Færslur: Hlutabréfaviðskipti

Seldi hlutabréf í Tesla fyrir 140 milljarða króna
Elon Musk, aðaleigandi og forstjóri Tesla-verksmiðjanna og einn ríkasti maður heims, seldi í gær hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 140 milljarða króna. Með þessu hyggst hann borga brot af þeirri fjárhæð sem hann skuldar skattinum. Standi hann við stóru orðin er þetta þó bara smáræði í samanburði við það sem koma skal.
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.