Færslur: Hljóðupptökur

Fjörur og fossar lifna við á hljóðkorti á Íslandi
Ölduniður í Reynisfjöru og fossaföll frá Seljalandsfossi og Skógafossi eru nú aðgengileg í hljóðkorti af Íslandi. Nemendur við Víkurskóla í Grafarvogi auk erlendra gestanema vinna að upptökum á fleiri náttúruhljóðum.
10.05.2022 - 13:16
Upptökustjórinn Phil Spector látinn
Bandaríski upptökustjórinn Phil Spector lést í gær, 81 árs að aldri. Spector lést í fangelsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann afplánaði dóm til 19 ára eða lífstíða fyrir morð. Hann skaut leikkonuna Lönu Clarkson til bana á heimili sínu árið 2003.
Bæjarstjórn hafnar hljóðupptökum
Bæjarstjórn Vestmannaeyja hafnaði á fundi sínum í gær hljóðupptökum á fundum framkvæmda- og hafnarráðs bæjarins. Meirihluti ráðsins óskaði eftir hljóðupptökunum. Bæjarstjórn vísar til siðareglna í samþykkt sinni, þar sem segir að kjörnir fulltrúar skuli virða trúnað um ummæli einstakra fundarmanna á lokuðum fundum. Bæjarstjórn hafni beiðninni að sinni og trúi því að nefndarmenn geti tamið sér vinnubrögð sem sómi sé að.
26.02.2016 - 15:24