Færslur: Héraðsdómur Vesturlands

Sjónvarpfrétt
Slípirokk þurfti til að ná styttunni úr eldflauginni
Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var í dag losuð út úr eldflaug sem tvær listakonur smíðuðu utan um hana. Bæjarstjóri Snæfellsbæjar sótti styttuna og ók með hana í heimabæinn. Hann segir málið fáránlegt. 
Landsréttur leyfði lögreglu að ná Guðríði úr flauginni
Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Héraðsdómur Vesturlands hafnaði beiðni lögreglunnar um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur sneri við úrskurðinum og hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina. Landsréttur veitti í raun lögreglunni heimild til að leita að þýfi, þ.e. styttunni, inni í eldflauginni.
Björn Ingi fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar
Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns um áfrýjunarleyfi.
Tvennt ákært fyrir vanvirðandi og ruddalega árás
Tvennt hefur verið verið ákært fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum en fólkið er sagt hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu mannsins. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að árásin hafi ruddaleg og vanvirðandi þar sem þrjú börn konunnar og sambýlismaður hafi horft upp á atlöguna.
Sveitarfélagið vinnur að því að húsið uppfylli lög
Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Borgarbyggðar, segir að lýsing á aðalskipulagi sé í farveginum sem geti gert legsteinaskála Páls á Húsafelli löglegan. „Það var alltaf markmiðið að gera þetta löglegt síðan 2016,“ sagði Ragnar.
Gert að rífa legsteinasafnið í Húsafelli
Páli Guðmundssyni, myndhöggvara, hefur verið gert að rífa nýtt hús sem hýsa átti legsteinasafn á lóðinni Húsafelli 2 í Borgarfirði innan tveggja mánaða.