Færslur: Höfuðborgarsvæðið

Næstu hús hristust þegar strengur fór í sundur
Næstu hús hristust og hár hvellur varð í morgun er skurðgrafa tók í sundur rafmagnsstreng á Snorrabraut í Reykjavík. Það sáust blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum. Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma.
21.10.2021 - 11:44
Rafmagnslaust eftir að strengur var grafinn í sundur
Rafmagn fór af í miðbæ Reykjavíkur, í Skerjafirði og á Hlíðarenda rétt fyrir klukkan tíu í morgun. Strengur var óvart grafinn í sundur með þessum afleiðingum. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist mikill hvellur og nærliggjandi hús hristust. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, þá er vitað nákvæmlega hvar þetta gerðist og ekki er búist við að viðgerð taki langan tíma.
21.10.2021 - 10:17
Kinnhestur á bar og ekið á ljósastaura í borginni
Tilkynnt var um líkamsárás á krá í austurbæ Reykjavíkur skömmu fyrir miðnætti í gær, þar sem maður kvaðst vera með brákaða tönn eftir högg í andlitið. Sá sem sló var enn staddur á kránni.
Umferð á bíllausa deginum nærri meðaltali miðvikudaga
Bíllausa daginn 22. september var umferð svipuð og að meðaltali aðra miðvikudaga í september. Aldrei hefur mælst jafnmikil umferð á höfuðborgarsvæðinu í september og í ár.
11.10.2021 - 14:15
Hafnfirðingar, Garðbæingar og Akureyingar fá deilibíla
Svokallaðir deilibílar standa íbúum Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar til boða. Slíkir bílar hafa síðustu ár verið á þrettán stöðum í borginni. 
07.10.2021 - 16:18
Ölvaður átti bágt með að komast inn í eigið hús
Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt. Þrettán manns gista fangageymslur eftir nóttina. Hnífamaður gekk um borgina og ofurölvi maður átti í vandræðum með að komast inn í eigið hús.
Bíl ekið á bensíndælu við Sprengisand
Bíl var seint í gærkvöldi ekið á bensíndælur á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Engin slys urðu á fólki en dráttarbíll fjarlægði bifreiðina og bensíndæluna að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur erill virðist hafa verið hjá lögreglu í gærkvöld og í nótt.
Myndband
Eldur í íbúðarhúsi við Arnarsmára í Kópavogi
Eldur kom upp í íbúð á fyrstu hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Arnarsmára í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað til en að sögn varðstjóra var eldur mjög lítill og skamma stund tók að slökkva hann.
Byltur og björgunaraðgerðir í borginni
Lögregla og björgunarsveitir höfðu í mörg horn að líta í gærkvöld og í nótt. Nokkuð var um byltur og önnur óhöpp. Björgunarsveitir liðsinntu göngumanni í vanda og strönduðum sjófarendum.
Drukkinn barði rangt hús að utan og vildi komast inn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sá um að koma drukknum manni heim til sín eftir að hann hafði farið húsavillt, ekki komist inn og því barið húsið allt að utan. Nokkuð var um ölvun á svæðinu auk þess sem kona hlaut brunasár af djústeikingarfeiti og unglingur datt og slasaðist.
Hópslagsmál í Kópavogi og bruni í Reykjavík
Tilkynnt var um hópslagsmál í Kópavogi þar sem hópur ungmenna tókst á. Hópurinn leystist upp þegar lögregla mætti á staðinn. Talsverðar annir voru hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og í nótt en alls eru tæplega hundrað mál skráð í dagbók hennar.
Óvíst hvort tilslakanir hafi áhrif á skólastarf
Enn er óvíst hvort nýjustu tilslakanir á sóttvarnareglum, sem tóku gildi á miðnætti, hafi áhrif á starfsemi leik- og grunnskóla. Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, telur að varfærni og hólfaskipting í grunnskólum hafi skilað árangri.
Líkamsárásir og íkveikjur í höfuðborginni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk þrjár tilkynningar um líkamsárásir í gærkvöldi. Tvisvar var kveikt í pappagámi í Neðra-Breiðholti með nokkurra stunda millibili án þess að miklar skemmdir yrðu.
Ástand á vinnumarkaði batnar enn
Atvinnuleysi hérlendis hefur dregist jafnt og þétt saman frá upphafi þessa árs og var hlutfall atvinnulausra í ágúst komið í 5,5%. Í júlí var hlutfallið 6,1% en það var hæst á árinu í janúar, eða 12,8%. Skráðir atvinnulausir hjá Vinnumálastofnun voru í lok ágúst 11.499 talsins og enn er atvinnuleysi mest á Suðurnesjum, eða 9,7%.
Eldur reyndist vera bjarmi frá lampa
Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var sent af stað skömmu eftir miðnætti vegna tilkynningar um eld Árbæjarhverfi. Þegar til kom reyndist eldurinn vera bjarmi frá lampa og því var allt lið afturkallað.
Hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gær sem hafði skemmt bíla og veist að fólki í Neðra-Breiðholti. Hann tók handtökunni ekki vel og hótaði lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.
Umferðin jókst um 6% í ágúst - þó minni en fyrir covid
Umferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um tæp sex prósent í síðasta mánuði miðað við ágúst í fyrra. Á vef Vegagerðarinnar segir að umferðin sé þó ekki búin að ná sömu hæðum og áður en faraldurinn skall á.
05.09.2021 - 14:59
Gekk drukkinn í veg fyrir bíla og reyndi að komast inn
Drukkinn maður gekk í veg fyrir bifreiðar á ferð í Efra-Breiðholti í gærkvöldi og reyndi að komast inn í þær. Lögreglu var tilkynnt um athæfið, maðurinn var handekinn og vistaður í fangaklefa vegna ölvunarástands síns.
Líkamsárásir, þjófnaðir og akstur undir áhrifum
Allnokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fjórum sinnum bárust tilkynningar um líkamsárásir og þremur tilfellum urðu konur fyrir barðinu á árásarmönnum.
Eldur í herbergi við Hátún í Reykjavík
Eldur kom upp í herbergi í fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík í kvöld. Slökkvilið var kallað til upp úr klukkan ellefu og gekk greiðlega að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
Fasteignaverð í Árborg hækkar mest milli ára
Fasteignaverð hefur hækkað nokkuð umfram spár á milli ára og eftirspurn eftir sérbýli á höfuðborgarsvæðinu er þar einn helsti drifkrafturinn. Þó verðið á sérbýli sé hæst á höfuðborgarsvæðinu eru verðhækkanir frá árinu 2020 til 2021 mestar í Árborg.
17.08.2021 - 09:52
Laugardalshöll aftur nýtt til bólusetninga
Liður í aðgerðum sem stjórnvöld kynntu á föstudaginn er að ráðist verði í bólusetningarátak.
Slökkvilið fór í 56 covid-flutninga síðasta sólarhring
Síðasti sólarhringur var erilsamur hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sem fór í 155 sjúkraflutninga og þar af 56 covid-flutninga sem krefst meiri viðbúnaðar.
16% hækkun á vísitölu íbúðaverðs milli ára
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram upp á við og hækkar um 1,4% milli mánaða. Síðastliðna 12 mánuði hefur hún hækkað um 16%.
Ýmsar skýringar geta verið á óþægindum í öndunarfærum
Mikil loftmengun hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Asma og ofnæmislæknir segir ýmsar skýringar geta verið á verri líðan fólks með öndunarfæravanda. Veðurstofa Íslands og Reykjavíkurborg hvöttu fólk viðkvæmt fyrir loftmengun til að fara varlega í gær og varaði við því að ung börn svæfu utandyra.