Færslur: HM kvenna 2019

Meira en milljarður horfði á HM í Frakklandi
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, birti í dag áhorfstölur frá heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í sumar. Aldrei hafa fleiri horft á HM kvenna í fótbolta.
18.10.2019 - 18:00
Heimsmeistararnir fá stuðning úr ýmsum áttum
Eins og frægt er orðið stendur kvennalandslið Bandaríkjanna í fótbolta sem varð heimsmeistari á nýafstöðnu HM í Frakklandi í baráttu við knattspyrnusambandið um að fá sömu laun og karlaliðið og stuðningurinn kemur úr ýmsum áttum. Fyrirtækið Procter & Gamble tilkynnti í gær að það ætlaði að greiða liðinu 529 þúsund dollara í bónus eða rúmar 66 milljónir íslenskra króna.
15.07.2019 - 09:29
Meira áhorf á úrslitaleik kvenna en karla á HM
Sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum á úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta á sunnudag var meira en áhorfið á úrslitaleik HM karla í fyrra. Alls horfðu 14,3 milljónir Bandaríkjamanna á úrslitaleik Bandaríkjanna og Hollands á sunnudag en 12,5 milljónir Bandaríkjamanna sáu úrslitaleikinn milli Frakklands og Króatíu í Rússlandi í fyrra.
09.07.2019 - 11:18
Ólík lífshlaup Rapinoe-systkina
Fjölskylda Megan Rapinoe, besta leikmanns heimsmeistaramótsins í fótbolta, var áberandi á áhorfendapöllunum í Frakklandi meðan á mótinu stóð. Bróðir hennar, Brian Rapinoe, þurfti þó að láta sér nægja að horfa á leiki bandaríska liðsins með ökklaband á meðferðarheimili á vegum fangelsisyfirvalda í San Diego í Kaliforníu.
08.07.2019 - 16:45
Myndskeið
Taktu þátt í að velja flottasta markið á HM
FIFA stendur fyrir kosningu á flottasta markinu á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem lauk í Frakklandi í gær. Tíu mörk hafa verið tekin saman á heimasíðu FIFA sem almenningur getur valið á milli.
08.07.2019 - 13:45
Myndskeið
Sjáðu fagnaðarlæti bandaríska liðsins
Bandaríkin urðu í dag heimsmeistarar kvenna í fótbolta í fjórða sinn eftir 2-0 sigur gegn Hollandi í úrslitaleik HM í Frakklandi. Þá varði liðið titil sinn frá árinu 2015.
07.07.2019 - 20:00
Rapinoe best og markahæst á HM
Megan Rapinoe sankaði að sér verðlaunum eftir úrslitaleik Bandaríkjanna og Hollands á HM kvenna í fótbolta í dag. Hún var valin besti leikmaður mótsins auk þess sem mark hennar í úrslitaleiknum tryggði henni markadrottningartitilinn.
07.07.2019 - 18:00
Myndskeið
Sjáðu laglegt mark Lavelle
Rose Lavelle gerði út um vonir hollenska kvennalandsliðsins á heimsmeistaratitli er hún kom Bandaríkjunum í 2-0 forystu í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta í dag.
07.07.2019 - 17:20
Myndskeið
Umdeilt víti kom Bandaríkjunum á bragðið
Bandaríkin unnu í dag heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta í fjórða sinn eftir 2-0 sigur gegn Hollandi í úrslitum á HM í Frakklandi í dag. Megan Rapinoe kom bandaríska liðinu í forystu með marki úr umdeildri vítaspyrnu.
07.07.2019 - 17:00
Sjáðu mörkin
Bandaríkin vörðu heimsmeistaratitilinn
Bandaríkin eru heimsmeistarar kvenna í fótbolta árið 2019 eftir 2-0 sigur gegn Hollandi í úrslitaleik mótsins í Lyon í Frakklandi í dag. Liðið ver titil sinn frá því í Kanada fyrir fjórum árum.
07.07.2019 - 16:55
Sjáðu byrjunarliðin
Rapinoe og Martens byrja úrslitaleikinn
Megan Rapinoe snýr aftur í lið Bandaríkjanna fyrir úrslitaleik HM gegn Hollandi í dag. Þá hefur Lieke Martens náð sér af meiðslum og byrjar fyrir Holland. Leikurinn hefst klukkan 15:00.
07.07.2019 - 14:05
Myndskeið
„Njótum ekki sömu virðingar og karlar“
Sherida Spitse, leikmaður Hollands, og Megan Rapinoe, leikmaður Bandaríkjanna, sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í gær í aðdraganda úrslitaleiks liðanna á HM kvenna í fótbolta í dag.
07.07.2019 - 09:30
Upphitun
HM í dag: Hverjir verða heimsmeistarar?
Komið er að úrslitastund á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta. Bandaríkin og Holland mætast í úrslitum mótsins klukkan 15:00 í dag og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
07.07.2019 - 08:00
Myndskeið
Sjáðu leið Hollands í úrslit
Úrslitin ráðast á HM kvenna í fótbolta á morgun er Evrópumeistarar Hollands mæta ríkjandi heimsmeisturum Bandaríkjanna í úrslitaleik mótsins klukkan 15:00. Að neðan má sjá samantekt úr öllum leikjum Hollands á mótinu til þessa.
06.07.2019 - 18:30
Myndskeið
Sjáðu leið Bandaríkjanna í úrslit
Úrslitin ráðast á HM kvenna í fótbolta á morgun er ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna mæta Evrópumeisturum Hollands í úrslitaleik mótsins klukkan 15:00. Að neðan má sjá samantekt úr öllum leikjum Bandaríkjanna á mótinu til þessa.
06.07.2019 - 18:00
Sjáðu mörkin
Svíþjóð vann bronsleikinn
Svíþjóð hlaut brons á HM kvenna í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Englandi í leik um þriðja sæti mótsins í dag. Bronsið er það þriðja í þeirra sögu.
06.07.2019 - 16:55
Myndskeið
Segir ekki það sama ganga yfir konur og karla
Alex Morgan, framherji bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta, er ósátt við þá gagnrýni sem hún hefur hlotið fyrir fagn sitt gegn Englandi í undanúrslitum HM á dögunum. Hún segir ekki það sama ganga yfir konur og karla í þeim efnum, að tvöfalt siðgæði sé í fótboltaheiminum.
06.07.2019 - 09:00
HM í dag: Keppt um bronsið
England og Svíþjóð keppa í dag um bronsverðlaun á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í Frakklandi. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er sýndur beint á RÚV.
06.07.2019 - 08:30
Myndskeið
Mikil eftirvænting í Lyon
Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta nær hámarki um helgina. Á morgun leika Svíar og Englendingar um þriðja sætið og á sunnudaginn mætast heimsmeistarar Bandaríkjanna og Evrópumeistarar Hollands í sjálfum úrslitaleiknum í Lyon í Frakklandi. Og þar fer stemningin stigmagnandi.
05.07.2019 - 20:00
„Besta HM í sögunni“
Gianni Infantino, forseti FIFA, segir HM í Frakklandi hafa verið besta HM kvenna frá upphafi. FIFA hefur miklar áætlanir til að styrkja kvennafótbolta, meðal annars að fjölga keppnisþjóðum HM í 32.
05.07.2019 - 15:21
Viðtal
Guðni Bergs: Evrópa leiðandi í kvennaboltanum
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, er fulltrúi Íslands og Evrópska knattspyrnusambandsins í aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandsins á HM kvenna í fótbolta sem stendur nú yfir í Frakklandi. Sjö af átta þjóðum sem komust í 8-liða úrslit voru frá Evrópu sem hann segir ljóst að sé leiðandi í kvennaboltanum.
04.07.2019 - 21:00
Viðtal
„Konurnar haga sér almennt betur en karlarnir“
„Þetta hafa verið góðir leikir og það er mikil athygli á keppninni. Áhorfið í sjónvarpi hefur verið flott og stemningin góð og mér finnst þetta hafa gengið mjög vel,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sem er á HM í fótbolta í Frakklandi sem meðlimur í aganefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.
04.07.2019 - 20:51
Myndskeið
Groenen skaut Holland í úrslit
Evrópumeistarar Hollands komust í kvöld í úrslit á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn í sögunni. Liðið vann Svíþjóð 1-0 í undanúrslitum eftir framlengdan leik.
03.07.2019 - 21:40
Lindahl: „Einhver mun henda mér öfugri út“
Hedvig Lindahl, markvörður sænska kvennalandsliðsins í fótbolta, er nú á sínu fimmta heimsmeistaramóti. Hún er einn besti markmaður heims og verður vafalaust í eldlínunni í undanúrslitaleiknum gegn Evrópumeisturum Hollands í Lyon í kvöld.
03.07.2019 - 16:42
Engar skrúðgöngur á leikinn í Lyon í kvöld
Lögregluyfirvöld í Lyon í Frakklandi hafa bannað allar skrúðgöngur fyrir viðureign Hollands og Svíþjóðar í undanúrslitum HM í fótbolta í borginni í kvöld. Stuðningsmenn beggja þjóða hafa fylkt liði og gengið í skrúðgöngu á leiki sinna liða hingað til í keppninni svo eftir hefur verið tekið.
03.07.2019 - 15:03