Færslur: Hjálparstarf

Vargöld á Haítí
Rúmlega 470 féllu, særðust eða hurfu á 10 dögum
Rúmlega 470 manns féllu, særðust eða hurfu í blóðugum og harðvítugum átökum glæpagengja í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, á rúmri viku fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram í máli Farhan Haq, eins af talsmönnum Antonios Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í gær.
Rússar leyfa flutning hjálpargagna í hálft ár í viðbót
Samkomulag náðist í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær um að framlengja um hálft ár heimild alþjóðlegra hjálparsamtaka til að flytja hjálpargögn frá Tyrklandi til Sýrlands. Landamærastöðin Bab al-Hawa, á mörkum Tyrklands og Sýrlands, hefur um tveggja ára skeið verið eina færa leiðin til að flytja vatn, mat, lyf og lækningavörur og aðrar nauðþurftir til bágstaddra í norðanverðu Sýrlandi, þar sem ýmsar uppreisnarhreyfingar fara enn með völd.
Herforingjastjórnin í Súdan afléttir neyðarlögum
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Súdan aflétti í dag lögum um neyðarástand sem gilt hafa frá því að herinn tók öll völd í október á síðasta ári. Þeir fá frelsi, sem haldið hefur verið föngnum á grundvelli þeirra.
Vitni segja fangara sína hafa gert allt til að dyljast
Ekkert vitni í réttarhöldum yfir hryðjuverkamanninum El Shafee Elsheikh hefur verið beðið um að bera kennsl á hann. Ástæðan er sú að meðan fólkið var í haldi hans og þriggja félaga hans gerðu þeir allt til að fela ásýnd sína.
Viðtal
100 milljónir hafa safnast - hjón gáfu 30 milljónir
Um hundrað milljónir króna hafa verið gefnar í söfnun Rauða kross Íslands til styrktar hjálparstarfi vegna stríðsins í Úkraínu. Þar af gáfu ein hjón 30 milljónir króna í morgun.
18.03.2022 - 19:51
Hundruðum skotheldra vesta á leið til Úkraínu rænt
Hundruðum skotheldra vesta sem senda átti til Úkraínu var stolið frá bandarískum félagasamtökum í vikunni. Lögreglumenn höfðu gefið notuð vestin til samtaka Úkraínumanna og fólks af úkraínskum uppruna í Bandaríkjunum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.
Breyta verslun í fataúthlutun fyrir flóttafólk
Verslun Rauða krossins við Hlemm verður tímabundið breytt í fataúthlutunarstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og flóttafólk. Þetta er gert til að bregðast við mikilli neyð fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín án allra nauðsynja.
Sjónvarpsfrétt
Átakanlegt að sjá munaðarlaus börn og örkumla menn
Flugbann yfir Úkraínu er nauðsyn að dómi Birgis Þórarinssonar þingmanns sem verið hefur í Lviv í Úkraínu síðustu daga. Átakanlegt er að sjá munaðarlaus börn og unga menn sem orðnir eru örkumla eftir innrás herja Putins að hans sögn.
Heimila flug hjálparsamtaka til Sana'a á ný
Uppreisnarhreyfing húta tilkynnti í morgun að hún hefði gefið grænt ljós á að Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna og önnur hjálparsamtök hefji á ný flutninga á matvælum, lyfjum og lækningavörum og öðrum nauðsynjum til landsins um flugvöllinn í höfuðborg landsins, Sana'a.
28.12.2021 - 06:48
WHO heitir fórnarlömbum kynferðisofbeldis stuðningi
Hjálparstarfsmenn í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó misnotuðu konur og stúlkur í landinu meðan barátta við Ebóla-faraldur stóð sem hæst á árunum 2018 til 2020. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) heitir stuðningi við fórnarlömb og að hinir brotlegu þurfi að sæta afleiðingum gjörða sinna.
„Hér á Haítí ríkir mikil örvænting"
Hjördís Kristinsdóttir hélt til Haíti í lok ágúst starfar með neyðarteymi Rauða krossins. Hún er hagvön hjálparstarfi, fyrir 6 árum vann hún á vettvangssjúkrahúsi í Nepal og 2017 starfaði hún í tjaldsjúkrahúsi í Bangladess.
Utanríkisráðuneytið veitir 60 milljónum til Afganistan
Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að 60 milljónum króna verði veitt til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Framlagi Íslands verður skipt á milli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Upprisa Talibana á undanförnum vikum sem hefur orðið til þess að hreyfingin hefur náð stjórn í ríkinu hefur orðið til þess að bæst hefur í flóttamannastrauminn frá Afganistan.
Gagnrýna niðurskurð á fjárhagsaðstoð til Jemen
„Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen,“ segir meðal annars í bréfi sem sent var í nafni yfir 100 hjálparsamtaka til forsætisráðherra Bretlands. Ný gögn benda til að ríkisstjórn Bretlands ætli að skera fjárhagsaðstoð til Jemen um helming.
06.03.2021 - 11:38
Landinn
Kona í Vestmannaeyjum rekur heilsugæslu í Gambíu
Í janúar í fyrra tók Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir við rekstri heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu og draumurinn er að byggja þar fæðingastofu. Reksturinn fjármagnar hún með sölu á notuðum fötum og hlutum frá Eyjamönnum.
Jól í skókassa gengið framar vonum í breyttum aðstæðum
Verkefnið jól í skókassa hefur verið stór hluti af undirbúningi jólanna hjá mörgum hér á landi síðustu ár, en KFUM og K tók í dag við síðustu gjöfunum sem ætlaðar eru bágstöddum börnum í Úkraínu. Heimsfaraldurinn hefur sett svip sinn á verkefnið í ár.
14.11.2020 - 16:01
Myndskeið
Staða kvenna af erlendum uppruna einstaklega slæm
Fólki sem leitar til hjálparsamtaka vegna fátæktar og atvinnuleysis fjölgar svo mjög að samtökin hafa ekki undan að sinna þeim. Mest eykst vandi kvenna af erlendum uppruna.
Loka augunum fyrir kynferðisofbeldi
Hjálparsamtök sem sinna mannúðarverkefnum hafa gerst sek um stórkostlegt andvaraleysi og eru allt að því samsek þeim starfsmönnum sem hafa orðið uppvísir að því að beita fólk í neyð kynferðislegu ofbeldi. Þetta er niðurstaða skýrslu breskrar þingmannanefndar sem kynnt var í morgun.
31.07.2018 - 11:40
Styðja við og efla stelpurokk í Tógó
Rokkbúðirnar Stelpur rokka og félagssamtökin Sól í Tógó standa að söfnun til uppbyggingar tónlistarstarfs í Tógó. Fulltrúi Stelpur rokka á Íslandi segir að þetta séu mögulega fyrstu rokkbúðirnar af þessu tagi í Vestur-Afríku. Almenningur í Tógó hefur jafnan engan aðgang að tónlistarnámi en landið er mjög fátækt.
22.07.2018 - 16:12