Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.
Sjónvarpsfrétt
Óttast að friðlýsing kippi fótunum undan sjódrekaflugi
Maður sem iðkar sjódrekaflug í Skerjafirði við Álftanes segir áform um að friðlýsa svæðið til þess fallin að kippa fótunum undan íþróttinni, í það minnsta á höfuðborgarsvæðinu. Friðlýsingaráformin byggja á því að fuglalífið á svæðinu hafi alþjóðlegt mikilvægi. 
19.07.2021 - 21:45
Móða frá gosinu mældist í Færeyjum í gær
Slæm loftgæði eru á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Náttúruvársérfræðingur telur rétt að vara viðkvæma við loftmengun. Gosmóða mældist í Færeyjum í gær.
Varað við gosmengun á höfuðborgarsvæðinu
Nú mælist nokkur gosmengun á höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði SO2 og súlfatagnir (SO4) sem valda gosmóðunni. Gildin eru ekki svo há að almenningur eigi að halda sig innandyra en sé fólk viðkvæmt fyrir loftmengun geti það fundið fyrir einkennum á borð við sviða í hálsi og auknum astmaeinkennum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.
18.07.2021 - 15:13
Umdeild ummæli seðlabankastjóra
Forsvarsmenn stærstu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu furða sig á ummælum seðlabankastjóra um að skortur á lóðaframboði og nýbyggingum hafi leitt til mikillar hækkunar á fasteignamarkaði.
Nóttin eins og stórviðburður hjá löggu og slökkviliði
Næturvaktin var eins og stórviðburður væri í bænum, segir í færslu varðstjóra slökkviliðsins um verkefni síðasta sólarhringinn. Farið var í 122 sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og þar af voru 67 á næturvaktinni, flest vegna atvika í miðbænum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt.
Reisa á íbúðir í stað verslunarkjarnans í Arnarbakka
Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að verslunarkjarni við Arnarbakka í neðra-Breiðholti verði rifinn og í stað hans reistar níutíu nýjar íbúðir, almennar jafnt sem námsmannaíbúðir. Þetta kemur fram í fundargerð.
Stöðvuð en vildu hvorugt viðurkenna að hafa ekið bílnum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af allmörgum ökumönnum í gærkvöld og nótt. Þar á meðal karli og konu sem þvertóku bæði fyrir að hafa ekið bíl sem stöðvaður var í miðborg Reykjavíkur.
Hundur numinn á brott og kona festist í fatagámi
Síðdegis í gær réðist maður nokkur inn á heimili í Kópavogi og hafði með sér hund þaðan sem hann staðhæfði að hann ætti. Lögreglu var tilkynnt um málið og hefur eftir húsráðanda að ekki sé rétt að sá sem tók hundinn eigi hann.
Harðari takmarkanir á 17. júní nú en í fyrra
Samkomutakmarkanir eru strangari á þjóðhátíðardaginn nú en í fyrra. Þá máttu 500 koma saman en 300 nú. Reykjavíkurborg ætlar að bjóða upp á viðburði á fimmtudag, þjóðhátíðardaginn, sem verða ekki auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með þessu á að koma í veg fyrir hópamyndun, segir verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Fólk er hvatt til að klæða sig vel, spáð er sex stiga hita í höfuðborginni á hádegi og nokkrum blæstri.
Meiri umferð nú en í fyrra og mest aukning á sunnudögum
Umferðin á Hringveginum, þjóðvegi 1, jókst í maí um 8,4% samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar minnkaði umferð um veginn í maí 2020 svo nam tíu af hundraði sem kenna má áhrifum kórónuveirufaraldursins.
10.06.2021 - 18:13
Vona að Janssen-skammtarnir komi fyrir stóra daginn
Óvíst er hvort hægt verður að bólusetja alla árgangana sem til stendur að bólusetja á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku því skammtarnir frá Janssen hafa enn ekki skilað sér til landsins. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi afþakkað bóluefnið.
Bílveltur, bílþjófnaður og svefn úti á túnum
Bíl var stolið fyrir utan verslun í Háteigshverfi í gær. Eigandinn hafði skroppið inn og skilið bílinn eftir í gangi. Rúmum tveimur tímum síðar fannst bíllinn og sá sem hafði tekið hann ófrjálsri hendi, sofandi undir stýri undir áhrifum áfengis og fíknefna. Hann var tekinn höndum og vistaður í fangaklefa.
Myndskeið
Plastmenguð molta úr GAJU einungis nothæf á haugana
Moltan sem Sorpa framleiðir í GAJU; Gas- og jarðgerðarstöðinni í Álfsnesi, inniheldur allt of mikið plast og nýtist ekki annars staðar en á haugunum. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ætla að byrja að safna lífrænum úrgangi til að hráefnið í moltuna verði boðlegt.  
Tekinn á 74 þar sem hámarkshraði er 30
Ökumaður var stöðvaður í Neðra-Breiðholti á sjötta tímanum í gær þar sem hann ók á 74 kílómetra hraða þar sem leyfilegt er að aka á 30. Hann viðurkenndi brot sitt og má búast við sekt og sviptingu ökuréttinda í þrjá mánuði.
Útköll að Landspítala vegna fólks sem var til vandræða
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti tvisvar að hafa afskipti af fólki sem var til vandræða á sjúkrahúsum borgarinnar í gærkvöld og í nótt.
Mistur rakið til meginlands Evrópu en loftgæði í lagi
Gráleitt mistur hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. „Þetta er eitthvað bland í poka,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur. „Þetta loft virðist bæði hafa komið frá Kanada og Miðvestur-Evrópu. Maður veit ekkert alveg af hverju. Nokkuð víða er sina brennd og afgangsgróður á vorin. Og svo á meðan við vorum með hæga suðvestanátt var þetta sennilega líka gasmengun frá gosinu,“ segir hann.
29.04.2021 - 21:40
Kom að ókunnri konu íklæddri fötunum sínum
Kona nokkur í íbúðahverfi miðsvæðis í höfuðborginni kom að óboðnum gesti á heimili sínu á sjöunda tímanum í gærkvöld. Ókunn kona hafði einhvern veginn komist inn, gert sig heimakomna og klætt sig í föt af húsráðanda.
Flest á hreinu hjá veitingastöðum í borginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti sóttvarnaeftirliti með veitingahúsum í gærkvöldi. Í dagbók kemur fram að nánast alls staðar hafi allt verið á hreinu.
Eldur kviknaði í bíl á þvottaplani við Grjótháls
Eldur kviknaði í vélarrúmi kyrrstæðs bíls sem stóð á þvottaplani við Grjótháls á tíunda tímanum í kvöld. Enginn slasaðist en bíllinn er óökuhæfur eftir.
Þrjár líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í gærkvöldi og í nótt. Einn var handtekinn á öðrum tímanum í nótt eftir að hafa ráðist að öðrum og veitt honum áverka með eggvopni.
Viðtal
Talinn hafa smitast á Jörfa en ekki borið smit með sér
Starfsmaðurinn á leikskólanum Jörfa í Reykjavík, sem fyrst greindist smitaður á fimmtudag, er talinn hafa smitast við störf sín innan leikskólans en ekki borið smit inn í skólann.
18.04.2021 - 15:47
Ekki verður sektað vegna notkunar nagladekkja í apríl
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektar ekki fyrir noktun nagladekkja strax þrátt fyrir að notkun þeirra sé óheimil frá og með deginum í dag.