Færslur: HM í knattspyrnu 2022

Þýska sambandið ætlar að stefna FIFA
Þýska verslunarkeðjan Rewe ákvað í dag að rifta auglýsingasamningi sínum við þýska knattspyrnusambandið, fyrir að berjast ekki gegn banni FIFA við að bera fyrirliðaband til stuðnings hinsegin fólks. Þýska sambandið hyggst kæra ákvörðun FIFA.
HM fréttir dagsins
Opnunardagur HM að baki - mörkin, myndir og fréttir
Hér birtast allar helstu fréttir af Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sunnudaginn 20. nóvember. Úrslit, fréttir og allt það helsta á einum stað í lifandi uppfærslu.
Lánlausir Katarar lágu fyrir Ekvador í sögulegu tapi
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hófst í Katar í dag með opnunarleik Katar og Ekvador. Enner Valencia var allt í öllu í leiknum í dag en hann skoraði bæði mörk Ekvadora í 2-0 sigri. Tap Katar er í fyrsta sinn sem gestgjafar HM tapa fyrsta leik sínum, en nú er mótið haldið í 22. skipti.
20.11.2022 - 18:01
HM handan við hornið - hver er styrkleiki Katara?
Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu hefst á morgun í Katar. Katarar sjálfir leika opnunarleikinn gegn Ekvador. En hversu góðir eru Katarar í knattspyrnu? Liðið líkist í raun að miklu leiti félagsliði og kemur á siglingu inn í mótið. Meðal þess sem kemur við sögu er Heimir Hallgrímsson, vínrauði liturinn og spænsk áhrif.
Níu dagar í HM - Saga níunda besta liðsins
Í dag eru níu dagar í að heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla hefjist í Katar. RÚV telur niður í mótið og nú fjöllum við um Úrúgvæ sem er níunda besta þjóð allra tíma á HM. Við sögu kemur sá einhenti, háværasta þögn knattspyrnusögunnar og hendi djöfulsins.
11.11.2022 - 07:00
HM í Katar: Samkynhneigð frá Sviss og Dönum neitað
Nú þegar styttist óðfluga í Heimsmeistaramót karla í knattspyrnu í Katar eru keppnisliðin að undirbúa sig af krafti. Svisslendingar tilkynntu hóp sinn í gær og samkynhneigt par var notað í kynningarmyndbandinu. Þá hefur danska knattspyrnusambandinu verið meinað að bera yfirskriftina "Mannréttindi fyrir alla" á æfingatreyjum sínum.
10.11.2022 - 19:29
10 dagar í HM — Númer þeirra bestu
Í dag eru 10 dagar þar til heimsmeistaramótið í fótbolta hefst í Katar. RÚV telur niður í mótið og í dag ætlum við að fjalla um knattspyrnumenn sem leikið hafa í treyju númer 10.
11 dagar í HM - markaskorarinn í treyju númer 11
Í dag eru 11 dagar þar til heimsmeistaramótið í fótbolta hefst í Katar. RÚV telur niður í mótið og í dag ætlum við að fjalla um Þjóðverjann Miroslav Klose, leikmann í treyju númer 11. Klose á metið yfir flest skoruð mörk á HM en hann mætti með liði Þjóðvera á fjögur heimsmeistaramót á ferli sínum.
09.11.2022 - 06:00

Mest lesið