Færslur: Hermál

Myndskeið
Breytt hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
Hernaðarógn á Norður-Atlantshafi hefur breyst frá dögum kalda stríðsins, segir bandaríski flota- og herfræðingurinn Magnus Nordenman. Rússneski flotinn ætli sér ekki lengur að ráðast með herskipum, kafbátum og flugvélum inn á flutningaleiðir heldur nota langdrægar stýriflaugar úr meiri fjarlægð.
27.02.2020 - 21:28
Tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar mikið
Þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir til að stemma stigu við kynferðisofbeldi innan bandaríska hersins hefur tilkynningum um slíkt fjölgað gríðarlega. Flestir þolendur voru konur á aldrinum 17-24 ára.
02.05.2019 - 19:10
Sameiginlegir norrænir einkennisbúningar
Yfirvöld varnarmála í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð ætla að sameinast um innkaup á bardagabúningum fyrir herafla ríkjanna. Vonast er til að hægt verði að spara mikið fé með sameiginlegum innkaupum. Verkefnið nefnist NCU, Nordic Combat Uniform.
07.12.2017 - 09:54