Færslur: Heræfingar

Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Rússar æfðu notkun eldflauga sem borið geta kjarnavopn
Rússnesk stjórnvöld segja hersveitir sínar hafa gert rafrænar æfingar með eldflaugar sem borið geta kjarnavopn í Kalíníngrad, rússnesku landsvæði sem liggur á milli Litháens og Póllands.
Japanir og Filippseyingar sammælast um varnir
Japanir og Filippseyingar hyggjast efla sameiginlegar varnir sínar. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ríkjanna hittust í dag til að ræða öryggis- og varnarmál í fyrsta skipti.
Heræfingar NATÓ hefjast í Noregi á mánudaginn
Atlantshafsbandalagið hefur tilkynnt að heræfingar hefjist í Noregi mánudaginn 14. mars, þær viðamestu á þessu ári. Nú eru 17 dagar liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu.
12.03.2022 - 04:30
Úkraínudeilan
Úkraínustjórn krefst fundar með Rússum
Utanríkisráðherra Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld hafa hunsað formlegar fyrirspurnir varðandi uppbyggingu herafla við landamæri ríkjanna. Hann segir næsta skref að funda um málið innan tveggja sólarhringa. Forseti landsins hefur boðið Bandaríkjaforseta heim.
Spenna milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga NATO
Spenna ríkir nú á milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga Atlantshafsbandalagins í og við Noreg. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist illa við fréttum um að fjórar langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar verði staðsettar tímabundið í Noregi. Yfirmaður norska hersins segir æfingarnar ekkert óvenjulegar og að Rússum hafi verið tilkynnt um þær með góðum fyrirvara.
23.02.2021 - 12:23