Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Talsverðar tafir og raðir á endurvinnslustöðvum
Mikilvægt er allt rusl sé vel flokkað þegar fólk kemur með það í endurvinnslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Með því er hægt að forðast tafir en vegna hertra samkomutakmarkana mega mun færri vera samtímis inni á stöðvunum en vanalegt er.
Logandi hlutum varpað að húsi og krotað á önnur
Maður sem gekk austur Laugaveg í gærkvöldi var staðinn að því að skrifa með tússpenna á hús við götuna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók manninn fyrir eignaspjöll og brot á vopnalögum eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar. Maðurinn gistir fangaklefa meðan málið er rannsakað.
Hafnarfjarðarvegi lokað til suðurs - umferð um hjáleið
Hafnarfjarðarvegur verður lokaður til suðurs í dag, laugardaginn 10. október milli klukkan 8 og 18 vegna vinnu við vegamót Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.
10.10.2020 - 08:45
Myndskeið
Ósátt við framkvæmdir borgarinnar í Öskjuhlíð
Reykjavíkurborg hyggst leggja malbikaðan göngustíg í Öskjuhlíð til að bæta aðgengi að útivistarsvæðinu. Framkvæmdir hefjast á næstu vikum. Hlauparar, hjólagarpar og aðrir sem sækja mikið í svæðið eru ósáttir við ákvörðun borgarinnar. 
08.10.2020 - 09:00
Myndskeið
Mikill eldur á verkstæði á Skemmuvegi
Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út á þriðja tímanum eftir að tilkynnt var um mikinn svartan reyk sem legði frá Skemmuvegi í Kópavogi. Að sögn varðstjóra logaði mikill eldur í verkstæði í götunni þegar fyrstu menn komu á staðinn, rúður voru brotnar í húsinu og eldstungurnar stóðu út um gluggana.
03.10.2020 - 14:32
Lögreglan lýsir eftir 22 ára karlmanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kristjáni Valentin Ólafsyni 22 ára. Kristján er 178 cm á hæð, frekar þéttvaxinn með dökkt stutt hár.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Kyrrlátt kvöld í miðborg en unglingateiti í Kópavogi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með samkomustöðum í gærkvöldi  og lagði sérstaka áherslu á skemmtistaði og krár. Í dagbók lögreglu kemur fram að farið var á allt að fjörutíu staði í miðborginni og austurbænum.
Jarðskjálfti af stærðinni 3 fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti um þrír að stærð varð rétt fyrir klukkan níu í kvöld.
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Mjög ásættanleg tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna
Verkatakafyrirtækið Eykt átti lægsta tilboð í uppsteypu meðferðarkjarna nýs Landspítala eða tæp 83% af kostnaðaráætlun. Næst lægsta tilboð áttu ítalska verktakafyrirtækið Rizzani De Eccher ásamt Þingvangi, rétt rúmlega 83%.
Myndskeið
Heita vatnið komið á - fóru í kalda sturtu eftir púlið
Byrjað er að hleypa heitu vatni aftur á þau svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk og fyrirtæki hafa verið án hitaveitu síðan klukkan tvö í nótt. Fólk lét ekki heitavatnsleysið aftra sér í dag og hópuðust konur í kalda sturtu eftir líkamsræktina.
18.08.2020 - 19:26
Segir geitungafjöldan svipaðan og í fyrra
Staðan á geitungastofninum er svipuð í ár og í fyrra að mati Steinars Smára Guðbergssonar meindýraeyðis. Hann segir geitungana þó hafa verið seinni af stað á höfuðborgarsvæðinu þetta sumarið en oft áður. 
14.08.2020 - 13:37
Lögreglan: „Ekki bjóðandi að halda brjáluð partý"
Nokkrar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt að því er kemur fram í dagbók hennar.
Hrækt á lögreglu, ránstilraunir og heimilisofbeldi
Kona nokkur læsti sig inni á baðherbergi heima hjá sér á Seltjarnarnesi í nótt og komst ekki þaðan út af sjálfsdáðum.
Óboðnir gestir og rof á einangrun
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti í gærkvöldi að hafa afskipti af manni sem sagður var í annarlegu ástandi á heimili sínu, vopnaður hnífum.
Tvö verslunarsvæði, mismunandi þarfir
Um 85% höfuðborgarbúa hafa sótt verslun og þjónustu á Laugavegi undanfarið ár. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og birtast í blaðinu í dag.
30.07.2020 - 06:22
70% vilja skoða sameiningu á höfuðborgarsvæðinu
Sjö af hverjum tíu íbúum á höfuðborgarsvæðinu telja að sameina megi sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og flestir þeirra vilja að þau sameinist í eitt sveitarfélag. Mesta fylgið við sameininguna er í Reykjavík og minnst í Mosfellsbæ. Þetta kemur fram í könnun sem Fréttablaðið lét gera meðal íbúa á svæðinu og birt er í blaðinu í dag.
Erill á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Um sextíu mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Maður var handtekinn í miðbænum eftir að hafa gert tilraun til að stela úr verslun og ráðist á öryggisvörð verslunarinnar. Fjórtán ára ökumaður var stöðvaður í hverfi 105 með fjóra jafnaldra sína í bílnum.
Viðtal
Ástæða til að ræða aldurstakmörk á rafskútur
Full ástæða er til að taka umræðu um það hvort ástæða sé til að setja aldurstakmörk á notkun á rafskútum. Þetta sagði Eyþór Máni Steinarsson, rekstrarstjóri rafskútuleigunnar Hopp, í Morgunútvarpinu í morgun.
24.07.2020 - 10:00
Tæp 6% landsmanna búsett í strjálbýli
Innan við 6% landsmanna búa í strjálbýli samkvæmt Hagstofu Íslands. Hagstofan birti í dag uppfærðar tölur um þéttbýlisstaði og byggðakjarna, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðakjarna þar sem íbúar eru innan við 200.
22.07.2020 - 09:45
Mikill glaumur á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Hávær gleðskapur var víða í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu
Jarðskjálfti af stærð 2,7 varð við Krýsuvík laust eftir klukkan hálf fjögur síðdegis. Samkvæmt Veðurstofu Íslands fannst jarðskjálftinn á höfuðborgarsvæðinu.
15.07.2020 - 16:26
Myndskeið
Mætti melrakka á Esjunni
Refur sást á vappi á Esjunni síðdegis í dag. Sigríður Lárusdóttir, göngukona sem gekk fram á refinn, hélt í fyrstu að hún hefði heyrt gelt í hundi.
13.07.2020 - 19:21
„Allar helgar eru stórar ferðahelgar“
Þétt umferð er á öllum leiðum út úr borginni. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferð sé sérstaklega þung frá Ártúnsbrekku að nyrðri mörkum Mosfellsbæjar.