Færslur: Hinsegin dagar

Síðdegisútvarpið
„Terfismi á ekkert skylt við femínisma“
Barátta fyrir því að trans konur fái ekki aðgang að ákveðnum rýmum, til dæmis í sundlaugum og í kvennaíþróttum, er dæmi um svokallaðan terfisma, segir Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún stýrir pallborðsumræðum um terfisma á Þjóðminjasafninu á morgun.
04.08.2021 - 12:30
Myndskeið
Ingólfsstræti málað í tilefni Hinsegin daga
Hátíðin Hinsegin dagar hófst í dag og lýkur henni á sunnudaginn. Fyrsti viðburður hátíðarinnar fólst í því að svonefndar gleðirendur voru málaðar á götu í miðborg Reykjavíkur. Þema hátíðarinnar í ár er „hinsegin á öllum aldri.“
03.08.2021 - 16:07
Hinsegin dagar glæða borgina lífi þessa vikuna
Hinsegin dagar hefjast í dag með setningarathöfn á hádegi við Ingólfsstræti. Ekki verður af Gleðigöngunni í ár frekar en í fyrra en ljóst er að mikil litagleði, regnbogar, tónlist og skreyttir hópar muni prýða borgina næstu daga. Ragnar Veigar Guðmundsson, sem er í stjórn Hinsegin daga, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að dagskráin í ár væri fjölbreytt og ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
03.08.2021 - 09:50
Fram og til baka
„Þetta er orðið svolítið skrímsli“
„Þetta verður hægt, það er mantran,“ segir Ásgeir Helgi Magnússon, nýr forseti Hinsegin daga sem haldnir verða hátíðlegir vikuna eftir verslunarmannahelgi. Engan óraði fyrir því að dag einn yrði hátíðin eins stór og hún er í dag og að samfélagið allt tæki þátt í henni.
19.07.2021 - 13:58
Menningin
Blankheit breyttu Gilbert & George í lifandi skúlptúra
Hjónin og listamannatvíeykið Gilbert & George eru meðal þekktustu listamanna Bretlands og hafa haft mótandi áhrif á myndlist samtímans síðustu fimm áratugi. Þeir nálgast einkalíf sitt sem listaverk og ruddu braut gjörningalistar í verkum sem hafa ögrað borgaralegum gildum en eru um leið pólitískir íhaldsmenn.   
Hinsegin ungmenni taka sigurlag Skrekks í nýjum búningi
Ungmenni úr hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna '78 og Tjarnarinnar komu fram á hátíðardagskrá Hinsegin daga og fluttu siguratriði Skrekks frá síðasta ári í nýrri útgáfu.
11.08.2020 - 09:22
„Þessir strákar dóu ekki til einskis“
Páll Óskar Hjálmtýsson minntist fallinna félaga, sem létust úr alnæmi, í þættinum Fjaðrafok sem sýndur var á RÚV á sunnudagskvöld og fjallar um sögu Gleðigöngunnar. Rifjar Palli upp þá fyrstu, sem gengin var árið 2000, og þakklætið sem hann fann þegar hann sá hvílíkur fjöldi var loksins mættur í bæinn til að styðja samkynhneigða og réttindabaráttu þeirra.
10.08.2020 - 13:37
Úkúlellurnar: „Við hittum allar hjásvæfur á 22“
Hljómsveitin Úkúlellurnar kom fram á hátíðardagskrá Hinsegin daga og flutti lagið Pick-up ævintýri á 22: Þegar við vorum fá og skiptumst á.
10.08.2020 - 11:36
Myndskeið
Fóru í eigin gleðigöngu í stað stóru göngunnar
Hinsegin dagar voru sannarlega hinsegin í ár. Fólk fór í eigin gleðigöngur og skreytti húsin sín en fannst það vera að missa af geggjuðu partíi sem var samt ekki í gangi.
08.08.2020 - 20:04
Þórólfur syngur dúett með syninum: Ég er eins og ég er
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir flutti dúett með syni sínum Hafsteini Þórólfssyni á hátíðisdagskrá Hinsegin daga sem eru á dagskrá RÚV í kvöld. Hafsteinn var sá sem upprunalega flutti Ég er eins og ég er á íslensku sem feðgarnir spreyta sig á hér, en lagið er eins konar einkennislag Hinsegin daga.
08.08.2020 - 19:55
Stolt í hverju skrefi
Sigga Beinteins – Ég lifi í voninni
Söngkonan Sigríður Beinteinsdóttir flytur Stjórnarlagið Ég lifi í voninni á Stolt í hverju skrefi – Hátíðardagskrá Hinsegindaga sem hefst á RÚV klukkan 19:45 í kvöld.
08.08.2020 - 10:03
Síðdegisútvarpið
Gæsahúð og tár í augun
Hinsegin dagar eru nú í fullum gangi en þó með öðru sniði en undanfarin ár. Venja er að hápunktur Hinsegin daga sé Gleðigangan en vegna samkomutakmarkanna verður ekki gengið í ár og verður hápunkturinn því sjónvarpsútsending þar sem hinsegin listafólk skemmtir áhorfendum.
07.08.2020 - 17:28
Fyrstu gleðisporin tekin frá Hlemmi árið 2000
„Það er minna um dúskana og dúllurnar og tjullið og allt það, þó það sé líka með, en gangan er dálítið pólitísk og það er athyglisverð þróun,“ segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir kvikmyndagerðarmaður um þróun Gleðigöngunnar, sem fagnar nú 20 ára afmæli. Hrafnhildur, sem hefur myndað nær allar göngurnar, frumsýnir heimildamynd um þær um helgina.
Stjórn Hinsegin daga segir stöðuna vonbrigði
Ráðgert var að hefja hátíðarhöld hinsegin daga í dag og átti veislan að standa fram á mánudag með þéttri dagskrá fræðsluviðburða og litríkri skemmtun. Hátíðin er í raun hafin en vegna samkomutakmarkanna hafa flestir viðburðir hennar verið blásnir af.
04.08.2020 - 14:41
Viðburðir á vegum Hinsegin daga falla niður
Viðburðir og skemmtanir á vegum Hinsegin daga munu falla niður vegna hertra sóttvarnarreglna. Hinsegin dagar áttu að fara fram dagana 4. til 9. ágúst. Ýmsir viðburðir áttu að fara fram víða um höfuðborgarsvæðið. Í færslu Hinsegin daga á Facebook segir að stefnt sé að því að einhverjir þessara viðburða verði sendir út á netinu og að aðrir verði á dagskrá síðar á árinu.
30.07.2020 - 14:14
Gleðigöngur um allt land
Gleðigangan í Reykjavík verður með breyttu sniði í ár vegna fjöldatakmarkana. Í þetta sinn verða gleðigöngur haldnar um allt land í stað einnar stórrar göngu. Þetta sagði Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, forseti Hinsegin daga, í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás tvö. 
21.06.2020 - 11:13
Hátíðahöld verða ekki með hefðbundnum hætti í sumar
Sóttvarnalæknir leggur til að fjöldasamkomur hér á landi verði takmarkaðar við að hámarki tvö þúsund manns, að minnsta kosti út ágúst. Þetta kemur fram í minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Ljóst er að fjöldatakmarkanir munu hafa áhrif á hátíðahöld og íþróttaviðburði í sumar.
Viðtal
Sáttur við að taka ofan hattinn á næsta ári
Hinsegin dagar hér á landi náðu hámarki í dag með Gleðigöngunni. Páll Óskar stefnir að því að taka þátt í göngunni á næsta ári í síðasta skiptið. „Ég þarf að viðurkenna það að ég þarf hjálp og ef sú hjálp berst ekki, þá þarf ég aðeins að fara að draga saman seglin,“ segir Páll.
17.08.2019 - 20:11
Myndskeið
„Við sem höfum komið út mælum með því“
Mikil eftirvænting ríkir ár hvert eftir því að bera augum Gleðigönguvagn Páls Óskars en hann hefur í gegnum tíðina verið með skrautlegasta móti. Það stefnir ekki í neina undantekningu frá þeirri reglu í ár. Palli leyfði þáttastjórnendum Sumarsins að skyggnast á bak við tjöldin.
Myndskeið
Hjartað stoppaði og tárin spýttust fram
Í árdaga Hinsegin daga var ekki eining innan hinsegin samfélagsins um að halda ætti Gleðigöngu í borginni. „Fólk hélt að við myndum líta út eins og fífl,“ segir Heimir Már Pétursson fyrrverandi framkvæmdastjóri Hinsegin daga.
16.08.2019 - 13:30
Viðtal
„Er þetta strákur með brjóst?“
Ugla Stefanía Jónsdóttir formaður Trans Íslands, aðgerðasinni og kvikmyndagerðarkona var 18 ára þegar hún kom út úr skápnum sem trans manneskja fyrir foreldrum sínum í 10 blaðsíðna bréfi sem þau lásu nokkuð gáttuð á meðan þau mjólkuðu beljurnar.
16.08.2019 - 09:50
Talin íkveikjuhætta af ölvuðu hinsegin fólki
Á morgun verður haldið í djammsögugöngu þar sem sögur af skemmtanalífi hinsegin fólks verða rifjaðar upp. „Þeir sem vonast eftir upptalningu, þurrum staðreyndum og tölulegum fróðleik ættu að forðast þessa göngu. Þetta verður nefnilega bara stuð,“ segir Árni Grétar Jóhannsson leiðsögumaður.
14.08.2019 - 16:00
Mikill geðheilsuvandi meðal hinsegin ungmenna
Fræðsla um geðheilsu hinsegin ungmenna fer fram í Þjóðminjasafninu fimmtudaginn 15. ágúst. Guðrún Häsler sálfræðingur er ein af þeim sem halda erindi og ræða stöðuna hér á landi út frá rannsóknum sínum og reynslu.
13.08.2019 - 14:23
Viðtal
Kynfræðslan sem þú fékkst aldrei
Nú eru Hinsegin dagar í Reykjavík og dagskráin hefur aldrei verið jafn þétt. Einn af viðburðum hátíðarinnar er hinsegin kynfræðsla. Indíana Rós kynfræðingur ræðir helstu nauðsynjar ástarlífsins.
12.08.2019 - 14:31
15% hinsegin fólks segjast fá færri tækifæri
15% hinsegin fólks telja sig hafa færri tækifæri á vinnumarkaði en aðrir, samkvæmt nýrri könnun. Gunnlaugur Bragi Björnsson formaður Hinsegin daga hefur áhyggjur af því. Niðurstöður könnunarinnar komi ekki á óvart.
12.08.2019 - 13:44