Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Úrkoma ekki verið meiri í mars frá upphafi mælinga
Víða var veturinn sá úrkomusamasti sem vitað er um, og marsmánuður var sá úrkomumesti frá upphafi mælinga í Reykjavík. Sólskinsstundir voru fáar í höfuðborginni í mars en óvenjumargar á Akureyri. 
05.04.2022 - 20:54
Sjónvarpsfrétt
Margt fatlað fólk innlyksa dögum saman vegna snjóa
Í þrjár vikur hið minnsta hefur snjór og klaki hulið gangséttir á höfuðborgarsvæðinu. Fatlað fólk hefur margt hætt við læknisheimsóknir og fleira þar sem þau komast vart út úr húsi fyrir fannfergi. Víða er ógjörningur að komast í hjólastól eftir gangstéttum.
Sjónvarpsfrétt
Moksturinn gæti byrjað frá byrjunarreit í fyrramálið
Snjómokstur á götum höfuðborgarinnar gæti byrjað aftur frá byrjun í fyrramálið, en gangi veðurspár eftir mun snjóa í nótt og í fyrramálið. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir verkefnið gríðarlega umfangsmikið og biður borgarbúa að sýna því skilning.
Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 á Hellisheiði
Tíu mínútum fyrir miðnætti varð jarðskjálfti af stærðinni 3,15 á Hellisheiði. Tilkynningar um skjálftann hafa borist frá höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði og Ölfusi.
Fasteignir halda áfram að hækka í verði
Verð á fasteignum hækkaði um 1,5% á landinu öllu í desember miðað við vísitölu söluverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Hækkun á einu ári nemur 16,6 prósentum en það er sérbýli á höfuðborgarsvæðinu sem mest áhrif hefur á hana. Greinendur gera ráð fyrir hækkun stýrivaxta Seðlabankans.
Hvetja borgarbúa til að hvíla bílinn vegna loftmengunar
Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mældist 175,5 mikrógrömm á rúmmetra í höfuðborginni í morgun við Grensásveg, Laugarnes og Bústaðaveg/Háaleitisbraut, en það magn telst óhollt fyrir þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum. Borgarbúar eru af þessum sökum hvattir til þess að hvíla bílinn og nota umhverfisvænni ferðamáta.
Heitavatnslaust á hluta höfuðborgarsvæðisins
Heitavatnslaust er á hluta höfuðborgarsvæðins og verður líklega til um klukkan sex í kvöld, vegna bilunar í Nesjavallavirkjun, þegar sprenging varð í tengivirki Landsnets. Höfuðborgarbúar eru beðnir að fara sparlega með heitt vatn á meðan viðgerðirnar standa yfir.
28.01.2022 - 14:55
Hátt í 200 milljarða króna ábati af Sundabraut
Ný félagshagfræðileg greining um lagningu Sundabrautar, leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið af framkvæmdunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir að niðurstöðurnar staðfesti þá sannfæringu hans að Sundabrautin muni umbylta umferð á höfuðborgarsvæðinu.
Myndskeið
Fjórir af sex bæjarstjórum höfuðborgasvæðisins hætta
Fjórir bæjarstjórar af sex stóru sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í sveitarstjórnarkosningum í vor. Bæjarstjórinn í Kópavogi segist ekki getað lofað því að hann sé hættur í pólitík þó hann ætli ekki að bjóða sig fram í sveitarfélaginu að nýju.
Tvö flugeldaslys í gærkvöldi
Þrátt fyrir að janúar sé hálfnaður koma flugeldar enn við sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á áttunda tímanum í gærkvöldi bárust með stuttu millibili tilkynningar um að unglingar hefðu slasast af völdum flugelda.
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Fréttaskýring
Borgin býst við einu andláti á ári, þau eru orðin þrjú
Á árinu hafa fjórir gangandi eða hjólandi vegfarendur látist í umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu, þar af þrír í Reykjavík og langtum fleiri en undanfarin ár. Reykjavíkurborg stefnir að því að fækka slysum um fjórðung fyrir árið 2023. Sérfræðingur segir að nú þurfi meira til en áður til að fækka slysum. Spegillinn fjallar um stöðu og þróun umferðaröryggis í Reykjavík.
Kannaði ekki fylgi áður en hann tók ákvörðun
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar ekki að gefa kost á sér á framboðslista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór segir að persónulegar ástæður liggi að baki, ekki pólitískar.
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með nýju stjórnina
Um það bil 16% landsmanna líst vel á nýja ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Um tuttugu og þrjú prósent segja að sér lítist frekar vel á hana. Ánægjan er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins.
Lögregla varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan varar við flughálku á höfuðborgarsvæðinu nú í morgunsárið. Ökutæki og starfsmenn borgarinnar sem sjá um söltun á götum borgarinnar eiga í erfiðleikum vegna mikillar hálku að því er fram kemur í tilkynningu.
Gular viðvaranir taka gildi í fyrramálið
Gular veðurviðvaranir taka gildi í fyrramálið þegar suðaustanstormur skellur á. Veðurstofan spáir hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá því klukkan átta árdegis til fimm síðdegis á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.
Banaslys er gangandi vegfarandi varð fyrir strætisvagni
Kona sem lést í umferðarslysi á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík á níunda tímanum í morgun varð fyrir strætó. Hún var gangandi. Rauði krossinn veitti farþegum og bílstjóra áfallahjálp. 
25.11.2021 - 22:04
Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Álftamýri í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til um klukkan hálfeitt í nótt vegna bruna á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Álftamýri. Eldur hafði læst sig í gluggatjöld en að sögn varðstjóra var hann er ekki mikill.
Strætisvagn notaður í bólusetningarátaki
Á næstunni verður strætisvagni ekið um götur höfuðborgarinnar og fólki boðið inn til að þiggja bólusetningu gegn COVID-19. Vagninn fer víða um höfuðborgarsvæðið og á mismunandi tímum. Þangað getur það fólk leitað sem ekki hefur þegar fengið bólusetningu.
Aldrei minna fasteignaúrval á höfuðborgarsvæðinu
Mjög hefur dregið úr framboði íbúða til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu en nú eru um fjögur til fimmhundruð íbúðir til sölu. Formaður Félags fasteignasala segir brýnt að stytta þann tíma sem líður frá upphafi skipulags til byggingarleyfis.
Sjö byrlunarmál til rannsóknar í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sjö mál til rannsóknar eftir síðustu helgi þar sem grunur er um að fólki hafi verið byrluð ólyfjan. Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við skriflegri fyrirspurn fréttastofu. Fólkið var flutt á slysadeild, en þau voru öll stödd á skemmtistöðum eða krám í miðborg Reykjavíkur.
Flúði lögregluna á hlaupum eftir bílaeltingaleik
Ökumaður forðaði sér af vettvangi eftir eltingaleik lögreglu í nótt. Skömmu fyrir klukkan tvö hugðust lögreglumenn stöðva för bifreiðar í úthverfi borgarinnar en ökumaðurinn sinnti því engu heldur ók í snarhasti á brott.
Sjónvarpsfrétt
Segir fullyrðingar um lóðaskort rangar
Borgarstjóri hafnar því að lóðaskortur sé í Reykjavík en hann geti ekki ráðið því hversu hratt verktakar byggja á lóðum. Hann segir bankana hafa haldið að sér höndum í útlánum til húsbygginga. 
29.10.2021 - 20:47
Stöðvaður með tíu kíló af smjöri í bakpoka
Maður var stöðvaður í gærdag á leið út úr verslun í Kópavogi með talsvert magn af íslensku smjöri í bakpokanum sínum. Hann hafði ekki borgað fyrir smjörið. Kona ók hlaupahjóli á lögreglubíl í miðborginni í nótt.
Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur
Næstu hús hristust og hár hvellur varð í morgun er skurðgrafa tók í sundur rafmagnsstreng á Snorrabraut í Reykjavík. Það sáust blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum. Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma.
21.10.2021 - 11:44