Færslur: Hitaveita

Bókanir í Skógarböðin langt fram á haust
Í gær voru Skógarböðin við Akureyri opnuð formlega. Aðdragandi opnunarinnar hefur verið langur en fyrst var stefnt á að opna böðin í byrjun árs.
Innskot kviku gætu ógnað innviðum
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir gangainnskot á Reykjanesskaga mögulega geta ógnað mikilvægum innviðum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Innskotin geti haft áhrif á kerfi sem fæða vatns- og hitaveitur ásamt jarðvarmavirkjunum hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.
Forstjóri Norðurorku biður fólk að sóa ekki orku
Norðurorka hefur kynnt hækkanir á allri verðskrá sinni og tóku þær gildi nú um áramótin. Sífellt er kallað eftir aukinni orku og forstjóri fyrirtækisins segir mikilvægt að almenningur líti ekki á vatn og rafmagn sem óþrjótandi auðlind.
05.01.2022 - 15:59
Sjónvarpsfrétt
Virkja heita vatnið úr Vaðlaheiðargöngum
Það styttist í að gestir á nýjum baðstað við Akureyri geti farið að baða sig upp úr heitu vatni úr Vaðlaheiðargöngum, sem í tæp átta ár hefur runnið ónotað í sjóinn. Áætlaður kostnaður við Skógarböðin er 800 milljónir króna.
17.12.2021 - 11:41
Hitinn á Norðurlandi eykur vatnsnotkun
Vatnsnotkun á Norðurlandi hefur verið með öðru móti en í venjulegu árferði sökum hárra hitatalna síðustu vikur. Forstjóri Norðurorku segir að kaldavatnsnotkun sé í hámarki í umdæminu í hitunum en heitavatnsnotkun í lágmarki.
22.07.2021 - 09:39
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni um helgina
Allt stefnir í metnotkun á heitu vatni hér á landi um helgina. Orkumálastjóri segir að Veitur þurfi að fara yfir hverjar takmarkanir á kerfum þeirra séu. Veitur telja að kórónuveirufaraldurinn, metsala á heitum pottum og kalt árferði skýri að hluta hvers vegna notkun á heitu vatni hefur aukist.
03.12.2020 - 13:30
Myndskeið
Svona er hægt að spara heita vatnið í frosthörkum
Veitur hafa virkjað viðbragðsáætlun vegna frosthörku sem er framundan og er fólk hvatt til þess að spara heita vatnið eins og kostur er. Verði of mikið heitt vatn notað gæti komið til skömmtunar. Upplýsingafulltrúi Veitna sýndi fréttastofu hvernig best sé að spara heita vatnið í kuldan sem er framundan.
02.12.2020 - 19:18
Hætt við að skammta þurfi heitt vatn vegna kuldakasts
Guðmundur Óli Gunnarsson starfandi forstöðumaður hitaveitu Veitna, segir óvíst að hitaveitan ráði almennilega við kuldakastinu sem er spáð um helgina. Fólk er hvatt til að fara sparlega með vatn. Það gæti komið til þess að skammta þurfi heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu.
02.12.2020 - 12:12
Borhola gengur í endurnýjun lífdaga
Endurborun stendur yfir á borholu Veitna við Bolholt 5 milli Kauphallarhússins og Valhallar.
31.10.2020 - 21:10
Niðurgreidd hitaveita gæti minnkað útbreiðslu veirunnar
Íslendingar geta notað hitaveituna gegn COVID-19 með því að opna glugga til að bæta loftræstingu og skrúfa frá ofnum til að tryggja að hlýtt sé innandyra.
11.10.2020 - 09:55
Myndskeið
Heita vatnið komið á - fóru í kalda sturtu eftir púlið
Byrjað er að hleypa heitu vatni aftur á þau svæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk og fyrirtæki hafa verið án hitaveitu síðan klukkan tvö í nótt. Fólk lét ekki heitavatnsleysið aftra sér í dag og hópuðust konur í kalda sturtu eftir líkamsræktina.
18.08.2020 - 19:26
Loka fyrir heita vatnið í 30 tíma í næstu viku
Skrúfað verður fyrir heitavatnslagnir á afmörkuðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudagsins í næstu viku og ekki opnað fyrir þær aftur fyrr en miðvikudagsmorguninn eftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum.
Rekstrargrundvöllur stendur og fellur með heita vatninu
Rekstrargrundvöllur Hótels Reykjaness er horfinn ef leyfi til notkunar á heitu vatni nýtur ekki við. Þetta segir Jón Heiðar Guðjónsson, rekstraraðili hótelsins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi leyfi Orkustofnunar til hótelsins um jarðhitanýtingu úr gildi í lok ágúst eftir að Orkubú Vestfjarða kærði leyfið.
18.11.2019 - 14:55
Spegillinn
Eina olíukynta húsið á höfuðborgarsvæðinu
Ársæll Árnason býr í eina húsinu á höfuðborgarsvæðinu sem kynt er með olíu. Húsið stendur í miðri Reykjavík. Húsið er líka líklega það eina þar sem rafmagnið er tengt úr rafmagnsstaur sem stendur fyrir utan húsið. Hann segir að borgin vilji rífa húsið og neitar honum um heitaveitu
03.10.2019 - 16:00
 · Innlent · Olía · Hitaveita
Myndskeið
Nýta dróna til að finna leka í lögnum
Íbúar á Oddeyri á Akureyri ráku margir upp stór augu í vikunni þegar stærðarinnar dróna var flogið yfir hverfið. Þar var á ferðinni starfsfólk Norðurorku að prófa nýja aðferð við eftirlit. Drónaflugið gerir það nú mögulegt að finna leka í lögnum með hitamyndavél og minnka vatnstjón.
01.10.2019 - 07:30