Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Ákærð fyrir að stefna farþega og vegfarendum í hættu
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur konu á fimmtugsaldri fyrir að hafa, í apríl í fyrra, stefnt vegfarendum, lögreglu og einum farþega í mikla hættu þegar hún ók á 130 kílómetra hraða á klukkustund og reyndi að stinga lögreglu af.
Eldur á svölum við Skúlagötu
Eldur kviknaði í grilli á svölum íbúðar á þriðju hæð í húsi við Skúlagötu í Reykjavík nú á áttunda tímanum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um mikinn eld og reyk og voru slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum sendir á staðinn. Eldurinn hafði læst sig í timburklæðningu.
Spegillinn
Loftslagsáhrif augljós en rokið fletur mengunarkúrfuna
Umferð dróst verulega saman á höfuðborgarsvæðinu á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst og á vef Vegagerðarinnar er talað um að umferðin um hringveginn hafi hrunið í apríl. Samhliða hefur dregið skarpt úr losun gróðurhúsalofttegunda frá umferð. Áhrifin á loftmengun hafa verið minni. Umhverfisstofnun er nú að taka saman hversu mikið dró úr loftmengun í samkomubanninu. 
Mikill reykur í íbúð í fjölbýlishúsi
Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 108 í Reykjavík á áttunda tímanum í gærkvöld. Í dagbók lögreglu kemur fram að búið hafi verið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang. Upptök eldsins voru í uppþvottavél og var mikill reykur í íbúðinni. Slökkvilið reykræsti íbúðina.
Göngufólk getur nú gengið örna sinna við Esjuna
Þremur salernum hefur verið komið fyrir hjá Mógilsá við upphaf gönguleiðarinnar á Esjuna. Næstu daga á að tengja salernishúsið við lagnir og ganga frá umhverfi þess. Gert er ráð fyrir að salernin verði opnuð í næsta mánuði. Áætlaður kostnaður við verkið, sem er a vegum Reykjavíkurborgar, er 35-40 milljónir króna að sögn fulltrúa borgarinnar.
18.05.2020 - 14:37
Í óleyfi í sundi í Mosfellsbæ
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um fólk í sundlaug í Mosfellsbæ um klukkan hálf eitt í nótt. Sundstaðir í Reykjavík voru opnaðir á miðnætti en ekki í Mosfellsbæ. Í dagbók lögreglu segir að fjórum hafi verið vísað upp úr heitum potti og þeim bent á að koma þangað á hefðbundnum opnunartíma.
Samþykkja smáhýsi í Hlíðunum fyrir heimilislausa
Borgarráð samþykkti í gær að tveimur smáhýsum fyrir heimilislausa verði komið fyrir á lóð á mörkum Skógarhlíðar og Hringbrautar. Í tilkynningu frá borginni segir að reiturinn sem húsin verði á sé við jaðar íbúabyggðar, þau verði skermuð af til að tryggja hljóðvist og að settur verði gróður í kring til að skapa skjól og betri ásýnd.
Atvinnuleysi í apríl var 18%
Heildaratvinnuleysi í apríl fór í nærri 18 prósent samanlagt, það er 7,5 prósent í almenna bótakerfinu og 10,3 prósent vegna minnkaðs starfshlutfalls. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar um vinnumarkaðinn í apríl.
Myndskeið
Esjustígur lagður með þyrlu
Viðgerðir á einni vinsælustu gönguleið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hófust í morgun þegar leiðin á Esju upp að Steini var lagfærð. Nota þurfti þyrlu til að koma jarðvegi upp í fjallið.
12.05.2020 - 23:05
Eldur í bíl á Miklubraut - enginn slasaðist
Eldur kviknaði í bíl á Miklubraut á tíunda tímanum í kvöld. Hann hefur nú verið slökktur, samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikill eldur og reykur var í bílnum. Ekki fengust upplýsingar um það hve margir voru í bílnum þegar eldurinn kom upp en það er ljóst að engin slys urðu á fólki.
28% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 28 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Aldrei hefur mælst svo mikill samdráttur í umferð á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.
06.05.2020 - 09:19
25 stoppistöðvar í fyrsta áfanga Borgarlínu
25 stoppistöðvar verða í fyrsta áfanga Borgarlínu, samkvæmt fyrstu tillögum. Fyrsti áfangi línunnar verður 13 kílómetra langur og er áætlað að taka hann í notkun árið 2023.
Eldur í íbúð við Klapparstíg
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á tíunda tímanum í morgun vegna elds og mikils reyks í íbúð á fimmtu hæð í húsi við Klapparstíg í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru slökkviliðsbílar frá fjórum stöðvum sendir á staðinn.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dregst saman um 21%
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur dregist saman um 21% í mars, sé miðað við sama mánuð í fyrra. Það jafngildir rúmlega 35 þúsund ökutækum á dag. Það er því augljóst að samkomubann og kórónuveirufaraldurinn hefur mikil áhrif á umferð.
31.03.2020 - 08:39
10% minni umferð á höfuðborgarsvæðinu vegna COVID-19
Hratt hefur dregið úr umferð á höfuðborgarsvæðinu eftir að COVID-19 faraldurinn fór að breiðast út. Umferð dróst þar saman um 10,1 prósent fyrstu þrjár vikurnar í mars, sé miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að þessi samdráttur sé fáséður á höfuðborgarsvæðinu.
21.03.2020 - 21:32
Kona ógnaði starfsfólki sundlaugar
Tilkynnt var um tilraun til ráns í Árbæjarlaug laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi.  Í dagbók lögreglunnar kemur fram að kona kom í afgreiðslu sundlaugarinnar og ógnaði starfsfólki og heimtaði peninga. Hún fór síðan af vettvangi án þess að fá peninga. 
5 í gæsluvarðhaldi eftir handtökur í Hvalfjarðargöngum
Fimm, fjórir karlar og ein kona, hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 13. mars í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fíkniefnamáli. Fólkið var handtekið í og við Hvalfjarðargöngin í gærmorgun en lagt var hald á talsvert magn af fíkniefnum. Fólkið er á þrítugs-,fertugs-og fimmtugsaldri.
01.03.2020 - 11:37
Miklum verðmætum stolið í fimm innbrotum
Miklum verðmætum var stolið í fimm innbrotum sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið tilkynningar um síðan klukkan sjö í morgun. Innbrotin voru framin í víðs vegar um höfuðborgarsvæðið.
Aftakaveður á Kjalarnesi og töluvert tjón
Aftakaveður hefur verið á Kjalarnesi í morgun og björgunarsveitin Kjölur hefur farið í fjölda útkalla. „Þetta eru mestmegnis foktjón; það eru þakplötur, þakkantar að fjúka, rúður að brotna og svo svona minniháttar eins og girðingar og húdd á bílum,“ segir Anna Filbert, björgunarsveitarmaður í Kili. Vélarhlífar hafa fokið upp á bílum og svo fokið í burtu. Í ljósi alls þessa er stórhættulegt að vera á ferli á Kjalarnesi.
14.02.2020 - 10:23
Myndskeið
„Það er vægast sagt virkilega vont veður“
Yfir 300 björgunarsveitarmenn sinna nú útköllum vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu var lokað í nótt og fólk hefur virt lokunarstöðvar.
14.02.2020 - 08:51
Annar piltanna útskrifaður af spítala
Annar piltanna tveggja, sem voru fluttir á gjörgæsludeild eftir slys í Hafnarfjarðarhöfn 17. janúar, er kominn heim eftir dvöl á Landspítala. Fréttablaðið greinir frá þessu.
Norðursigling búin að ræða við alla farþega Ópals
Útgerð skonnortunnar Ópals segir að mannleg mistök virðast hafa orðið til þess að skipið tók niðri við Lundey í gærkvöld. Það lenti upp á sandrif á leið til hafnar í Reykjavík.
07.02.2020 - 15:24
Áttu fund með sóttvarnalækni vegna Wuhan-kórónaveiru
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins kom saman til fundar í morgun að beiðni sóttvarnalæknis. Í tilkynningu frá borginni kemur fram að tilefni fundarins hafi verið samræming og skipulag viðbragða við Wuhan-kórónaveiru.
31.01.2020 - 15:55
Smáhýsin: Mikilvægt að stutt sé í þjónustu
Það hefur reynst snúið að finna staði fyrir smáhýsi til leigu fyrir heimilislaust fólk með miklar þjónustuþarfir, að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Íbúar í Hlíðum hafa lýst yfir óánægju með áform um að setja slík smáhýsi þar.
Bænastund í Hafnarfjarðarkirkju
Haldin verður samveru- og bænastund í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyss í gærkvöld þegar bíll, með þremur piltum í, fór í sjóinn við Óseyrarbryggju. Ástand tveggja piltanna er alvarlegt og voru þeir fluttir á gjörgæsludeild Landspítala. Sá þriðji var lagður inn á aðra deild á spítalanum og er líðan hans eftir atvikum, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.
18.01.2020 - 12:42