Færslur: Hergögn
Leynileg gögn sögð hafa stuðlað að falli hershöfðingja
Upplýsingar frá leyniþjónustu Bandaríkjanna gerðu Úkraínumönnum kleift að fella nokkra rússneska hershöfðingja. Um það bil tólf háttsettir foringjar í innrásarhernum liggja í valnum og Bandaríkjastjórn er sögð hafa veitt upplýsingar sem leiddu til dauða nokkurra þeirra.
05.05.2022 - 06:15
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
05.05.2022 - 02:20
Lavrov kveður hættu á heimsstyrjöld yfirvofandi
Utanríkisráðherra Úkraínu segir orð rússnesks kollega hans, um að þriðja heimsstyrjöldin geti verið yfirvofandi, til marks um að Rússum finnist stefna í ósigur. Orð utanríkissráðherra Rússlands féllu eftir að bandarískir ráðherrar hétu Úkraínu og fleiri ríkjum auknum fjárhags- og hernaðarstuðningi.
26.04.2022 - 04:50
Fundað um langtíma-öryggismarkmið Úkraínu
Varnarmálaráðherrar og æðstu hershöfðingjar tuttugu ríkja innan og utan Atlantshafsbandalagsins hafa þegið boð varnarmálaráðherra Bandaríkjanna um að ræða öryggisþarfir Úkraínu til lengri tíma. Fundurinn verður haldinn í Ramstein-herstöðinni í Þýskalandi næstkomandi þriðjudag.
23.04.2022 - 01:20
Úkraínumenn fá þotur og önnur öflug hergögn
Stjórnvöldum í Úkraínu hafa verið látnar orrustuþotur í té ásamt flugvélavarahlutum. Það er hluti af aukinni hernaðaraðstoð vestrænna ríkja. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í gær án þess að tilgreina fjölda þotnanna né hvaðan þær koma.
20.04.2022 - 01:40
Serbar fá háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan
Serbar fengu háþróaðan kínverskan loftvarnabúnað afhentan um helgina en leiðtogar Vesturlanda eru uggandi um aukna vopnauppbyggingu á Balkanskaga. Óttast er að vegna stríðsins í Úkraínu kunni hún að ógna viðkvæmum friði á svæðinu.
11.04.2022 - 03:50
Vilja aðstoða en jafnframt forðast stigmögnun átakanna
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins hafa fundað í Brussel undanfarna viku með það að markmiði að ákveða hve langt skuli gengið í að útvega Úkraínumönnum hergögn. Ráðherrarnir vilja komast hjá stigmögnun sem leitt getur til beinna átaka við Rússa.
10.04.2022 - 07:20
Zelensky fer fram á meiri og öflugri vopnabúnað
Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti fór í kvöld fram á að ríki Evrópu og Bandaríkin útveguðu fleiri flugvélar, skriðdreka, eldflaugavarnarkerfi og fleiri vopn.
27.03.2022 - 07:38
Hótar að ganga milli bols og höfuðs á öllum andófshópum
Min Aung Hlaing leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar heitir því að hverjum þeim sem gerir tilraun til uppreisnar verði gereytt. Yfir 1.700 hafa fallið í mótmælum gegn stjórninni sem hrifsaði til sín völdin í febrúar á síðasta ári.
27.03.2022 - 06:00
Finnar kaupa bandarískar orrustuþotur
Stjórnvöld í Finnlandi tilkynntu í dag að þau hefðu ákveðið að kaupa 64 bandarískar orrustuþotur af gerðinni F-35. Kaupverðið er um það bil tíu milljarðar evra. Vopnaframleiðandinn Lockheed Martin framleiðir þoturnar.
10.12.2021 - 13:57
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu
Bandarískum hermönnum verður fjölgað í Ástralíu og ríkin hefja samvinnu um þróun flugskeyta. Þetta er hluti Aukus-varnarsamkomulagsins milli Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu sem æðstu ráðamenn ríkjanna kynntu í gær.
17.09.2021 - 00:35
Vopnin seld og vopnin keypt sem aldrei fyrr
Hergagnaviðskipti fara enn vaxandi í heiminum, þar sem Bandaríkin og Frakkland auka hergagnaútflutning sinn til muna og ekkert ríki kaupir meira af stríðstólum en Sádi-Arabía. Þetta er á meðal helstu niðurstaðna skýrslu sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI um þróun hergagnaviðskipta á árunum 2015 til 2019. Á þessu fimm ára tímabili jukust milliríkjaviðskipti með vopn um 5,5 prósent í samanburði við fimm árin þar á undan; 2010 - 2014.
10.03.2020 - 05:49