Færslur: Höfn í Hornafirði

Myndskeið
Bæjarstjóri fær knús: „Ægir bræddi mig algjörlega“
Fjöldi nýrra bæjarstjóra sest í bæjarstjórastóla í sveitarfélögum landsins um þessar mundir og verkefnin sem bíða í nýju starfi eru eins fjölbreytt og þau eru mörg. Einn þeirra sem nýtekinn er við starfi sínu, er Sigurjón Andrésson nýráðinn bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði. Hann fékk óvæntan glaðning í dag, þegar hann var að halda sína fyrstu ræðu og þakka íbúum góðar móttökur.
Rostungurinn mættur aftur á Höfn og nýtur athyglinnar
Rostungurinn sem skaut upp kollinum á Höfn í Hornafirði í gær, og talið að sé skemmdarvargur af írskum ættum að nafni Wally, sneri aftur á bryggjuna í Höfn upp úr klukkan 19:30 í kvöld og naut þar athygli bæjarbúa sem fjölmenntu til að berja hann augum.
20.09.2021 - 20:58
Myndskeið
Rostungur á Höfn í Hornafirði
Rostungur nokkur gerði sig heimakominn á bryggjunni á Höfn í Hornafirði í dag. Fréttastofa fékk þessar skemmtilegu myndir frá Lilju Jóhannesdóttur af rostungnum, þar sem hann liggur makindalega á bryggjunni og virðist litlu skeita um þá athygli sem hann fær frá forvitnum bæjarbúum.
19.09.2021 - 19:45
Ferfættur ruslaplokkari á Höfn í Hornafirði hlaut styrk
Kötturinn Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, hefur vakið nokkra athygli í sumar en hún er sérstaklega öflugur ruslaplokkari í bænum. Birta plokkar rusl á hverjum degi og færir eiganda sínum, Stefaníu Hilmarsdóttur. Kisan Birta hefur ekki tekið sumarfrí frá plokkunarstörfum þetta árið en hún hefur þegar fyllt heilan plastpoka af rusli, það sem af er ágústmánuði.
Gul viðvörun í kvöld á Suðausturlandi
Framundan eru fremur mildir sunnanvindar með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Hægari vindar og bjartvirði norðaustan til á landinu.
Ruslasafn heimiliskattar til sýnis á Hornafirði
Kisan Birta, sem býr á Höfn í Hornafirði, á sérstakt áhugamál. Kisan plokkar rusl og hluti sem hafa verið skildir eftir eftirlitslausir í gríð og erg og nú hefur verið opnuð sýning með afrakstrinum í Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Viðtal
„Gjörbreytt staða“ á Hornafirði en bjartsýni að aukast
Atvinnuleysi í sveitarfélaginu Hornafirði mælist nú tæplega 27% en var í lágmarki í byrjun árs. Bæjarstjórinn segir mikið skarð vera höggvið í sveitarfélagið þegar komur ferðamanna lögðust af vegna kórónuveirufaraldursins.
Þjóðvegi eitt lokað að hluta á Suðausturlandi
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað á milli Núpsstaðar og Hafnar í Hornafirði og verður hann líklegast lokaður fram á nótt, eða þar til ferðafært verður á ný. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er gert ráð fyrir því að það hvessi enn frekar á svæðinu og sandfok, og hætta á sandfoki, aukist. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðausturlandi.
24.10.2019 - 19:15
Myndskeið
Orkuhreyfing og eldjöklar í galleríum á Höfn
Á myndlistarsýningunni Orkuhreyfing á Svavarssafni á Höfn í Hornafirði kallast þær Hildur Steinþórsdóttir og Rúna Thors á við orkuna í verkum Svavars Guðnasonar.
02.09.2019 - 13:39