Færslur: Hleðslustöðvar

Landsréttur staðfestir ógildingu vegna hleðslustöðva
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um ógildingu úrskurðar kærunefndar útboðsmála í máli Ísorku gegn Orku náttúrunnar og Reykjavíkurborg. Í málinu var tekist á um lögmæti samnings borgarinnar og Orku náttúrunnar um uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík.
Skortur á rafvirkjum tefur uppsetningu á hleðslustöðvum
Skortur á rafvirkjum á norðausturhorni landsins hefur seinkað uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Verkefnastjóri hjá samtökum sveitarfélaga í fjórðungnum segir afar brýnt að þétta net hleðslustöðva og svo hægt sé að ferðast meira á rafbílum.
Tesla hefur opnað hraðhleðslustöð á Akureyri
Við Norðurtorg á Akureyri hefur verið tekin í notkun Tesla-hraðhleðslustöð þar sem hægt er að hlaða allt að átta bíla í einu. Stöðvarnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir langferðir og breyti því miklu fyrir rafbílaeigendur á ferð um þjóðveginn.
16.10.2021 - 18:12
Enn fjölgar rafhleðslustöðvum
Þeim sem áttu leið um Akureyri í sumar á rafbíl, þótti vanta nokkuð upp á fjölda hleðslustöðva í bænum. Nú hefur fleiri stöðvum verið bætt við og áætlað að fjölgun þeirra verði enn meiri á næstunni. 
16.09.2021 - 09:14
Kærunefnd hafnaði tveimur erindum um hleðslustöðvar
Kærunefnd útboðsmála hefur úrskurðað að hafna skuli endurupptökubeiðni Orku náttúrunnar í máli gegn Reykjavíkurborg og Ísorku ehf. Þá hafnaði nefndin einnig erindi Reykjavíkurborgar um að réttaráhrifum úrskurðar kærunefndar frá í júní yrði frestað.
Slökkt á götuhleðslum ON á mánudag eftir kvörtun Ísorku
Orka náttúrunnar slekkur á þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp í Reykjavík á mánudag vegna kvörtunar Ísorku yfir því að hleðslurnar skuli vera opnar hverjum sem er, gjaldfrjálst. Óvíst er hvenær hleðslustöðvarnar verða opnaðar á ný.
25.06.2021 - 14:11
Drægni rafbíla er minnst á Íslandi
Lágt meðalhitastig hér á landi veldur því að hvergi á OECD-svæðinu er drægni rafbíla minna, að því er kemur fram í Fréttablaðinu. Ástæðan er sú að í kulda er rafhitun notuð í meira mæli.