili í Grafvarvogi á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn er jafnframt grunaður um vörslu fíkniefna og brot á lyfjalögum.
Berserksgangur í verslun og drykkja eftir óhapp
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann síðdegis í gær fyrir hnupl úr verslun í miðborginni. Hann reyndist í annarlegu ástandi, eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar, og á reynslulausn sem bannar honum að neyta eiturlyfja.
Lúmsk glerhálka á höfuðborgarsvæðinu
Fljúgandi hálka er víða á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið og rétt er að vara ökumenn við því. Glæran sést ekki vel á götum og hálkan því lúmsk. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er greiðfært á Reykjanesbraut, en vetrarfærð í flestum landshlutum, hálka, hálkublettir og snjóþekja.
17.01.2021 - 08:10
Lögreglan varar við mikilli hálku á höfuðborgarvæðinu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku á götum og gangstéttum í borginni. Hiti er nú rétt yfir frostmarki en mikið rigndi í gærkvöldi og í nótt.
Ókeypis í strætó fyrir 11 ára og yngri
Frá og með deginum í dag geta börn 11 ára og yngri ferðast ókeypis með strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.
03.01.2021 - 11:31
Eldur í grilli og flugeldahávaði í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að bregðast við á þriðja tug útkalla vegna hávaða og ónæðis af flugeldum í gærkvöldi og í nótt. Á áttunda tímanum í gærkvöldi kom upp eldur í grilli á svölum húss í miðbæ Reykjavíkur.
Hnífstunguárás í miðborginni og svefn í golfskála
Maður hlaut stungusár eftir árás í miðborg Reykavíkur í gærkvöldi. Sá sem fyrir árásinni varð flúði af vettvangi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en árásarmaðurinn náðist og gistir nú fangageymslu.
Skortur á lóðum og lágir vextir hækka fasteignaverð
Páll Pálsson fasteignasali segir mjög hátt verð á lóðum og takmarkað framboð nýrra íbúða vera meðal þess sem veldur því að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu sé mun hærra en það þyrfti að vera. Sögulega lágir vextir hafi einnig áhrif á verðið.
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu
Mikil svifryksmengun er í lofti á höfuðborgarsvæðinu sem tengja má flugeldaskothríð um áramótin. Þokumóða er einnig í lofti en Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir í samtali við fréttastofu að verulega hafi bætt í þokuna eftir að flugeldum fjölgaði á lofti.
Mikil fjölgun skráðra kynferðisbrota milli mánaða
Tvöfalt fleiri kynferðisbrot rötuðu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nóvember, en í októbermánuði. Þetta kemur fram í nýjustu mánaðaskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 utarlega á Reykjanesi
Jarðskjálfti sem talinn er vera af stærðinni 4,1 varð utarlega á Reykjanesi rétt eftir eftir klukkan 4:30 í nótt.
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Hætt við að skammta þurfi heitt vatn vegna kuldakasts
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna, segir óvíst að hitaveitan ráði almennilega við kuldakastinu sem er spáð um helgina. Fólk er hvatt til að fara sparlega með vatn. Það gæti komið til þess að skammta þurfi heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2020 - 12:12
Brot á sóttvarnareglum, eignaspjöll og líkamsárás
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gær afskipti af starfsemi veitingastaðar við Laugaveg, vegna brota á sóttvarnareglum. Einnig var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað í Austurborginni og húsbrot og eignarspjöll í Reykjavík og Kópavogi..
Myndi taka allan daginn að gefa nemendum hádegismat
Plássleysi gerir skólastjórnendum erfitt um vik að viðhafa tveggja metra regluna. Börnum í 5. bekk og eldri er skylt að bera grímu þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, en skólar útvega ekki grímur.
Starfsdagur í leik- og grunnskólum á mánudag
Sveitarfélögin og almannavarnir á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að hafa skipulagsdag í leik- og grunnskólum, tónlistarskólum og frístundastarfi á mánudag vegna hertra sóttvarnareglna stjórnvalda.
Trampólín braut stofuglugga og unglingar í ökuferð
Trampólín fauk á hús í Grafarholti seint í gærkvöldi og braut þar stofuglugga. Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur einnig fram að skömmu eftir klukkan átta í gærkvöld réðist farþegi í bifreið að ökumanninum, krafði hann um peninga, hótaði lífláti og stal loks rafmagnshlaupahjóli úr aftursæti bifreiðarinnar.
Innbrot, þjófnaðir, gripdeildir og hunsun sóttkvíar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu færði konu sem var grunuð um að hafa reynt að komast hjá sóttkví í sýnatöku og þaðan á dvalarstað sinn, síðdegis í gær.
Talsverðar tafir og raðir á endurvinnslustöðvum
Mikilvægt er allt rusl sé vel flokkað þegar fólk kemur með það í endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Með því er hægt að forðast tafir en vegna hertra samkomutakmarkana mega mun færri vera samtímis inni á stöðvunum en vanalegt er.
Logandi hlutum varpað að húsi og krotað á önnur
Maður sem gekk austur Laugaveg í gærkvöldi var staðinn að því að skrifa með tússpenna á hús við götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn fyrir eignaspjöll og brot á vopnalögum eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn gistir fangaklefa meðan málið er rannsakað.
Hafnarfjarðarvegi lokað til suðurs - umferð um hjáleið
Hafnarfjarðarvegur verður lokaður til suðurs í dag, laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.
10.10.2020 - 08:45