Færslur: Hlutabréfaviðskipti

Virði bréfa í Kviku og Marel lækka skarpt
Virði hlutabréfa í Marel og Kviku í hafa lækkað skarpt það sem af er nokkuð rauðum degi í Kauphöll Íslands.
20.07.2022 - 11:30
Verð á hlutabréfum í Twitter snarlækkaði
Verð á hlutabréfum í bandaríska samfélagsmiðlarisanum Twitter snarlækkaði á fyrsta viðskiptadegi í bandarísku kauphöllinni eftir að milljarðamæringurinn Elon Musk tilkynnti það á föstudagskvöld, að hann væri hættur við umsamin kaup sín á fyrirtækinu fyrir 44 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði um 6.000 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfanna lækkaði um 11,3 prósent frá opnun til lokunar kauphallarinnar og var lokaverð hvers hlutar 32,65 dalir.
Stórtap hjá Boeing á fyrsta ársfjórðungi
Verð á hlutabréfum í Boeing flugvélasmiðjunum bandarísku hrapaði um níu prósent þegar viðskipti hófust í dag á Wall Street. Ástæðan er 1,2 milljarða dollara tap fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi.
27.04.2022 - 16:25
Hlutabréf féllu í morgun en olíuverð stóð í stað
Hlutabréf í Hong Kong féllu í verði við opnun markaða í morgun. Verð lækkaði á fleiri mörkuðum í Asíu og Eyjaálfu með nokkrum undantekningum þó. Sérfræðingar búast við áframhaldandi flökti á markaðnum.
Fasteignarisinn Evergrande stöðvar hlutabréfaviðskipti
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande tilkynntu í morgun stöðvun viðskipta með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong. Fyrirtækið skuldar 300 milljarða bandaríkjadala og á í mesta basli með að standa við skuldbindingar sínar.
Seldi hlutabréf í Tesla fyrir 140 milljarða króna
Elon Musk, aðaleigandi og forstjóri Tesla-verksmiðjanna og einn ríkasti maður heims, seldi í gær hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 140 milljarða króna. Með þessu hyggst hann borga brot af þeirri fjárhæð sem hann skuldar skattinum. Standi hann við stóru orðin er þetta þó bara smáræði í samanburði við það sem koma skal.
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Arion og Eimskip leiddu miklar hækkanir á árinu
Hlutabréf í kauphöllinni hækkuðu um 45 prósent á árinu sem er að líða. Arion banki og Eimskip leiddu hækkanir en hlutabréf í þeim nærri tvöfölduðust í verði.