Færslur: hestamennska

Bjuggu til samfélagsmiðil fyrir hesta
Smáforritið Horseday er sérhannað fyrir íslenska hestaheiminn og er það fyrsta í heiminum sem getur greint gangtegundir hestsins ásamt að tengja upplýsingar við ættfræði hvers hests.
21.08.2022 - 20:10
Morgunútvarpið
Knapinn á hesti er drottning um stund
Fríða Hansen, tónlistarkona og reiðkennari, semur lög sín í reiðtúrum og á ferðum sínum um landið. Hún er sveitastelpa í húð og hár og unir sér best í náttúrunni og með ferfættu vinum sínum.
08.07.2022 - 13:18
Hestamenn á Akureyri ósáttir — „Til háborinnar skammar“
Hesthúseigendur í Breiðholti ofan Akureyrar eru afar ósáttir við það hvernig götur hverfisins hafa fengið að drabbast niður og skemmast. Eigandi hesthúss í hverfinu segir göturnar í hverfinu til háborinnar skammar.
23.11.2021 - 15:36
Segir stjórnarmenn hafa vitað af dómnum frá 1994
Knapi sem rekinn var úr landsliði Íslands í hestaíþróttum segir stjórnarmenn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsins hafa vitað fullvel að hann hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot árið 1994. Landsliðseinvaldur í hestaíþróttum vissi af málinu áður en knapinn var rekinn úr landsliðinu.
Leiða saman hesta, hjólhesta og önnur farartæki
Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar í samskiptum þeirra. 
08.05.2021 - 12:29
Landinn
Fór í sóttkví og endaði með hestasundlaug
Gréta V. Guðmundsdóttir og maðurinn hennar, Steinar Sigurðsson, létu gamlan draum rætast í fyrra. Þau seldu íbúðirnar sínar, hesthús og fleira og sameinuðust á jörð í Ásahreppi þar sem þau gátu bæði sinnt störfum sínum og áhugamálum, hann sem jeppakall og hún sem hönnuður en bæði eru þau mikið hestafólk. Þau hafa síðustu mánuði komið sér fyrir og tekið hitt og þetta í gegn.
03.05.2021 - 10:34
Viðtal
Hestafólk kallar eftir gagnkvæmri virðingu og skilningi
Ágangur akandi, hjólandi og skíðandi fólks á reiðvegi hefur valdið slysum og fjölda atvika meðal hesta og knapa. Guðni Halldórsson, formaður Landssambands hestamanna, áréttar að reiðvegir séu ætlaðir hestum, þeir séu flóttadýr sem geti brugðist harkalega við óvæntum atvikum. Hann kallar eftir gagnkvæmri virðingu í allri umferð.
16.04.2021 - 11:27
Hestafólk varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum
Alvarlegur smitsjúkdómur af völdum hestaherpes-veiru kom upp í febrúar á stóru hestamóti í Valencia á Spáni. Veiran smitar ekki menn en veldur heilabólgu og lömun í hestum. Íslenskt hestafólk er hvatt til að fara að ströngum reglum til varnar smitsjúkdómum.
09.03.2021 - 17:37
Viðtal
Legsteinar og duftker ekki í verðlaun á hestamannamóti
Mikil aðsókn er í hestamannamótið Fimmgangur Útfararstofu Íslands sem verður í kvöld. Formaður hestamannafélagsins Spretts, sem jafnframt er útfararstjóri, segir að þrátt fyrir þetta verði einungis hefðbundnir bikarar í verðlaun. „Það er alla vega ekkert sem tengist útfararstofunni,“ segir Sverrir Einarsson, útfararstjóri og formaður Spretts.
18.02.2021 - 12:37
Myndskeið
Útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hrossin
Sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hross ef rétt er að málum staðið. Það sé stöðugt verkefni að fylgjast með velferð hrossa, en þar hafi hún ekki mestar áhyggjur af útigangi.
09.02.2021 - 22:38
Viðtal
Erfiðasta ákvörðun lífsins að láta barnið frá sér
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt var aðeins nítján ára nemandi í Menntaskólanum á Akureyri þegar hún varð ófrísk af dóttur sinni. Henni var ljóst að hún gæti ekki haft barnið hjá sér ef hún ætlaði að klára námið svo hún tók þá ákvörðun að setja hana frá sér til tengdaforeldra sinna.
03.12.2020 - 09:38

Mest lesið