Færslur: Hildur Guðnadóttir
BBC frumflutti verk eftir Hildi Guðnadóttur tónskáld
Sinfóníuhljómsveit Breska ríkisútvarpsins frumflutti í gærkvöld nýtt verk eftir Hildi Guðnadóttur tónskáld. Verkið heitir Staðreynd málsins og fjallar um nútímann þar sem hver hönd er uppi á móti annarri.
21.07.2022 - 11:54
Brandari sem varð að alvöru hljóðfæri
Dórófónninn er hljóðfæri sem varð frægt á einni nóttu þegar Hildur Guðnadóttir hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í Jókernum. Hönnuður hljóðfærisins hefur afhent Listaháskóla Íslands eitt slíkt.
18.01.2022 - 16:00
Hildur siglir á ný mið og semur tónlist fyrir tölvuleik
Nýjasta verkefni Hildar Guðnadóttur, tónskálds og sellóleikara, er að semja tónlist fyrir tölvuleikinn Battlefield 2042.
23.08.2021 - 12:42
Hildur Guðnadóttir valin háskólakona ársins
Félag háskólakvenna hefur valið háskólakonu ársins 2020. Fyrir valinu varð Hildur Guðnadóttir, tónskáld.
15.02.2021 - 14:52
Vinsælustu leitarorð Íslendinga árið 2020
Kórónuveirufaraldurinn setti mark sitt á þau leitarorð sem voru vinsælust hjá Íslendingum í leitarvélinni Google á árinu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum virðast einnig hafa verið landsmönnum hugleiknar.
31.12.2020 - 10:51
Næsta verkefni Hildar er stjörnum prýdd Hollywood-mynd
Hildur Guðnadóttir, tónskáldið margverðlaunaða, semur tónlist fyrir nýja kvikmynd leikstjórans Davids O. Russell.
01.12.2020 - 16:06
Hildur fær tvær Grammy-tilnefningar
Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna sem veitt verða 31. janúar næstkomandi, en tilnefningar voru kynntar í dag. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Jókerinn.
24.11.2020 - 21:34
Hildur og Víkingur taka á móti Opus-verðlaunum
Opus Klassik verðlaunin voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í tónlistarhúsinu í Berlín. Víkingur Heiðar Ólafsson og Hildur Guðnadóttir veittu þar verðlaunum viðtöku.
19.10.2020 - 12:18
Hildur Guðna og Víkingur verðlaunuð í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlutu verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik sem tilkynnt var um í gær.
02.09.2020 - 17:08
7 stórtónleikar sem var aflýst eða frestað vegna COVID
Frá því veiran skall á heimsbyggðinni hefur meira og minna allt menningarlífið verið í lamasessi og óteljandi viðburðum verið aflýst eða frestað. Hér eru sjö tónleikar í stærri kantinum sem hafa orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni og þeim samkomutakmörkunum sem eru fylgifiskar hennar.
16.08.2020 - 09:33
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
18.07.2020 - 02:39
Tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Hildur Guðnadóttir og Veronique Vaka eru tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands 2020.
16.06.2020 - 12:47
Segir nei við nánast öllu
„Þetta er svolítið óraunverulegt allt saman, því það var mikil sprenging í vetur, desember, janúar, febrúar var rosalega mikill rússíbani og svo allt í einu búmm, þá er maður bara heima, fer ekki neitt og talar ekki við neinn,“ segir Hildur Guðnadóttir sem í gær var tilnefnd til enn einna verðlaunanna, BAFTA-sjónvarpsverðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.
05.06.2020 - 11:19
Hildur Guðnadóttir fær enn eina tilnefninguna
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur vann kvikmyndaverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í Joker fyrr á árinu.
04.06.2020 - 08:37
Tónlist Hildar úr Jókernum lifnar við í vor
Tónlist Hildar Guðnadóttur úr Jókernum lifnar við í vor þegar myndin verður sýnd við undirleik Kvikmyndahljómsveitar Íslands. Guðni Franzson, faðir Hildar, þurfti ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar honum var boðið að stjórna hljómsveitinni.
09.03.2020 - 14:05
Hildur Guðnadóttir ekki tilnefnd til Edduverðlauna
Það vekur nokkra athygli að Hildur Guðnadóttir, sem hefur fengið Emmy-, Grammy-, Óskars-, Golden Globe- og Bafta-verðlaun auk fjölda annarra fyrir tónlist sína úr Jókernum og Chernobyl, er ekki tilnefnd til Edduverðlauna í ár fyrir bestu tónlist.
06.03.2020 - 17:20
Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlýtur Nordic Music Prize, norrænu tónlistarverðlaunin, fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Verðlaunin voru afhent í Ósló á tónlistarhátíðinni by:Larm.
27.02.2020 - 18:31
Brot, sníkjudýr og sigurganga Hildar
Rætt um Hildi Guðnadóttur og Óskarsverðlaunin, verðlaunamyndina Parasite og sjónvarpsþættirnir Brot.
14.02.2020 - 17:00
Hugarflug með Hildi Guðnadóttur í beinni
Hildur Guðnadóttir tónskáld er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hefst í dag. Samtal hennar við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ, verður streymt í beinni klukkan 17.00 í dag.
13.02.2020 - 12:47
Pitchfork velur sjö ómissandi hljóðritanir Hildar
Sögulegur árangur Hildar Guðnadóttur hefur ekki farið framhjá tónlistarvefritinu Pitchfork. Vefritið hefur valið sjö ómissandi hljóðritanir tónskáldsins.
12.02.2020 - 12:50
„Líður eins og landsliðinu“
Hildur Guðnadóttir tónskáld segir „æðislegt að finna hvað það kemur mikill stuðningur og ást að heiman.“ Hún segist alltaf hafa látið hjartað ráða för í verkefnavali og býst ekki við að Óskarsverðlaunin breyti því.
11.02.2020 - 19:50
Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“
„Mér finnst ég sjá ný tækifæri, sem mér hefði ekki dottið í hug áður. Ég hafði ekki mikið pælt í kvikmyndabransa fyrir mína tónlist. En núna sé ég möguleika,“ segir Iðunn Einarsdóttir, nemi í tónsmíðum um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur, óskarsverðlaunahafa.
11.02.2020 - 07:04
Faðir Hildar: „Hún fann sína rödd í tónlistinni“
„Það er búið að stefna að þessu. En þetta var smá sjokk, það var það,“ segir Guðni Kjartan Franzson, faðir Hildar. Hún stefni á plötu á næstu misserum.
10.02.2020 - 22:02
Verðlaun Hildar efla íslenska kvikmyndagerð
Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur í Hollywood hafa mikla þýðingu fyrir Hildi sjálfa, konur í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndagerð.
10.02.2020 - 19:08
Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu
Ofurkonurnar Brie Larson, Gal Gadot og Sigourney Weaver drógu nafn Hildar Guðnadóttur úr umslaginu á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð. „Þetta var magnað augnablik,“ segir Anna Marsibil Clausen sem stödd er í Los Angeles.
10.02.2020 - 11:47