Færslur: Hinsegin dagar

Tískuhorn vikunnar
Tískurisar minnast Stonewall-uppþotanna
Þann 28. júní verða 50 ár liðin frá Stonewall-uppþotunum í New York sem oft eru sögð marka upphafið að réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlöndum eins og við þekkjum hana í dag. Að því tilefni hafa hinir ýmsu tískurisar gefið út fatnað og fylgihluti í öllum regnbogans litum.
03.06.2019 - 13:10
Baráttugleði á Hinsegin dögum
Hinsegin dagar eru haldnir í 19. skipti nú í þessari viku. Baráttugleði er þema daganna í ár og margt verður á dagskrá alla vikuna. Hátíðin nær svo hámarki á laugardag þegar gleðigangan fer fram.
09.08.2018 - 14:54
Dagur í sviðsljósinu í gleðigöngunni
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, ætlar að taka virkan þátt í gleðigöngunni í ár og fagna fjölbreytileikanum í miðri fylkingunni uppi á skrautbúnum vagni. Hann segist ætla að klæða sig upp eins og hæfir tilefninu, en múnderingin verði þó látlausari en sú sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, skartaði í gleðigöngunni á sínum tíma.
05.08.2016 - 12:18
Stonewall: Barinn sem hratt af stað byltingu
„Okkur fannst öllum eins og nú væri ekki aftur snúið. Þetta var síðasta hálmstráið.“ Svona lýsti samkynhneigður bandarískur tryggingasölumaður að nafni Michael Fader aðfaranótt laugardagsins 28. júní 1969, þegar lögreglumenn réðust inn á hommabarinn Stonewall Inn í New York. Reiðir bargestir risu upp gegn lögreglunni. Óeirðir brutust út, sem mörkuðu vatnaskil í réttindabaráttu hinsegin fólks, í Bandaríkjunum og um heim allan.
05.08.2016 - 09:56
Hinsegin bókasafn í hjarta Reykjavíkur
Í vetur endurraðaði Borgarbókasafnið í Grófinni safnkosti sínum og setti upp tvo nýja bókaskápa fyrir hinsegin bókmenntir. Þar er haldið utan um merkilegt bókasafn sem barst Borgarbókasafninu til varðveislu á síðasta ári, bókasafni Samtakanna ‘78.
09.08.2015 - 15:00
Orð*um hinsegin bókmenntir
Sunnudaginn 9. ágúst kl. 15:00 er fjallað um hinsegin bókmenntir og hinsegin bókakost á Borgarbókasafni Reykjavíkur, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.
07.08.2015 - 17:14
Hinsegin bókasafn Samtakanna ‘78
Þorvaldur Kristinsson spjallar um hinsegin bókmenntir og bókasafn Samtakanna ‘78, í bókmenntaþættinum Orð*um bækur á Rás 1.
07.08.2015 - 10:09
Hinsegin dagar settir í kvöld
Hinsegin dagar voru settir með hátíð í Hörpu sem hófst klukkan níu í kvöld. Opnunarhátíðinni er ætlað að hita upp fyrir hátíðahöldin sem eru framundan um helgina og þar með talin gleðigönguna sem er í miðborginni á laugardag.
06.08.2015 - 22:33
Mikilvægast að geta verið maður sjálfur
Það skiptir mestu að geta verið maður sjálfur, segir Hörður Torfason, sem varð fyrir útskúfun og höfnun, eftir að hafa stigið fram opinberlega sem samkynhneigður maður fyrir fjörutíu árum. Hann segist þó aldrei hafa séð eftir því að segja sögu sína.
04.08.2015 - 19:18
Fjölbreyttir Hinsegin dagar framundan
Það er margt fleira en Gleðigangan í boði á Hinsegin dögum í ár. Fræðsla um kynferðisofbeldi eins og það snýr gagnvart hinsegin fólki verður til umræðu og heilsa og heilbrigði er þema hátíðarinnar í ár.
22.07.2015 - 13:59
  •