Færslur: Hjúkrunarfræðingar

Hjúkrunarfræðingar eru tilbúnir í verkfall
Tveir af hverjum þremur hjúkrunarfræðingum eru tilbúnir til að grípa til aðgerða til að knýja fram kjarabætur.  Þetta kemur fram í könnun sem samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði meðal félagsmanna sinna.  Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, segir þetta vera skýr skilaboð til stjórnvalda, hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir til að ganga nokkuð langt til að fá ásættanleg laun.
Öllum steinum velt við í kjaradeilunni
Rúmlega tveggja klukkutíma samningafundi hjúkrunarfræðing og ríkisins lauk nú í hádeginu. Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sem undirritaður var fyrr í mánuðinum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að samninganefndirnar hafi sammælst um það velta við öllum steinum.
Myndskeið
Óttast að hjúkrunarfræðingar segi upp störfum
Forstjóri Landspítalans hefur miklar áhyggjur af því að hjúkrunarfræðingar hafi fellt nýgerðan kjarasamning. Hann óttast uppsagnir og hvetur samninganefndir ríkis og hjúkrunarfræðinga til að semja. Ríkissáttasemjari hefur boðað til samningafundar klukkan tíu í fyrramálið. Hjúkrunarfræðingar eru fjórði hópur heilbrigðisstarfsfólks sem fellt hefur kjarasamning á síðustu vikum.
Tillögum um hjúkrunarfræði skilað í skugga faraldurs
Ásókn í hjúkrunarfræðinám er meiri en hægt er að anna, að óbreyttu, og því þarf að fjölga bæði námsplássum og starfsfólki og efla getu til að sinna klínísku námi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um menntun hjúkrunarfræðinga og leiðir til að fjölga þeim sem ljúka námi. Hópurinn skilaði tillögum sínum á dögunum, í skugga COVID-19 alheimsfaraldursins.
19.04.2020 - 08:56
Viðræðurnar eru flóknar en þokast áfram
Samningafundur hjúkrunarfræðinga og ríkisins, sem hófst klukkan 13, stendur enn. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, kveðst ánægður með vinnu dagsins og samninganefndirnar og segir að viðræðurnar þokist áfram en að þetta sé flókið verkefni. Fundinum lýkur um klukkan 18 og hefur annar verið boðaður á morgun.
Segir hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni oft gleymast
Hjúkrunarfræðingur segir landsbyggðina oft gleymast í umræðunni um kjaramál. Hún vill leggja stofnanasamninga af og segir alla eiga að sitja við sama borð í samningagerð.
Spegillinn
Þarf að bregðast við með álagsgreiðslum
Stjórn Sjúkraliðafélags Ísland hefur hefur ritað öllum forstjórum heilbrigðisstofnana bréf þar sem farið er fram á að ákvæði í kjarasamningi um sérstakar greiðslur vegna álags verði virkjað. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur líka komið sams konar beiðni á framfæri og það fyrir allnokkru.
06.04.2020 - 18:47
Annar fundur boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Samninganefndir Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins funduðu í klukkustund í morgun. Gangur er í viðræðunum og hefur ríkissáttasemjari boðað til annars fundar klukkan eitt á morgun.
06.04.2020 - 14:13
Fylgjast með líðan heilbrigðisstarfsfólks
Alma Möller, landlæknir, hefur áhyggjur af álagi á heilbrigðisstarfsfólk þessar vikurnar á meðan COVID-19 faraldurinn geisar. Kallað hefur verið eftir upplýsingum um álagið, mönnun og aðbúnað, að því er segir í Læknablaðinu.
Fyrsti samningafundur í hálfan mánuð
Hjúkrunarfræðingar og ríkið funda hjá ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í dag. Síðasti formlegi fundur í deilunni var 24. mars.
Framlengja og tryggja vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga
Vaktaálagsauki sem hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa fengið vegna tilraunaverkefnis spítalans verður framlengdur til næstu mánaða og nauðsynlegar fjárveitingar tryggðar. Þetta kemur fram í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra hafa sent forstjóra Landspítala vegna málsins.
Fundur boðaður í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir Félags hjúkrunarfræðinga og ríkisins á samningafund á mánudag. Síðasti fundur í deilunni var 24. mars.
Myndskeið
Alma biðlar til ráðherra að afturkalla launalækkun LSH
Landlæknir biðlar til heilbrigðisráðherra að afturkalla tekjuskerðingu hjúkrunarfræðinga á Landspítala. Deildarstjóri á gjörgæslu segir að fólk sé að íhuga uppsagnir og vilji áhættugreiðslur. Hjúkrunarfræðingar eru reiðir og sárir og álagið á deildinni engu líkt.
02.04.2020 - 18:52
„Hvaða skilaboð eru yfirvöld að senda stéttinni?“
Formaður Félags hjúkrunarfræðinga óttast flótta úr stéttinni eftir að COVID-19 faraldrinum lýkur. Hjúkrunarfræðingar hafa verið án samnings í tæpt ár og ekkert þokast í samkomulagsátt.
21.03.2020 - 11:59
Viðtal
Um 800 manns á baráttufundi
Um átta hundruð manns mættu á baráttufund BRSB, Félags hjúkrunarfræðinga og BHM í Háskólabíói í dag og var nær fullt út úr dyrum. Kjarasamningar félagsmanna þessara félaga hafa verið lausir í tíu mánuði.
30.01.2020 - 21:05
Viðurkenna mistök í svari um kjör hjúkrunarfræðinga
Heilbrigðisráðuneytið hefur viðurkennt að hafa gert mistök í svari við skriflegri fyrirspurn um launamun hjúkrunarfærðinga eftir sjúkrahúsum. Í yfirlýsingu frá ráðuneytinu segir að svarið hafi verið byggt á röngum forsendum.
24.01.2020 - 12:16
Hjúkrunarfræðingar segja þolinmæðina á þrotum
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að stefnuleysi stjórnvalda knúi á róttækar aðgerðir, en kjaraviðræður hjúkrunarfræðinga við ríkið ganga mjög hægt að sögn félagsins.
Fréttaskýring
Rannsókn varpar ljósi á kulnunarvanda hjúkrunarfræðinga
Árið 2015 glímdi fimmtungur hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum við alvarleg kulnunareinkenni og svipað hlufall stefndi að því að hætta innan árs. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem birtist í nýjasta tölublaði Tímarits um viðskipti og efnahagsmál. Einn rannsakenda telur ástandið hafa versnað síðan. Mannauðsstjóri Landspítalans segir meira bera á kulnun en áður, en að það sé líka meira gert til þess að sporna við henni. Einn liður í því er að minnka bein samskipti hjúkrunarfræðinga við sjúklinga.
Nýtt tveggja ára nám í hjúkrunarfræði
Nýtt grunnnám í hjúkrunarfræði fer af stað við Háskóla Íslands í haust. Hjúkrunarfræðingar og nemar segja að verið sé að gjaldfella hið hefðbundna nám í hjúkrunarfræði. Deildarforseti segir hvergi slegið af í kröfunum, námið eigi að svara eftirspurn.
Kalla eftir úrlausnum gegn langvarandi álagi á LSH
Á engri deild Landspítalans nær hlutfall hjúkrunarfræðinga settu marki sjúkrahússins. Þetta segir formaður hjúkrunarráðs spítalans, sem kallar eftir aðgerðum gegn langvarandi álagi. Hátt í 30 bíða nú eftir innlögn á bráðadeild - þar sem er pláss fyrir 36.
06.12.2019 - 12:43
Óánægja meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri
Mikil óánægja ríkir meðal hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri eftir að stjórn sjúkrahússins ákvað að draga til baka áður boðaða launahækkun. Hjúkrunarfræðingur segir þungt hljóð í starfsfólki.
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.
Viðtal
Bitnar á sjúklingum og öryggi þeirra ógnað
Öryggi sjúklinga er ógnað á Landspítalanum vegna manneklu, segir formaður hjúkrunarráðs Landspítalans. Sýkingavarnir á bráðamóttöku séu ekki tryggðar, fólk fái ekki viðeigandi þjónustu og atvikum hafi fjölgað. Niðurskurður á spítalanum komi á þeim tíma, þegar bæta þurfi þjónustu en ekki draga úr henni.
21.10.2019 - 12:25
Taka í neyðarbremsu og grípa til aðgerða
Hagrætt verður á margvíslegan hátt á Landspítalanum á næstunni. Markmiðið er að taka í neyðarbremsu strax og grípa til aðgerða. Það verður vonandi til þess að ná jafnvægi í rekstrinum á næstu mánuðum, segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Harma breytingar á kjörum hjúkrunarfræðinga
Verkefnum og aðgerðum Landspítalans, sem komið var á til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga og stemma stigu við torveldri mönnun þeirra, verður hætt á næstu mánuðum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar fyrirhugaðar breytingar og segir þær hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður, sem þegar miði hægt.