Færslur: Hildur Guðnadóttir

Hildur Guðna og Víkingur verðlaunuð í Þýskalandi
Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti og tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlutu verðlaun á þýsku verðlaunahátíðinni Opus Klassik sem tilkynnt var um í gær.
7 stórtónleikar sem var aflýst eða frestað vegna COVID
Frá því veiran skall á heimsbyggðinni hefur meira og minna allt menningarlífið verið í lamasessi og óteljandi viðburðum verið aflýst eða frestað. Hér eru sjö tónleikar í stærri kantinum sem hafa orðið fyrir barðinu á kórónuveirunni og þeim samkomutakmörkunum sem eru fylgifiskar hennar.
16.08.2020 - 09:33
Hildur Guðnadóttir hlaut sjónvarpsverðlaun BAFTA
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Verðlaunahátíðin var haldin með stafrænum hætti vegna kórónuveirufaraldursins.
Tilnefndar til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs
Hildur Guðnadóttir og Veronique Vaka eru tilnefndar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Íslands 2020.
16.06.2020 - 12:47
Segir nei við nánast öllu
„Þetta er svolítið óraunverulegt allt saman, því það var mikil sprenging í vetur, desember, janúar, febrúar var rosalega mikill rússíbani og svo allt í einu búmm, þá er maður bara heima, fer ekki neitt og talar ekki við neinn,“ segir Hildur Guðnadóttir sem í gær var tilnefnd til enn einna verðlaunanna, BAFTA-sjónvarpsverðlauna fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.
05.06.2020 - 11:19
Hildur Guðnadóttir fær enn eina tilnefninguna
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hefur verið tilnefnd til sjónvarpsverðlauna BAFTA fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl. Hildur vann kvikmyndaverðlaun BAFTA fyrir tónlistina í Joker fyrr á árinu.
04.06.2020 - 08:37
Myndskeið
Tónlist Hildar úr Jókernum lifnar við í vor
Tónlist Hildar Guðnadóttur úr Jókernum lifnar við í vor þegar myndin verður sýnd við undirleik Kvikmyndahljómsveitar Íslands. Guðni Franzson, faðir Hildar, þurfti ekki þurft að hugsa sig tvisvar um þegar honum var boðið að stjórna hljómsveitinni.
09.03.2020 - 14:05
Hildur Guðnadóttir ekki tilnefnd til Edduverðlauna
Það vekur nokkra athygli að Hildur Guðnadóttir, sem hefur fengið Emmy-, Grammy-, Óskars-, Golden Globe- og Bafta-verðlaun auk fjölda annarra fyrir tónlist sína úr Jókernum og Chernobyl, er ekki tilnefnd til Edduverðlauna í ár fyrir bestu tónlist.
Sigurganga Hildar Guðnadóttur heldur áfram
Hildur Guðnadóttir tónskáld hlýtur Nordic Music Prize, norrænu tónlistarverðlaunin, fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Verðlaunin voru afhent í Ósló á tónlistarhátíðinni by:Larm.
27.02.2020 - 18:31
Lestarklefinn
Brot, sníkjudýr og sigurganga Hildar
Rætt um Hildi Guðnadóttur og Óskarsverðlaunin, verðlaunamyndina Parasite og sjónvarpsþættirnir Brot.
14.02.2020 - 17:00
Hugarflug með Hildi Guðnadóttur í beinni
Hildur Guðnadóttir tónskáld er annar lykilfyrirlesara níundu Hugarflugsráðstefnu Listaháskóla Íslands sem hefst í dag. Samtal hennar við Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor LHÍ, verður streymt í beinni klukkan 17.00 í dag.
Pitchfork velur sjö ómissandi hljóðritanir Hildar
Sögulegur árangur Hildar Guðnadóttur hefur ekki farið framhjá tónlistarvefritinu Pitchfork. Vefritið hefur valið sjö ómissandi hljóðritanir tónskáldsins.
Menningin
„Líður eins og landsliðinu“
Hildur Guðnadóttir tónskáld segir „æðislegt að finna hvað það kemur mikill stuðningur og ást að heiman.“ Hún segist alltaf hafa látið hjartað ráða för í verkefnavali og býst ekki við að Óskarsverðlaunin breyti því.
Viðtöl
Nemar í tónsmíðum um Hildi: „Ný tækifæri og draumar“
„Mér finnst ég sjá ný tækifæri, sem mér hefði ekki dottið í hug áður. Ég hafði ekki mikið pælt í kvikmyndabransa fyrir mína tónlist. En núna sé ég möguleika,“ segir Iðunn Einarsdóttir, nemi í tónsmíðum um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur, óskarsverðlaunahafa. 
11.02.2020 - 07:04
Myndskeið
Faðir Hildar: „Hún fann sína rödd í tónlistinni“
„Það er búið að stefna að þessu. En þetta var smá sjokk, það var það,“ segir Guðni Kjartan Franzson, faðir Hildar. Hún stefni á plötu á næstu misserum.
10.02.2020 - 22:02
Viðtal
Verðlaun Hildar efla íslenska kvikmyndagerð
Óskarsverðlaun Hildar Guðnadóttur í Hollywood hafa mikla þýðingu fyrir Hildi sjálfa, konur í kvikmyndaheiminum og íslenska kvikmyndagerð.
10.02.2020 - 19:08
Kvennakraftur fullkomnaður á sviðinu
Ofurkonurnar Brie Larson, Gal Gadot og Sigourney Weaver drógu nafn Hildar Guðnadóttur úr umslaginu á nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátíð. „Þetta var magnað augnablik,“ segir Anna Marsibil Clausen sem stödd er í Los Angeles.
Viðtal
Forseti Íslands: „Sigur tónlistarlífs á Íslandi“
„Til hamingju Hildur, til hamingju Ísland. Við hljótum öll að vera stolt af velgengni landa okkar á erlendri grundu. Og Óskarsstyttan er bara síðasta viðbótin í safn margra gripa sem Hildur hefur safnað að sér verðskuldað á síðustu árum og megi henni bara ganga áfram sem allra best,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um Óskarsverðlaunin sem Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í nótt. Forsetinn segir að verðlaunin séu meðal annars áminning um mikilvægi öflugrar tónlistarkennslu.
„Við erum öll að springa úr stolti í dag“
Margir landsmenn vöktu yfir Óskarsverðlaununum í nótt þar sem Hildur Guðnadóttir varð fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun. Aðrir sjá tíðindin nú í morgunsárið og gleðjast með Hildi. Meðal þeirra er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. 
10.02.2020 - 07:49
Myndskeið
Hildur um sigurinn: Þetta var býsna brjálað augnablik
Hildur Guðnadóttir, sem hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlistina við Joker, sagði það hafa verið brjálað augnablik þegar hún stóð uppi á sviðinu og sá að hún fékk standandi lófaklapp frá goðsögnum í þessum geira, mönnum eins og John Wiliams. Þegar hún hafi séð þetta hafi þetta orðið hálf yfirþyrmandi. „Alla leiðina upp á sviðið þá hugsaði ég; ég get þetta, ég get þetta.“
Menntamálaráðherra sendir Hildi hamingjuóskir
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sendi Hildi Guðnadóttur hamingjuóskir á Facebook-síðu sinni í nótt. "Hildur er frábær fyrirmynd fyrir alla ungu Íslendingana sem dreymir um að ná langt á sínu sviði. Til hamingju enn og aftur kæra Hildur og takk fyrir tónlistina," skrifar ráðherrann meðal annars.
10.02.2020 - 04:32
Hildur í Chanel frá toppi til táar
Hildur Guðnadóttir mætti í sínu fínasta pússi á rauða dregilinn við Dolbyhöllina í Hollywood, þar sem Óskarsverðlaunin verða afhent í nótt. Hildur var með mann sinn, Sam Slater, sér til halds og trausts á dreglinum, og eins og glöggt má sjá fór hann líka í sparigallann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það franska tískuhúsið Chanel sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að klæða Hildi upp fyrir Óskarinn.
Óskarverðlaunin afhent
Bein útsending frá afhendingu Óskarsverðlaunanna í Los Angeles þar sem Hildur Guðnadóttir, tónskáld, er tilnefnd til verðlauna fyrir frumsamda kvikmyndatónlist. Þulur er Hulda G. Geirsdóttir.
Myndskeið
Verður Hildur fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskar?
Það verður mikið um dýrðir í Hollywood í kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í 92. sinn í Dolby-höllinni í kvöld. Flestir sérfræðingar virðast sammála um að Hildur Guðnadóttir hljóti þessi eftirsóttu verðlaun fyrir tónlistina við kvikmyndina Joker sem er tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hildur gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi eftirsóttu verðlaun.
09.02.2020 - 13:19
BBC: Hvernig selló Hildar varð að Jókernum
BBC fjallar ítarlega um sigurgöngu Hildar Guðnadóttur á verðlaunahátíðum síðustu mánuði á vef sínum í dag. Á sunnudag kemur í ljós hvort hún fái Óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina Joker. Hildur er eina konan sem er tilnefnd í sínum flokki og þykir nokkuð líkleg til að verða aðeins þriðja konan til að fá Óskarinn fyrir bestu kvikmyndatónlistina í 84 ára sögu verðlaunanna. Síðast vann kona til þessara verðlauna fyrir 33 árum þegar Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full Monty.